„Ekki láta veiruna stjórna ykkur, ekki vera hrædd við hana“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 6. október 2020 07:28 Forsetinn kemur fram á svalir Hvíta hússins í gærkvöldi eftir að hann útskrifaðist af spítala og tekur af sér grímuna. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti er mættur aftur í Hvíta húsið eftir að hafa verið á Walter Reed-spítalanum í þrjár nætur. Hann var lagður inn eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir að forsetinn kom aftur í Hvíta húsið fór hann fram á Truman-svalirnar þar sem hann tók af sér grímuna og heilsaði að hermannasið. Áður hafði hann skrifað á Twitter-síðu sína að sér líði vel og sagði að fólk ætti ekki að vera hrætt við Covid-19. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um heilsufar forsetans og engin svör hafa til að mynda fengist varðandi það hvort hann mælist nú neikvæður fyrir veirunni. Hann segist ætla að mæta aftur í kosningabaráttuna innan skamms tíma. Í stuttu ávarpi sem tekið var upp eftir komu forsetans sagðist hann hafa verið í fremstu víglínu þar sem hann hefði leitt fólkið áfram, eins og leiðtogar eiga að gera. Þá lagði hann mikla áherslu á að fólk ætti ekki að láta Covid-19 stjórna lífi sínu. „Þið munuð sigrast á henni [veirunni]. Við erum með bestu lækningatækin, bestu lyfin, allt sem var þróað nýlega,“ sagði Trump og hélt áfram: „Við munum vera í fremstu víglínu. Sem leiðtogi þurfti ég að gera það. Ég vissi að það var hættulegt en ég varð að gera það. Ég stóð í fremstu víglínu og ég leiddi fólk áfram.“ pic.twitter.com/OxmRcZ5nUZ— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Þá velti Trump því upp að nú væri hann kannski orðinn ónæmur fyrir kórónuveirunni. „Núna líður mér betur. Kannski er ég orðinn ónæmur, ég veit það ekki,“ sagði hann. Í lok ávarpsins sagði hann svo að bóluefni gegn veirunni kæmi innan skamms, þrátt fyrir að Bandaríska sóttvarnastofnunin hafi sagt að ekki sé búist við því að bóluefni verði aðgengilegt víða fyrr en um mitt næsta ár. watch on YouTube Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er mættur aftur í Hvíta húsið eftir að hafa verið á Walter Reed-spítalanum í þrjár nætur. Hann var lagður inn eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir að forsetinn kom aftur í Hvíta húsið fór hann fram á Truman-svalirnar þar sem hann tók af sér grímuna og heilsaði að hermannasið. Áður hafði hann skrifað á Twitter-síðu sína að sér líði vel og sagði að fólk ætti ekki að vera hrætt við Covid-19. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um heilsufar forsetans og engin svör hafa til að mynda fengist varðandi það hvort hann mælist nú neikvæður fyrir veirunni. Hann segist ætla að mæta aftur í kosningabaráttuna innan skamms tíma. Í stuttu ávarpi sem tekið var upp eftir komu forsetans sagðist hann hafa verið í fremstu víglínu þar sem hann hefði leitt fólkið áfram, eins og leiðtogar eiga að gera. Þá lagði hann mikla áherslu á að fólk ætti ekki að láta Covid-19 stjórna lífi sínu. „Þið munuð sigrast á henni [veirunni]. Við erum með bestu lækningatækin, bestu lyfin, allt sem var þróað nýlega,“ sagði Trump og hélt áfram: „Við munum vera í fremstu víglínu. Sem leiðtogi þurfti ég að gera það. Ég vissi að það var hættulegt en ég varð að gera það. Ég stóð í fremstu víglínu og ég leiddi fólk áfram.“ pic.twitter.com/OxmRcZ5nUZ— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Þá velti Trump því upp að nú væri hann kannski orðinn ónæmur fyrir kórónuveirunni. „Núna líður mér betur. Kannski er ég orðinn ónæmur, ég veit það ekki,“ sagði hann. Í lok ávarpsins sagði hann svo að bóluefni gegn veirunni kæmi innan skamms, þrátt fyrir að Bandaríska sóttvarnastofnunin hafi sagt að ekki sé búist við því að bóluefni verði aðgengilegt víða fyrr en um mitt næsta ár. watch on YouTube
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira