Fótbolti

Arsenal fer til Noregs og Albert í skemmtilegum riðli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang og félagar í Arsenal eru í B-riðli Evrópudeildarinnar ásamt Rapid Vín, Molde og Dundalk.
Pierre-Emerick Aubameyang og félagar í Arsenal eru í B-riðli Evrópudeildarinnar ásamt Rapid Vín, Molde og Dundalk. getty/Stuart MacFarlane

Dregið var í riðla í Evrópudeildinni í fótbolta í dag. Alls voru 48 lið í pottinum en þeim var raðað niður í tólf fjögurra liða riðla.

Þrjú ensk lið voru í pottinum. Arsenal, sem Rúnar Alex Rúnarsson leikur með, lenti í riðli með Rapid Vín, Molde og Dundalk. Tottenham mætir Ludogorets, LASK Linz og Royal Antwerpen. Og Leicester er með Braga, AEK Aþenu og Zorya Luhansk í riðli.

Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar eru í skemmtilegum riðli með Napoli, Real Sociedad og Rijeka. Þrjú önnur Íslendingalið voru í pottinum í dag; Arsenal, CSKA Moskva og PAOK.

Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og félagar þeirra í CSKA Moskvu eru í K-riðli með Dinamo Zagreb, Feyenoord og Wolfsburg. PAOK, sem Sverrir Ingi Ingason leikur með, er í E-riðli með PSV Eindhoven, Granada og Omonia.

Þá er H-riðilinn nokkuð áhugaverður með Celtic, Spörtu Prag, AC Milan og Lille.

Riðlakeppni Evrópudeildarinnar hefst fimmtudaginn 22. október.

Riðlana tólf má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×