Lífið

Lygilegur lokasprettur og úrslitin réðust á síðustu spurningu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það var mikil spenna í Kviss á laugardagskvöldið.
Það var mikil spenna í Kviss á laugardagskvöldið.

Fylkir og Víkingur mættust í svakalegri viðureign í spurningaþættinum Kviss á laugardagskvöldið. Það var mikil dramatík í seinni hluta keppninnar og úrslitin réðust á lokaspurningunni.

Leikararnir Aron Már Ólafsson og Anna Svava Knútsdóttir kepptu fyrir hönd Víkings en lið Fylkis var skipað Árbæingunum Jóhannesi Ásbjörnssyni og Hjálmari Erni Jóhannssyni.

Aron og Anna komust í 19-8 og leiddu með 11 stigum en Jói og Hjálmar voru duglegir að lýsa því yfir að þeir myndu vinna sig aftur inn í keppnina. Sú varð raunin og þeir höfðu minnkað muninn í eitt stig fyrir lokaspurningu keppninnar, sem gefur þrjú stig. Úrslitaaugnablikið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

16-liða úrslit Kviss halda áfram næsta laugardag en þá mætast KR og KA. Fyrir hönd KR-inga keppa grínistinn Ari Eldjárn og Hrefna Sætra en í liði KA eru þau Siggi Gunnars og Karen Björg Þorsteinsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×