Síhóstandi á leið til Los Angeles í krabbameinsmeðferð Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 23:23 Pétur Yngvi Leósson ferðaðist til vesturstrandar Bandaríkjanna í krabbameinsmeðferð. UCLA Health Pétur Yngvi Leósson, grafískur hönnuður og ritstjóri hjá Nexus, greindist með krabbamein í hálsi á þessu ári eftir að hafa upplifað krónískan hósta í nærri tíu ár. Eftir að hann fékk greiningu hér á landi ákvað hann að kynna sér þá valmöguleika sem voru í boði og endaði að lokum á því að fara alla leið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Á vef UCLA Health er saga Péturs rakin. Þar lýsir hann því hvernig hann tók eftir því að æxli var farið að myndast á hægri hálskirtli í janúar á þessu ári og var það raunar svo stórt að hann gat séð það þegar hann opnaði munninn fyrir framan spegil. Hann fór þá að gruna að um krabbamein væri að ræða. „Ég leitaði að öllum upplýsingum sem ég gat fundið á Internetinu,“ segir Pétur í viðtalinu. Hann fékk svo fljótlega staðfest frá lækni hér á landi að um krabbamein væri að ræða. Hann segir einu möguleikana í krabbameinsmeðferðum hér á landi vera geisla- eða lyfjameðferð. Þá séu um helmingslíkur á að meinið taki sig upp á ný. Læknar hér á landi töldu of hættulegt fyrir Pétur að fara í aðgerð þar sem meinið væri of nálægt slagæð. „Íslensku sérfræðingarnir sem ég ræddi við spáðu því að eftir meðferðina myndi ég upplifa alvarlega erfiðleika við að kyngja, langvarandi eymsli, skemmdir í tönnum og gómi, heyrnaskerðingu og aðrar aukaverkanir á borð við aukin athyglisbrest. Í rauninni eru allir möguleikar á lífsgæðum farnir í vaskinn.“ „Búið spil“ ef krabbameinið færi í lungun Eftir að hafa kynnt sér hin ýmsu meðferðarúrræði uppgötvaði Pétur höfuð- og hálskrabbameinsmeðferðir hjá UCLA Health. Eftir að hafa lesið sér til og séð að 95 prósent þeirra sem þangað leituðu upplifðu engar af þeim aukaverkunum sem þóttu líklegar hér ákvað hann að láta slag standa. UCLA HEalth Hann setti sig í samband við UCLA Health og ræddi þar við hjúkku sem sá um alþjóðlega sjúklinga. Í kjölfarið sendi hann nauðsynlegar upplýsingar til þeirra og fékk svo samband við lækni. Þar viðraði hann allar sínar áhyggjur en eftir samtalið hafi ekkert annað komið til greina en að fara til Bandaríkjanna. „Ég spurði hann út í það hvort æxlið væri of nálægt æðinni, og hann sagði eitthvað á þann veg að æxli í hálskirtli væri alltaf svona nálægt æð, og að svona skurðaðgerðir væru eitthvað sem hann gerði á hverjum einasta degi,“ segir Pétur. Að ferðast í miðjum heimsfaraldri er meira en að segja það en Pétur segir það hafa bliknað í samanburði við þá staðreynd að hann væri að berjast við krabbamein. Hann vissi að ef krabbameinið færi í lungun væri þetta „búið spil“ og að fresta meðferðinni vegna Covid-19 væri það versta sem hann gæti mögulega gert. „Af því ég var með krónískan hósta, þá var ég síhóstandi í ferðalaginu og fólk var að gefa mér augnaráð, en af því að ég vissi af æxlinu þá angraði það mig ekki.“ Meðferðin fram úr öllum væntingum Pétur segir aðstöðuna vestanhafs hafa verið framúrskarandi. Allir verkferlar vegna kórónuveirunnar á spítalanum hafi verið til fyrirmyndar og mun strangari en það sem hann hafi séð hér á landi. Þá tók læknir á móti honum við komuna og Pétur segir sér hafa liðið eins og „blómi í eggi“. „Mér leið mjög mikið eins og ég væri nýfætt barn sem væri verið að hugsa um.“ Hjúkrunarfræðingur Péturs hringdi í hann daglega á meðan hann dvaldi á spítalanum en engir gestir voru leyfðir vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að eftirfylgnin haldi áfram eftir að Pétur er kominn aftur til Íslands. Hann segir upplýsingagjöfina vera til fyrirmyndar og ekkert hafi því komið honum á óvart. Eina sem hafi verið ánægjulega óvænt sé að þeim hafi tekist að fjarlægja æxlið án þess að eitthvað af krabbameininu yrði eftir. „Þetta hefur verið ótrúlegt. Allt fór nákvæmlega eins og það átti að fara.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Sjá meira
