Viðskipti innlent

IKEA lokar veitinga­staðnum

Atli Ísleifsson skrifar
IKEA í Garðabæ.
IKEA í Garðabæ. Vísir/Vilhelm

IKEA á Íslandi hefur ákveðið að loka veitingastaðnum og kaffihúsið í ljósi hertra aðgerða heilbrigðisyfirvalda.

Á Facebook-síðu IKEA segir að ákveðið hafi verið að loka veitingastað og kaffihúsi til að standa vörð um heilbrigði viðskiptavina og starfsfólks.

„Verslunin, bakaríið, sænska matarhornið og IKEA Bistro eru opin. Gestir eru beðnir að gæta vel að persónulegum sóttvörnum; þvo hendur, spritta og nota hanska og grímur þar sem tilefni er til.

Ráðstafanir í versluninni miðast ávallt við nýjustu reglur og viðmið frá yfirvöldum.

Verslunin er það stór að viðskiptavinir dreifast vel og nægt pláss er til að sýna tillitssemi og virða fjarlægðartakmörk.“

Kæru viðskiptavinir. Til að standa vörð um heilbrigði viðskiptavina okkar og starfsfólks eru veitingastaður og kaffihús...

Posted by IKEA on Monday, 5 October 2020

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×