Arsenal í 8-liða úrslit eftir vítaspyrnukeppni

Leno átti frábæran leik í marki Arsenal í kvöld.
Leno átti frábæran leik í marki Arsenal í kvöld. Peter Byrne/Getty Images

Liverpool og Arsenal mættust í annað sinn á fjórum dögum í kvöld. Liverpool vann leik liðanna á mánudaginn, 3-1 en Arsenal hefndi fyrir það í kvöld. Eftir markalausan fyrri og síðari hálfleik þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið kæmist áfram í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins.

Þar reyndist Bernd Lendo, markvörður Arsenal hetjan, en hann hafði átt afbragðs leik í marki Arsenal. Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekk Arsenal.

Bæði Leno og Adrian - markvörður Liverpool - vörðu eina af fyrstu fimm spyrnum beggja liða. Því þurfti að fara í bráðabana þar sem Leno varði frá Harry Wilson. Í kjölfarið skoraði Joseph Willock og tryggði Arsenal sætið í 8-liða úrslitum.

Brentford og Stoke City komust einnig í 8-liða úrslitin í kvöld. Þangað voru Tottenham Hotspur, Manchester United, Manchester City, Newcastle United og Everton þegar komin.


Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira