Erlent

Bandaríkin: Fyrstu kappræðurnar vöktu mikla athygli

Samúel Karl Ólason skrifar
bandarikin-adalmynd

Fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fóru fram aðfaranótt miðvikudagsins. Þar mættust þeir Donald Trump, forseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, á sviði í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að úrkoman hafi verið sérstök.

Forsetinn fór gegn öllum reglum sem hann hafði samþykkt að fylgja og stjórnmálaskýrendur og aðrir virðast að mestu sammála um að kappræðurnar hafi ekki heppnast vel.

Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við það helsta sem gerðist í kappræðunum og hvaða áhrif þær munu hafa á kosningabaráttuna sjálfa.

Klippa: Fyrstu kappræður kosninganna - Bandaríkin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×