Mo Salah fær mikið hrós fyrir að hjálpa heimilislausum manni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 13:30 Mohamed Salah sýndi mikla manngæsku og hjálpaði heimilislausum manni á bensínstöð. Getty/ Jason Cairnduff Mohamed Salah hjálpaði heimilislausum manni á dögunum eftir að sá hinn sami hafði orðið fyrir aðkasti frá götustrákum á bensínstöð rétt frá Anfield. Ensku blöðin segja frá hjálpsemi Mohamed Salah í dag en atvikið gerðist 28. september síðastliðinn. Mohamed Salah var þá á heimleið eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna 3-1 sigur á Arsenal en þurfti að stoppa á bensínstöð til að fylla á bílinn. "He heard what a group of lads were saying to me, then turned to them and said, That could be you in a few years . I...Posted by GiveMeSport on Miðvikudagur, 7. október 2020 Þar sá hann götustrákana vera að angra hinn heimilislausa David Craig. Strákarnir voru að stríða David sem mátti vissulega muna sinn fífil fegurri. Þetta fór ekki framhjá Mohamed Salah sem las strákunum pistilinn og rak þá svo í burtu samkvæmt frétt hjá The Sun en David Craig sagði frá atvikinu í viðtali við blaðið. Fleiri enskir miðlar fjölluðu líka um málið. Salah á að hafa sagt við strákana að þeir ættu að fara varlega því annars gætu þeir lent í sömu aðstöðu og þessi heimilislausi maður. Liverpool star Mo Salah confronts yobs harassing homeless man in petrol station https://t.co/mhd4TpuEwF— Daily Mail U.K. (@DailyMailUK) October 7, 2020 Mohamed Salah gerði samt meira en að reka strákana í burtu og kenna þeim lexíu. Hann fór líka í næsta hraðbanka og tók út hundrað pund og gaf David Craig sem var vitanlega mjög þakklátur. „Mo var alveg jafn yndislegur og hann er í Liverpool búningnum inn á vellinum. Hann heyrði hvað strákarnir voru að segja við mig en snéri sér síðan að þeim og sagði: Þetta gætu verið þið eftir nokkur ár,“ sagði David Craig. „Ég hélt síðan að ég væri að sjá ofsjónir þegar hann rétti mér hundrða punda seðilinn. Þvílík goðsögn,“ sagði Craig. David Craig er búinn að vera heimilislaus í sex ár og segir að Salah sé sönn hetja. Amongst all the madness, in 158 games Mo Salah now has 99 goals and 38 assists for Liverpool pic.twitter.com/mMSoyPm2EC— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) October 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Mohamed Salah hjálpaði heimilislausum manni á dögunum eftir að sá hinn sami hafði orðið fyrir aðkasti frá götustrákum á bensínstöð rétt frá Anfield. Ensku blöðin segja frá hjálpsemi Mohamed Salah í dag en atvikið gerðist 28. september síðastliðinn. Mohamed Salah var þá á heimleið eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna 3-1 sigur á Arsenal en þurfti að stoppa á bensínstöð til að fylla á bílinn. "He heard what a group of lads were saying to me, then turned to them and said, That could be you in a few years . I...Posted by GiveMeSport on Miðvikudagur, 7. október 2020 Þar sá hann götustrákana vera að angra hinn heimilislausa David Craig. Strákarnir voru að stríða David sem mátti vissulega muna sinn fífil fegurri. Þetta fór ekki framhjá Mohamed Salah sem las strákunum pistilinn og rak þá svo í burtu samkvæmt frétt hjá The Sun en David Craig sagði frá atvikinu í viðtali við blaðið. Fleiri enskir miðlar fjölluðu líka um málið. Salah á að hafa sagt við strákana að þeir ættu að fara varlega því annars gætu þeir lent í sömu aðstöðu og þessi heimilislausi maður. Liverpool star Mo Salah confronts yobs harassing homeless man in petrol station https://t.co/mhd4TpuEwF— Daily Mail U.K. (@DailyMailUK) October 7, 2020 Mohamed Salah gerði samt meira en að reka strákana í burtu og kenna þeim lexíu. Hann fór líka í næsta hraðbanka og tók út hundrað pund og gaf David Craig sem var vitanlega mjög þakklátur. „Mo var alveg jafn yndislegur og hann er í Liverpool búningnum inn á vellinum. Hann heyrði hvað strákarnir voru að segja við mig en snéri sér síðan að þeim og sagði: Þetta gætu verið þið eftir nokkur ár,“ sagði David Craig. „Ég hélt síðan að ég væri að sjá ofsjónir þegar hann rétti mér hundrða punda seðilinn. Þvílík goðsögn,“ sagði Craig. David Craig er búinn að vera heimilislaus í sex ár og segir að Salah sé sönn hetja. Amongst all the madness, in 158 games Mo Salah now has 99 goals and 38 assists for Liverpool pic.twitter.com/mMSoyPm2EC— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) October 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira