Ná saman um nýja stjórn um 500 dögum eftir kosningar Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2020 10:37 Hinn 44 ára Alexander De Croo verður næsti forsætisráðherra Belgíu. EPA Samkomulag hefur náðst um myndun nýrrar sjö flokka stjórnar í Belgíu, nærri fimm hundruð dögum eða sextán mánuðum eftir að þingkosningar fóru fram í landinu. Alexander De Croo, leiðtogi Flæmska frjálslynda flokksins, verður næsti forsætisráðherra landsins. Samstarfið hefur verið kallað Vivaldi-bandalagið og samanstendur af flokkum frjálslyndra, sósíalista og græningja úr frönskumælandi hluta landsins annars vegar og flæmskumælandi hlutanum hins vegar, auk hinna flæmskumælandi Kristilegra demókrata. De Croo mun taka við embætti á morgun. Starfsstjórn hefur stýrt landinu frá kosningum í maí 2019 og hefur hin frönskumælandi Sophie Wilmes gegnt embætti forsætisráðherra síðustu mánuði. Tilkynnt var um myndun nýrrar stjórnar í morgun eftir maraþonviðræður leiðtoga flokkanna um samsetningu fjárlaga. Hinn 44 ára De Croo hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Belgíu frá árinu 2018. Þá hefur hann áður gegnt embætti þróunarsamvinnumála, aðstoðarforsætisráðherra og lífeyrismálaráðherra. Þjóðernisflokkurinn Nýja flæmska fylkingin, sem hlaut flest atkvæði í kosningunum, eða 16 prósent, á ekki aðild að nýju stjórninni. Sömu sögu er að segja um hægriöfgaflokkinn Vlaams Belang sem hlaut 12 prósent atkvæða. Það er engin nýlunda að langan tíma taki að mynda ríkisstjórn í Belgíu. Þannig tók það 541 að mynda stjórn í landinu eftir þingkosningarnar 2010. Belgía Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Samkomulag hefur náðst um myndun nýrrar sjö flokka stjórnar í Belgíu, nærri fimm hundruð dögum eða sextán mánuðum eftir að þingkosningar fóru fram í landinu. Alexander De Croo, leiðtogi Flæmska frjálslynda flokksins, verður næsti forsætisráðherra landsins. Samstarfið hefur verið kallað Vivaldi-bandalagið og samanstendur af flokkum frjálslyndra, sósíalista og græningja úr frönskumælandi hluta landsins annars vegar og flæmskumælandi hlutanum hins vegar, auk hinna flæmskumælandi Kristilegra demókrata. De Croo mun taka við embætti á morgun. Starfsstjórn hefur stýrt landinu frá kosningum í maí 2019 og hefur hin frönskumælandi Sophie Wilmes gegnt embætti forsætisráðherra síðustu mánuði. Tilkynnt var um myndun nýrrar stjórnar í morgun eftir maraþonviðræður leiðtoga flokkanna um samsetningu fjárlaga. Hinn 44 ára De Croo hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Belgíu frá árinu 2018. Þá hefur hann áður gegnt embætti þróunarsamvinnumála, aðstoðarforsætisráðherra og lífeyrismálaráðherra. Þjóðernisflokkurinn Nýja flæmska fylkingin, sem hlaut flest atkvæði í kosningunum, eða 16 prósent, á ekki aðild að nýju stjórninni. Sömu sögu er að segja um hægriöfgaflokkinn Vlaams Belang sem hlaut 12 prósent atkvæða. Það er engin nýlunda að langan tíma taki að mynda ríkisstjórn í Belgíu. Þannig tók það 541 að mynda stjórn í landinu eftir þingkosningarnar 2010.
Belgía Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira