Stöðugleiki Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 6. október 2020 07:30 Jónas Hallgrímsson orti „allt er í heiminum hverfult“ í ljóði samnefndu landinu okkar góða. Án þess að ræða sérstaklega gengi og tilurð krónunnar þá er það í yfirgnæfandi fjölda tilfella þegar Íslendingar ræða stöðugleika að íslenska krónan sé tengd við umræðuna. Við þurfum að leita að og viðhalda stöðugleika. Ómældur tími og orka fer í slíkar aðgerðir og afrakstur misgóður. Og við erum ekkert endilega sátt í þessu leitarferli því innst inni finnst okkur við vera að leita að einhverju sem aldrei birtist. Það hefur ekki verið stöðugleika að finna á Íslandi í 46 ár. Ekkert frekar þó við skoðum líf foreldra okkar og enn síður æviskeið afa og ömmu. Síðan birtist lítill veiruskratti sem gárar og gruggar vatnið í sífellu svo sjaldnast sést til botns. Alveg eins og samfélagsmiðlar eru stærsta félagsfræðitilraun mannkynssögunnar og við öll ófrjáls viðföng þá er tilfinningin sú að í veiruviðureigninni séum við látin ganga í gegnum síendurteknar æfingar í þolinmæði og þrautseigju. Það eina sem stöðugt er á Íslandi eru árlegar lægðir sem ganga upp að landinu, staðreynd sem á tilurð sína af legu lands á miðju Atlantshafi norðarlega, og önnur fjölbreytt veðurfarsleg einkenni allan ársins hring. Það er því affarasælast að gera sér grein fyrir aðstæðum, einblína á forvarnir og viðbrögð með því að búa sig vel og pakka trampolínum saman í tæka tíð. Grímur, sápa, spritt og nándarfælni eru nauðsyn sem og samstaða með góðum skammt af samhygð. Skjót og skilvirk aðlögunarhæfni er okkur öllum í blóð búin og gerir okkur kleift að búa þetta land saman – ekki leitin að stöðugleikanum sem er ekki til. Niðurstaðan ef einhver er: það eru þrjár – fjórar árstíðir á Íslandi eftir því hvernig viðrar. Til að lifa af síbreytilegt umhverfi okkar mætti ætla að SAMstaða, SAMvinna og SAMhugur skili okkur langt. Hugurinn ber okkur hálfa leið og er úrslitainnihaldsefni þegar við stefnum á afburðaárangur. Svo „hlýðum Víði“ - stillum hugarfarið af og stefnum að framúrskarandi árangri. Við búum nefninlega hér SAMan. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Jónas Hallgrímsson orti „allt er í heiminum hverfult“ í ljóði samnefndu landinu okkar góða. Án þess að ræða sérstaklega gengi og tilurð krónunnar þá er það í yfirgnæfandi fjölda tilfella þegar Íslendingar ræða stöðugleika að íslenska krónan sé tengd við umræðuna. Við þurfum að leita að og viðhalda stöðugleika. Ómældur tími og orka fer í slíkar aðgerðir og afrakstur misgóður. Og við erum ekkert endilega sátt í þessu leitarferli því innst inni finnst okkur við vera að leita að einhverju sem aldrei birtist. Það hefur ekki verið stöðugleika að finna á Íslandi í 46 ár. Ekkert frekar þó við skoðum líf foreldra okkar og enn síður æviskeið afa og ömmu. Síðan birtist lítill veiruskratti sem gárar og gruggar vatnið í sífellu svo sjaldnast sést til botns. Alveg eins og samfélagsmiðlar eru stærsta félagsfræðitilraun mannkynssögunnar og við öll ófrjáls viðföng þá er tilfinningin sú að í veiruviðureigninni séum við látin ganga í gegnum síendurteknar æfingar í þolinmæði og þrautseigju. Það eina sem stöðugt er á Íslandi eru árlegar lægðir sem ganga upp að landinu, staðreynd sem á tilurð sína af legu lands á miðju Atlantshafi norðarlega, og önnur fjölbreytt veðurfarsleg einkenni allan ársins hring. Það er því affarasælast að gera sér grein fyrir aðstæðum, einblína á forvarnir og viðbrögð með því að búa sig vel og pakka trampolínum saman í tæka tíð. Grímur, sápa, spritt og nándarfælni eru nauðsyn sem og samstaða með góðum skammt af samhygð. Skjót og skilvirk aðlögunarhæfni er okkur öllum í blóð búin og gerir okkur kleift að búa þetta land saman – ekki leitin að stöðugleikanum sem er ekki til. Niðurstaðan ef einhver er: það eru þrjár – fjórar árstíðir á Íslandi eftir því hvernig viðrar. Til að lifa af síbreytilegt umhverfi okkar mætti ætla að SAMstaða, SAMvinna og SAMhugur skili okkur langt. Hugurinn ber okkur hálfa leið og er úrslitainnihaldsefni þegar við stefnum á afburðaárangur. Svo „hlýðum Víði“ - stillum hugarfarið af og stefnum að framúrskarandi árangri. Við búum nefninlega hér SAMan. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar