Sigraðist á krabbameini og þremur krossbandaslitum: „Alltaf ofboðslega gaman að koma til baka“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2020 16:55 Mist Edvardsdóttir hefur sigrast á miklu mótlæti. vísir/einar árnason Mist Edvardsdóttir skoraði fernu, þar af þrjú skallamörk, þegar Valur vann stórsigur á Fylki, 0-7, í Pepsi Max-deild kvenna á laugardaginn. Mist hefur gengið í gegnum ýmislegt á undanförnum árum en auk þess að fá krabbamein sleit hún krossband í hné í þrígang. „Þetta hefur verið rússíbanareið, ég held það sé óhætt að segja það. Svona verkefni eru kannski erfiðust fyrir hausinn en það er alltaf ofboðslega gaman að koma til baka,“ sagði Mist í samtali við Guðjón Guðmundsson á Hlíðarenda. Ekki syrgja það sem ekki varð „Það er alveg líkamlega erfitt að koma sér til baka eftir svona meiðsli en aðalverkefnið er hausinn og að sætta sig við að fjögur til fimm ár sem hefðu átt að vera manns bestu hafi farið í krossbönd og krabbamein. Verkefnið er kannski bara það að hætta að syrgja það sem ekki varð og njóta þess sem er og geta spilað fótbolta.“ Mist segist hafa óttast um fótboltaferilinn og meiðslin myndu binda endi á hann. „Það hvarflaði alveg að mér að þetta væri búið. Ég ætla ekki að segja einhverjar hetjusögur að það hafi aldrei komið upp í hausinn. En sú hugsun að ég myndi taka þá ákvörðun kom aldrei. Maður óttaðist alveg að maður kæmist ekki aftur af stað en ég var aldrei á þeim buxunum að ákveða sjálf að hætta,“ sagði Mist. Erfitt að koma sér á lappir aftur Hún greindist með eitlakrabbamein 2014, þegar hún var aðeins 23 ára. „Það var mikið áfall og það var akkúrat á þeim tíma sem mér fannst ég vera að fá alvöru tækifæri með A-landsliðinu. Höggið að detta út úr fótboltanum þá var mikið. En svo ætlar maður að koma sér aftur af stað og gerði það. Að slíta alltaf í kjölfarið, erfiðasta er kannski að fá þessi endurteknu högg og koma sér á lappir aftur,“ sagði Mist sem hefur leikið þrettán A-landsleiki. Þetta er úrslitaleikur Mist og stöllur hennar í Val mæta Breiðabliki í stórleik á laugardaginn þar sem það ræðst væntanlega hvort liðið verður Íslandsmeistari. „Ég er drulluspennt fyrir þessu. Við höfum beðið eftir þessu í allt sumar. Leikmenn beggja liða eru eflaust búnir að segja sömu klisjuna í allt sumar, að þeir horfi bara á næsta leik og þetta sé ekki úrslitaleikur. En núna eru bæði lið búin að koma sér í þá stöðu að þetta er úrslitaleikur og þetta er næsti leikur. Ég held að það sé þvílíkur spenningur í öllum,“ sagði Mist. Veit ekki hvort ég myndi velja mig í liðið En býst hún við að fá tækifæri í leiknum stóra á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Í fyllstu hreinskilni veit ég ekki hvort ég myndi velja mig í liðið sjálf. Eina sem ég geri kröfu á er að Eiður [Benedikt Eiríksson] og Pétur [Pétursson, þjálfarar Vals] velji liðið samkvæmt sinni sannfæringu og það lið sem þeir halda að sé best til þess fallið að vinna á laugardaginn. Ef ég fæ einhverjar mínútur verður það bara gaman,“ svaraði Mist. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Viðtal við Mist Pepsi Max-deild kvenna Valur Sportpakkinn Tengdar fréttir Eiður Benedikt: Við stóðum okkur loksins vel eftir landsleikjahlé Valur sýndi mikla yfirburði á Wurth vellinum á móti Fylki í dag. Valur komst yfir snemma leiks og þá héldu þeim engin bönd og endaði leikurinn með 7-0 sigri Vals. 26. september 2020 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 0-7 | Létt yfir Valskonum í Lautinni Valur lék sér að Fylkiskonum í Árbænum í kvöld og vann 0-7 sigur. 26. september 2020 19:28 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
Mist Edvardsdóttir skoraði fernu, þar af þrjú skallamörk, þegar Valur vann stórsigur á Fylki, 0-7, í Pepsi Max-deild kvenna á laugardaginn. Mist hefur gengið í gegnum ýmislegt á undanförnum árum en auk þess að fá krabbamein sleit hún krossband í hné í þrígang. „Þetta hefur verið rússíbanareið, ég held það sé óhætt að segja það. Svona verkefni eru kannski erfiðust fyrir hausinn en það er alltaf ofboðslega gaman að koma til baka,“ sagði Mist í samtali við Guðjón Guðmundsson á Hlíðarenda. Ekki syrgja það sem ekki varð „Það er alveg líkamlega erfitt að koma sér til baka eftir svona meiðsli en aðalverkefnið er hausinn og að sætta sig við að fjögur til fimm ár sem hefðu átt að vera manns bestu hafi farið í krossbönd og krabbamein. Verkefnið er kannski bara það að hætta að syrgja það sem ekki varð og njóta þess sem er og geta spilað fótbolta.“ Mist segist hafa óttast um fótboltaferilinn og meiðslin myndu binda endi á hann. „Það hvarflaði alveg að mér að þetta væri búið. Ég ætla ekki að segja einhverjar hetjusögur að það hafi aldrei komið upp í hausinn. En sú hugsun að ég myndi taka þá ákvörðun kom aldrei. Maður óttaðist alveg að maður kæmist ekki aftur af stað en ég var aldrei á þeim buxunum að ákveða sjálf að hætta,“ sagði Mist. Erfitt að koma sér á lappir aftur Hún greindist með eitlakrabbamein 2014, þegar hún var aðeins 23 ára. „Það var mikið áfall og það var akkúrat á þeim tíma sem mér fannst ég vera að fá alvöru tækifæri með A-landsliðinu. Höggið að detta út úr fótboltanum þá var mikið. En svo ætlar maður að koma sér aftur af stað og gerði það. Að slíta alltaf í kjölfarið, erfiðasta er kannski að fá þessi endurteknu högg og koma sér á lappir aftur,“ sagði Mist sem hefur leikið þrettán A-landsleiki. Þetta er úrslitaleikur Mist og stöllur hennar í Val mæta Breiðabliki í stórleik á laugardaginn þar sem það ræðst væntanlega hvort liðið verður Íslandsmeistari. „Ég er drulluspennt fyrir þessu. Við höfum beðið eftir þessu í allt sumar. Leikmenn beggja liða eru eflaust búnir að segja sömu klisjuna í allt sumar, að þeir horfi bara á næsta leik og þetta sé ekki úrslitaleikur. En núna eru bæði lið búin að koma sér í þá stöðu að þetta er úrslitaleikur og þetta er næsti leikur. Ég held að það sé þvílíkur spenningur í öllum,“ sagði Mist. Veit ekki hvort ég myndi velja mig í liðið En býst hún við að fá tækifæri í leiknum stóra á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Í fyllstu hreinskilni veit ég ekki hvort ég myndi velja mig í liðið sjálf. Eina sem ég geri kröfu á er að Eiður [Benedikt Eiríksson] og Pétur [Pétursson, þjálfarar Vals] velji liðið samkvæmt sinni sannfæringu og það lið sem þeir halda að sé best til þess fallið að vinna á laugardaginn. Ef ég fæ einhverjar mínútur verður það bara gaman,“ svaraði Mist. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Viðtal við Mist
Pepsi Max-deild kvenna Valur Sportpakkinn Tengdar fréttir Eiður Benedikt: Við stóðum okkur loksins vel eftir landsleikjahlé Valur sýndi mikla yfirburði á Wurth vellinum á móti Fylki í dag. Valur komst yfir snemma leiks og þá héldu þeim engin bönd og endaði leikurinn með 7-0 sigri Vals. 26. september 2020 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 0-7 | Létt yfir Valskonum í Lautinni Valur lék sér að Fylkiskonum í Árbænum í kvöld og vann 0-7 sigur. 26. september 2020 19:28 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
Eiður Benedikt: Við stóðum okkur loksins vel eftir landsleikjahlé Valur sýndi mikla yfirburði á Wurth vellinum á móti Fylki í dag. Valur komst yfir snemma leiks og þá héldu þeim engin bönd og endaði leikurinn með 7-0 sigri Vals. 26. september 2020 19:36
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 0-7 | Létt yfir Valskonum í Lautinni Valur lék sér að Fylkiskonum í Árbænum í kvöld og vann 0-7 sigur. 26. september 2020 19:28
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti