Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 13:19 Gylfi Þór Sigurðsson gefur kost á sér í íslenska landsliðið í þetta mikilvæga verkefni. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir þrjá heimaleiki á næstu dögum. Íslenska liðið mætir þá Rúmeníu í leiknum mikilvæga í umspili um sæti á EM og spilar svo í framhaldinu heimaleiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni. Erik Hamrén kallar nú aftur á leikmennina sem gáfu ekki kost á sér í leikina á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir með. Jóhann Berg Guðmundsson meiddist á dögunum en sem betur fer voru þau meiðsli ekki alvarleg. Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson þurftu tíma til að ná sér betur af meiðslunum og Gylfi vildi fá betra tækifæri til að sýna sig fyrir knattspyrnustjóra Everton, Carlo Ancelotti. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka í hópnum að þessu sinni. Lið Aron Einars í Katar, Al-Arabi, vildi ekki hleypa honum í síðasta verkefni en Aron Einar varð auk þess faðir í þriðja sinn á dögunum. Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru einnig búnir að ná sér af meiðslunum sem héldu þeim frá síðasta verkefni. Erik Hamrén kallar alls á sjö leikmenn sem voru ekki með í september leikjunum en einn þeirra er Birkir Már Sævarsson sem kemur nú aftur inn í landsliðið. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson voru í síðasta landsliðshópi og það var gagnrýnt nokkuð vegna þess að þeir höfðu ekki verið að spila, og Jón Guðni var án félags. Þeir eru ekki með núna. Íslenska landsliðið mun spila þrjá leiki á sjö dögum eða frá 8. til 14. október og Erik Hamrén og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson hafa því valið hóp sem telur 26 leikmenn. Mikilvægasti leikurinn er auðvitað leikurinn á móti Rúmeníu 8. október en sigur í honum kemur íslenska liðinu í hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Hér er hópur A landsliðs karla fyrir leikina þrjá í október. Markmenn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir Varnarmenn Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 29 leikir, 2 mörk Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 mark Miðjumenn Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir Sóknarmenn Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir þrjá heimaleiki á næstu dögum. Íslenska liðið mætir þá Rúmeníu í leiknum mikilvæga í umspili um sæti á EM og spilar svo í framhaldinu heimaleiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni. Erik Hamrén kallar nú aftur á leikmennina sem gáfu ekki kost á sér í leikina á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir með. Jóhann Berg Guðmundsson meiddist á dögunum en sem betur fer voru þau meiðsli ekki alvarleg. Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson þurftu tíma til að ná sér betur af meiðslunum og Gylfi vildi fá betra tækifæri til að sýna sig fyrir knattspyrnustjóra Everton, Carlo Ancelotti. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka í hópnum að þessu sinni. Lið Aron Einars í Katar, Al-Arabi, vildi ekki hleypa honum í síðasta verkefni en Aron Einar varð auk þess faðir í þriðja sinn á dögunum. Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru einnig búnir að ná sér af meiðslunum sem héldu þeim frá síðasta verkefni. Erik Hamrén kallar alls á sjö leikmenn sem voru ekki með í september leikjunum en einn þeirra er Birkir Már Sævarsson sem kemur nú aftur inn í landsliðið. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson voru í síðasta landsliðshópi og það var gagnrýnt nokkuð vegna þess að þeir höfðu ekki verið að spila, og Jón Guðni var án félags. Þeir eru ekki með núna. Íslenska landsliðið mun spila þrjá leiki á sjö dögum eða frá 8. til 14. október og Erik Hamrén og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson hafa því valið hóp sem telur 26 leikmenn. Mikilvægasti leikurinn er auðvitað leikurinn á móti Rúmeníu 8. október en sigur í honum kemur íslenska liðinu í hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Hér er hópur A landsliðs karla fyrir leikina þrjá í október. Markmenn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir Varnarmenn Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 29 leikir, 2 mörk Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 mark Miðjumenn Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir Sóknarmenn Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk
Hér er hópur A landsliðs karla fyrir leikina þrjá í október. Markmenn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir Varnarmenn Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 29 leikir, 2 mörk Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 mark Miðjumenn Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir Sóknarmenn Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira