Lífið

Eiríkur og Malla endurgera Volcano Man myndbandið með stæl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nákvæm eftirlíking á myndbandinu og þessi er alfarið íslensk.
Nákvæm eftirlíking á myndbandinu og þessi er alfarið íslensk.

Kærustuparið Eiríkur Hilmarsson og Marólína Fanney Friðfinnsdóttir, Malla,  gáfu sitt eigið myndband við lagið Volcano Man fyrir tveimur dögum. 

Þar endurleika þau nánast fullkomlega myndbandið sem Netflix gaf út í tengslum við Eurovision-mynd bandaríska leikarans Will Ferrell sem kom út í sumar.

Skógafoss, klettar, hafið og fegurð íslenskrar náttúru voru í aðalhlutverki í myndbandinu við lagið Volcano Man, eða Eldfjallamaðurinn, og það sama má segja við myndband parsins.

Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, og þar var Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar.

Hér að neðan má sjá bæði myndböndin til að bera þau saman.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.