Sigraðist á krabbameini og þremur krossbandaslitum: „Alltaf ofboðslega gaman að koma til baka“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2020 16:55 Mist Edvardsdóttir hefur sigrast á miklu mótlæti. vísir/einar árnason Mist Edvardsdóttir skoraði fernu, þar af þrjú skallamörk, þegar Valur vann stórsigur á Fylki, 0-7, í Pepsi Max-deild kvenna á laugardaginn. Mist hefur gengið í gegnum ýmislegt á undanförnum árum en auk þess að fá krabbamein sleit hún krossband í hné í þrígang. „Þetta hefur verið rússíbanareið, ég held það sé óhætt að segja það. Svona verkefni eru kannski erfiðust fyrir hausinn en það er alltaf ofboðslega gaman að koma til baka,“ sagði Mist í samtali við Guðjón Guðmundsson á Hlíðarenda. Ekki syrgja það sem ekki varð „Það er alveg líkamlega erfitt að koma sér til baka eftir svona meiðsli en aðalverkefnið er hausinn og að sætta sig við að fjögur til fimm ár sem hefðu átt að vera manns bestu hafi farið í krossbönd og krabbamein. Verkefnið er kannski bara það að hætta að syrgja það sem ekki varð og njóta þess sem er og geta spilað fótbolta.“ Mist segist hafa óttast um fótboltaferilinn og meiðslin myndu binda endi á hann. „Það hvarflaði alveg að mér að þetta væri búið. Ég ætla ekki að segja einhverjar hetjusögur að það hafi aldrei komið upp í hausinn. En sú hugsun að ég myndi taka þá ákvörðun kom aldrei. Maður óttaðist alveg að maður kæmist ekki aftur af stað en ég var aldrei á þeim buxunum að ákveða sjálf að hætta,“ sagði Mist. Erfitt að koma sér á lappir aftur Hún greindist með eitlakrabbamein 2014, þegar hún var aðeins 23 ára. „Það var mikið áfall og það var akkúrat á þeim tíma sem mér fannst ég vera að fá alvöru tækifæri með A-landsliðinu. Höggið að detta út úr fótboltanum þá var mikið. En svo ætlar maður að koma sér aftur af stað og gerði það. Að slíta alltaf í kjölfarið, erfiðasta er kannski að fá þessi endurteknu högg og koma sér á lappir aftur,“ sagði Mist sem hefur leikið þrettán A-landsleiki. Þetta er úrslitaleikur Mist og stöllur hennar í Val mæta Breiðabliki í stórleik á laugardaginn þar sem það ræðst væntanlega hvort liðið verður Íslandsmeistari. „Ég er drulluspennt fyrir þessu. Við höfum beðið eftir þessu í allt sumar. Leikmenn beggja liða eru eflaust búnir að segja sömu klisjuna í allt sumar, að þeir horfi bara á næsta leik og þetta sé ekki úrslitaleikur. En núna eru bæði lið búin að koma sér í þá stöðu að þetta er úrslitaleikur og þetta er næsti leikur. Ég held að það sé þvílíkur spenningur í öllum,“ sagði Mist. Veit ekki hvort ég myndi velja mig í liðið En býst hún við að fá tækifæri í leiknum stóra á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Í fyllstu hreinskilni veit ég ekki hvort ég myndi velja mig í liðið sjálf. Eina sem ég geri kröfu á er að Eiður [Benedikt Eiríksson] og Pétur [Pétursson, þjálfarar Vals] velji liðið samkvæmt sinni sannfæringu og það lið sem þeir halda að sé best til þess fallið að vinna á laugardaginn. Ef ég fæ einhverjar mínútur verður það bara gaman,“ svaraði Mist. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Viðtal við Mist Pepsi Max-deild kvenna Valur Sportpakkinn Tengdar fréttir Eiður Benedikt: Við stóðum okkur loksins vel eftir landsleikjahlé Valur sýndi mikla yfirburði á Wurth vellinum á móti Fylki í dag. Valur komst yfir snemma leiks og þá héldu þeim engin bönd og endaði leikurinn með 7-0 sigri Vals. 26. september 2020 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 0-7 | Létt yfir Valskonum í Lautinni Valur lék sér að Fylkiskonum í Árbænum í kvöld og vann 0-7 sigur. 26. september 2020 19:28 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Mist Edvardsdóttir skoraði fernu, þar af þrjú skallamörk, þegar Valur vann stórsigur á Fylki, 0-7, í Pepsi Max-deild kvenna á laugardaginn. Mist hefur gengið í gegnum ýmislegt á undanförnum árum en auk þess að fá krabbamein sleit hún krossband í hné í þrígang. „Þetta hefur verið rússíbanareið, ég held það sé óhætt að segja það. Svona verkefni eru kannski erfiðust fyrir hausinn en það er alltaf ofboðslega gaman að koma til baka,“ sagði Mist í samtali við Guðjón Guðmundsson á Hlíðarenda. Ekki syrgja það sem ekki varð „Það er alveg líkamlega erfitt að koma sér til baka eftir svona meiðsli en aðalverkefnið er hausinn og að sætta sig við að fjögur til fimm ár sem hefðu átt að vera manns bestu hafi farið í krossbönd og krabbamein. Verkefnið er kannski bara það að hætta að syrgja það sem ekki varð og njóta þess sem er og geta spilað fótbolta.“ Mist segist hafa óttast um fótboltaferilinn og meiðslin myndu binda endi á hann. „Það hvarflaði alveg að mér að þetta væri búið. Ég ætla ekki að segja einhverjar hetjusögur að það hafi aldrei komið upp í hausinn. En sú hugsun að ég myndi taka þá ákvörðun kom aldrei. Maður óttaðist alveg að maður kæmist ekki aftur af stað en ég var aldrei á þeim buxunum að ákveða sjálf að hætta,“ sagði Mist. Erfitt að koma sér á lappir aftur Hún greindist með eitlakrabbamein 2014, þegar hún var aðeins 23 ára. „Það var mikið áfall og það var akkúrat á þeim tíma sem mér fannst ég vera að fá alvöru tækifæri með A-landsliðinu. Höggið að detta út úr fótboltanum þá var mikið. En svo ætlar maður að koma sér aftur af stað og gerði það. Að slíta alltaf í kjölfarið, erfiðasta er kannski að fá þessi endurteknu högg og koma sér á lappir aftur,“ sagði Mist sem hefur leikið þrettán A-landsleiki. Þetta er úrslitaleikur Mist og stöllur hennar í Val mæta Breiðabliki í stórleik á laugardaginn þar sem það ræðst væntanlega hvort liðið verður Íslandsmeistari. „Ég er drulluspennt fyrir þessu. Við höfum beðið eftir þessu í allt sumar. Leikmenn beggja liða eru eflaust búnir að segja sömu klisjuna í allt sumar, að þeir horfi bara á næsta leik og þetta sé ekki úrslitaleikur. En núna eru bæði lið búin að koma sér í þá stöðu að þetta er úrslitaleikur og þetta er næsti leikur. Ég held að það sé þvílíkur spenningur í öllum,“ sagði Mist. Veit ekki hvort ég myndi velja mig í liðið En býst hún við að fá tækifæri í leiknum stóra á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Í fyllstu hreinskilni veit ég ekki hvort ég myndi velja mig í liðið sjálf. Eina sem ég geri kröfu á er að Eiður [Benedikt Eiríksson] og Pétur [Pétursson, þjálfarar Vals] velji liðið samkvæmt sinni sannfæringu og það lið sem þeir halda að sé best til þess fallið að vinna á laugardaginn. Ef ég fæ einhverjar mínútur verður það bara gaman,“ svaraði Mist. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Viðtal við Mist
Pepsi Max-deild kvenna Valur Sportpakkinn Tengdar fréttir Eiður Benedikt: Við stóðum okkur loksins vel eftir landsleikjahlé Valur sýndi mikla yfirburði á Wurth vellinum á móti Fylki í dag. Valur komst yfir snemma leiks og þá héldu þeim engin bönd og endaði leikurinn með 7-0 sigri Vals. 26. september 2020 19:36 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 0-7 | Létt yfir Valskonum í Lautinni Valur lék sér að Fylkiskonum í Árbænum í kvöld og vann 0-7 sigur. 26. september 2020 19:28 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Eiður Benedikt: Við stóðum okkur loksins vel eftir landsleikjahlé Valur sýndi mikla yfirburði á Wurth vellinum á móti Fylki í dag. Valur komst yfir snemma leiks og þá héldu þeim engin bönd og endaði leikurinn með 7-0 sigri Vals. 26. september 2020 19:36
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 0-7 | Létt yfir Valskonum í Lautinni Valur lék sér að Fylkiskonum í Árbænum í kvöld og vann 0-7 sigur. 26. september 2020 19:28
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti