Viðskipti innlent

Icelandair birtir lista yfir tuttugu stærstu hluthafana

Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa
Hluthafalisti Icelandair hefur tekið breytingum.
Hluthafalisti Icelandair hefur tekið breytingum. Vísir/Vilhelm

Landsbankinn, Gildi - Lífeyrissjóður, Íslandsbanki og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru stærstu eigendurnir í Icelandair Group eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningur frá Icelandair í tilefni þess búið er að gefa út og afhenda eigendum þá 23 milljarða hluta sem gefnir voru út í útboðinu.

Landsbankinn er stærsti eigandinn með 7,48 prósent hlut og Íslandsbanki er sá þriðji stærsti með 6,54 prósent hlut. Ætla má að hlutur bankanna tveggja skiptist á eignahluti bankana, veltubók og eignarhluta vegna framvirka samninga við viðskiptavini bankans. Þannig geta hlutir bankanna tveggja falið í sér hluti sem viðskiptavinir þeirra eiga í gegnum einkabankaþjónustu, svo dæmi séu tekin.

Gildi - Lífeyrissjóður er næststærsti eigandi Icelandair Group með 6,54 prósenta hlut og A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins heldur á 6,24 prósenta hlut. Lífeyrissjóðirnir áttu samanlagt 55.33 prósenta hlut í Icelandair fyrir útboðið. En nú eiga ellefu lífeyrissjóðir samanlagt 29,38 prósenta hlut í félaginu.

Alls eiga tuttugu stærstu hluthafarnir samtals 55,37 prósenta hlut. Fyrir útboð áttu tuttugu stærstu hluthafar sameininlega 75% í Icelandair. Dreifingin er því meiri og fleiri eiga smærri hluti. Hluthafalistinn hefur tekið töluverðum breytingum enda þynntist eignarhlutur tveggja stærstu eigenda félagsins fyrir útboðið mjög út, hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Par Investments þar sem þeir tóku ekki þátt í útboðinu. LV á nú 2,26 prósent hlut og Par heldur nú á 1,89 prósenta hlut.

Flugstarfsemi Icelandair liggur enn meira og minna niðri. Þannig kom aðeins ein flugvél félagsins frá Kaupmannahöfn í dag og önnur fór til Boston síðdegis. Öllu öðru flugi félagsins var aflýst. Viðskipti eru hafin með hlutabréf félagsins og hækkaði gengi þeirra í dag um 3,16 prósent og stendur gengið nú í tæpri krónu en útboðsgengið í nýlegu hlutafjárútboði var ein króna á hlut.

Lista yfir tuttugu stærstu hluthafana má sjá hér að neðan en hann er birtur með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið vegna hugsanlegra framkvæmdra en ófrágenginna viðskipta með bréf í félaginu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×