Erlent

Veikindi Trumps gætu trompað ása Bidens

Jakob Bjarnar skrifar
Baldur segir að kórónuveirusmit Trumps takamarki mjög sóknarmöguleika Bidens.
Baldur segir að kórónuveirusmit Trumps takamarki mjög sóknarmöguleika Bidens. visir/hanna

Eins öfugsnúið og það hljómar gæti Covid-smitið reynst Donald Trump ágætlega í yfirstandandi kosningabaráttu. Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor í stuttri hugleiðingu sem hann birti í morgun á Facebooksíðu sinni.

Forsetinn er ekki veikur og segist ætla að sinna vinnu sinni áfram. Hann er þó bæði 74 ára gamall og í yfirþyngd og fellur því í rauninni inn í tvo áhættuhópa. Hann hefur þegar fellt niður kosningafund og er kominn í einangrun ásamt Melaníu eiginkonu sinni.

„Veikindi Trumps koma í veg fyrir að Biden geti notað eitt helsta tromp sitt í kosningabaráttunni að gagnrýna forsetann harðlega fyrir viðbrögð hans við kófinu. Það gæti verið vafasamt fyrir hann að nota þetta tromp meðan forsetinn liggur á sjúkrabeði,“ segir Baldur. Hann kemur þar inná fyrirbæri sem reynst hefur mörgum sem eiga undir högg að sækja vel sem er samúðarfylgi.

„Þar með dettur botninn úr áhrifamestu gagnrýni Bidens á Trump nú um stundir,“ segir Baldur.

Hann bætir því svo við að Trump muni auk þess fá alla athygli fjölmiðla næstu daga, sem er reyndar ekkert nýtt þegar Trump á í hlut en erfitt mun reynast demókrötum að koma stefnumálum sínum að í umræðunni. 

„Það er ekki gott fyrir Biden.“


Tengdar fréttir

Hvað gerist ef Trump verður veikur?

Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×