Pétur Yngvi Leósson, grafískur hönnuður og ritstjóri hjá Nexus, greindist með krabbamein í hálsi á þessu ári eftir að hafa upplifað krónískan hósta í nærri tíu ár. Eftir að hann fékk greiningu hér á landi ákvað hann að kynna sér þá valmöguleika sem voru í boði og endaði að lokum á því að fara alla leið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Á vef UCLA Health er saga Péturs rakin. Þar lýsir hann því hvernig hann tók eftir því að æxli var farið að myndast á hægri hálskirtli í janúar á þessu ári og var það raunar svo stórt að hann gat séð það þegar hann opnaði munninn fyrir framan spegil. Hann fór þá að gruna að um krabbamein væri að ræða. „Ég leitaði að öllum upplýsingum sem ég gat fundið á Internetinu,“ segir Pétur í viðtalinu. Hann fékk svo fljótlega staðfest frá lækni hér á landi að um krabbamein væri að ræða. Hann segir einu möguleikana í krabbameinsmeðferðum hér á landi vera geisla- eða lyfjameðferð. Þá séu um helmingslíkur á að meinið taki sig upp á ný. Læknar hér á landi töldu of hættulegt fyrir Pétur að fara í aðgerð þar sem meinið væri of nálægt slagæð. „Íslensku sérfræðingarnir sem ég ræddi við spáðu því að eftir meðferðina myndi ég upplifa alvarlega erfiðleika við að kyngja, langvarandi eymsli, skemmdir í tönnum og gómi, heyrnaskerðingu og aðrar aukaverkanir á borð við aukin athyglisbrest. Í rauninni eru allir möguleikar á lífsgæðum farnir í vaskinn.“ „Búið spil“ ef krabbameinið færi í lungun Eftir að hafa kynnt sér hin ýmsu meðferðarúrræði uppgötvaði Pétur höfuð- og hálskrabbameinsmeðferðir hjá UCLA Health. Eftir að hafa lesið sér til og séð að 95 prósent þeirra sem þangað leituðu upplifðu engar af þeim aukaverkunum sem þóttu líklegar hér ákvað hann að láta slag standa. UCLA HEalth Hann setti sig í samband við UCLA Health og ræddi þar við hjúkku sem sá um alþjóðlega sjúklinga. Í kjölfarið sendi hann nauðsynlegar upplýsingar til þeirra og fékk svo samband við lækni. Þar viðraði hann allar sínar áhyggjur en eftir samtalið hafi ekkert annað komið til greina en að fara til Bandaríkjanna. „Ég spurði hann út í það hvort æxlið væri of nálægt æðinni, og hann sagði eitthvað á þann veg að æxli í hálskirtli væri alltaf svona nálægt æð, og að svona skurðaðgerðir væru eitthvað sem hann gerði á hverjum einasta degi,“ segir Pétur. Að ferðast í miðjum heimsfaraldri er meira en að segja það en Pétur segir það hafa bliknað í samanburði við þá staðreynd að hann væri að berjast við krabbamein. Hann vissi að ef krabbameinið færi í lungun væri þetta „búið spil“ og að fresta meðferðinni vegna Covid-19 væri það versta sem hann gæti mögulega gert. „Af því ég var með krónískan hósta, þá var ég síhóstandi í ferðalaginu og fólk var að gefa mér augnaráð, en af því að ég vissi af æxlinu þá angraði það mig ekki.“ Meðferðin fram úr öllum væntingum Pétur segir aðstöðuna vestanhafs hafa verið framúrskarandi. Allir verkferlar vegna kórónuveirunnar á spítalanum hafi verið til fyrirmyndar og mun strangari en það sem hann hafi séð hér á landi. Þá tók læknir á móti honum við komuna og Pétur segir sér hafa liðið eins og „blómi í eggi“. „Mér leið mjög mikið eins og ég væri nýfætt barn sem væri verið að hugsa um.“ Hjúkrunarfræðingur Péturs hringdi í hann daglega á meðan hann dvaldi á spítalanum en engir gestir voru leyfðir vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að eftirfylgnin haldi áfram eftir að Pétur er kominn aftur til Íslands. Hann segir upplýsingagjöfina vera til fyrirmyndar og ekkert hafi því komið honum á óvart. Eina sem hafi verið ánægjulega óvænt sé að þeim hafi tekist að fjarlægja æxlið án þess að eitthvað af krabbameininu yrði eftir. „Þetta hefur verið ótrúlegt. Allt fór nákvæmlega eins og það átti að fara.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Sjá meira