Erlent

McAfee handtekinn í Barcelona

Samúel Karl Ólason skrifar
Tæknifrumkvöðullinn John McAfee var handtekinn í Barcelona um helgina.
Tæknifrumkvöðullinn John McAfee var handtekinn í Barcelona um helgina. AP/Todd J. Van Emst

Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarfyrirtækis sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir.

Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar var McAfee handtekinn á laugardaginn, skömmu áður en hann fór um borð í flugvél sem var á leið til Istanbúl og notaðist hann við breskt vegabréf.

Hann verður fluttur til Madrídar og þar hefst ferlið varðandi framsals til Bandaríkjanna.

McAfee hefur verið á flótta frá 2012 og er hann sakaður um þess að hafa skotið nágranna sinn í Belize til bana, auk þess sem hann hefur verið sakaður um skattsvik.

Í fyrra voru uppi vangaveltur um að hann hefði verið í felum á Dalvík. Þar virðist þó sem að um plat hafi verið að ræða.

Alríkissakóknarar opinberuðu í gær ákæru gegn McAfee og er hann sakaður um hafa ekki greitt skatta og ekki skilað inn skattskýrslum.

Áður hafði verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna ákært hann fyrir svik í tengslum við rafmyntir og á hann að hafa grætt rúmlega 23,1 milljón dala á þeim svikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×