Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2020 07:30 Frá kappræðunum í nótt. AP/Olivier Douliery Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. Þar deildu þeir um efnahag Bandaríkjanna, heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, hæstarétt Bandaríkjanna og deilur og átök í Bandaríkjunum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta voru fyrstu kappræðurnar af þremur. Þeim var stýrt af Chris Wallace, frá Fox News. Frá fyrstu mínútu einkenndust kappræðurnar af óreiðu, framígripum og deilum. Trump greip ítrekað fram í fyrir Biden og Wallace og móðgaði Biden sömuleiðis ítrekað og varpaði fram fjölmörgum ósannindum. Wallace bað Trump einu sinni um að hætta að grípa fram í fyrir þeim. „Hann líka,“ sagði hinn 74 ára gamli forseti Bandaríkjanna. Wallace benti Trump þá á að hann hefði gripið mun meira fram í en Biden. Þegar verið var að ræða hæstarétt Bandaríkjanna, tiltölulega snemma í kappræðunum, sagði Biden mótframbjóðanda sínum að þegja. Þá var Trump að grípa fram í fyrir Biden. Báðir menn töluðu ófallega um hvor annan. Biden kallaði Trump meðal annars rasista og versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr gáfum Biden og gagnrýndi fjölskyldumeðlimi hans. Biden staðhæfði að ef Trump yrði endurkjörinn yrðu Bandaríkin „aumari, veikari, fátækari, sundraðri og ofbeldisfyllri“. Trump staðhæfði að ef Biden yrði kjörinn forseti myndu Bandaríkin ganga í gegnum stærstu kreppu sem þjóðin hefði upplifað. Fordæmdi ekki þjóðernissinna Þegar Trump var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa, gerði hann það ekki. Umræðan snerist sérstaklega um hóp sem kallast Proud Boys, sem er hópur sem hefur verið skilgreindur sem haturssamtök og hópur hvítara þjóðernissinna. Þess í stað sagði forsetinn: „Haldið ykkur til hlés og bíðið. Ég skal samt segja ykkur það, ég segi ykkur það, einhver þarf að gera eitthvað varðandi Antifa og vinstrið því þetta er ekki hægri vandamál.“ Hann sagði allt ofbeldi sem hafi átt sér stað í Bandaríkjunum í sumar hafa komið frá vinstri sinnuðum hópum. Sem er fjarri sannleikanum. Í kjölfar kappræðnanna sagði ráðgjafi Trump að hann hafi „augljóslega“ viljað að þeir hætti að fremja ofbeldi. Meðlimir Proud Boys hafa þó þegar lýst yfir fögnuði vegna ummæla forsetans. Í umfjöllun New York Times segir að í skilaboðum á milli meðlima hafi þeir lýst ummælunum sem sögulegum og talaði um að nýliðum hafi þegar fjölgað. Trump gagnrýndi Biden fyrir meintan stuðning hans við and-fasistahreyfinguna Antifa. Biden sagði Antifa vera hugmynd en ekki samtök. AP fréttaveitan vísar til ummæla Christopher Wray, yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna, frá því í síðustu viku, þegar hann fór svipuðum orðum um Antifa. Wray sagði einnig að hvítum þjóðernissinnum og öðrum hægri sinnuðum hópum sem vinni gegn yfirvöldum væri um að kenna fyrir flestar mannskæðar árásir öfgahópa í Bandaríkjunum. Á einum tímapunkti, þegar verið var að tala um það að ríkisstjórn Turmp hefði bundið enda á samskiptaþjálfun varðandi kynþætti meðal alríkisstarfsmanna, kallaði Biden Trump rasista. Hann sakaði forsetann um að dreifa hatri og ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá samantektir Politico og Washington Post yfir deilurnar sem einkenndu kappræðurnar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. Þar deildu þeir um efnahag Bandaríkjanna, heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, hæstarétt Bandaríkjanna og deilur og átök í Bandaríkjunum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta voru fyrstu kappræðurnar af þremur. Þeim var stýrt af Chris Wallace, frá Fox News. Frá fyrstu mínútu einkenndust kappræðurnar af óreiðu, framígripum og deilum. Trump greip ítrekað fram í fyrir Biden og Wallace og móðgaði Biden sömuleiðis ítrekað og varpaði fram fjölmörgum ósannindum. Wallace bað Trump einu sinni um að hætta að grípa fram í fyrir þeim. „Hann líka,“ sagði hinn 74 ára gamli forseti Bandaríkjanna. Wallace benti Trump þá á að hann hefði gripið mun meira fram í en Biden. Þegar verið var að ræða hæstarétt Bandaríkjanna, tiltölulega snemma í kappræðunum, sagði Biden mótframbjóðanda sínum að þegja. Þá var Trump að grípa fram í fyrir Biden. Báðir menn töluðu ófallega um hvor annan. Biden kallaði Trump meðal annars rasista og versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Trump gerði lítið úr gáfum Biden og gagnrýndi fjölskyldumeðlimi hans. Biden staðhæfði að ef Trump yrði endurkjörinn yrðu Bandaríkin „aumari, veikari, fátækari, sundraðri og ofbeldisfyllri“. Trump staðhæfði að ef Biden yrði kjörinn forseti myndu Bandaríkin ganga í gegnum stærstu kreppu sem þjóðin hefði upplifað. Fordæmdi ekki þjóðernissinna Þegar Trump var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa, gerði hann það ekki. Umræðan snerist sérstaklega um hóp sem kallast Proud Boys, sem er hópur sem hefur verið skilgreindur sem haturssamtök og hópur hvítara þjóðernissinna. Þess í stað sagði forsetinn: „Haldið ykkur til hlés og bíðið. Ég skal samt segja ykkur það, ég segi ykkur það, einhver þarf að gera eitthvað varðandi Antifa og vinstrið því þetta er ekki hægri vandamál.“ Hann sagði allt ofbeldi sem hafi átt sér stað í Bandaríkjunum í sumar hafa komið frá vinstri sinnuðum hópum. Sem er fjarri sannleikanum. Í kjölfar kappræðnanna sagði ráðgjafi Trump að hann hafi „augljóslega“ viljað að þeir hætti að fremja ofbeldi. Meðlimir Proud Boys hafa þó þegar lýst yfir fögnuði vegna ummæla forsetans. Í umfjöllun New York Times segir að í skilaboðum á milli meðlima hafi þeir lýst ummælunum sem sögulegum og talaði um að nýliðum hafi þegar fjölgað. Trump gagnrýndi Biden fyrir meintan stuðning hans við and-fasistahreyfinguna Antifa. Biden sagði Antifa vera hugmynd en ekki samtök. AP fréttaveitan vísar til ummæla Christopher Wray, yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna, frá því í síðustu viku, þegar hann fór svipuðum orðum um Antifa. Wray sagði einnig að hvítum þjóðernissinnum og öðrum hægri sinnuðum hópum sem vinni gegn yfirvöldum væri um að kenna fyrir flestar mannskæðar árásir öfgahópa í Bandaríkjunum. Á einum tímapunkti, þegar verið var að tala um það að ríkisstjórn Turmp hefði bundið enda á samskiptaþjálfun varðandi kynþætti meðal alríkisstarfsmanna, kallaði Biden Trump rasista. Hann sakaði forsetann um að dreifa hatri og ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum. Hér að neðan má sjá samantektir Politico og Washington Post yfir deilurnar sem einkenndu kappræðurnar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 29. september 2020 23:31
Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01