Hælisleitendamál í ólestri Sigurður Þórðarson skrifar 29. september 2020 13:00 Í gær ritaði Birgir Þórarinsson athyglisverða grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á að meðan nágrannaþjóðir okkar hafa verið að undirbúa varnir við flóðbylgju hælisleitenda hefur íslenska ríkisstjórnin látið reka á reiðanum vegna doða og sundurlyndis. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hælisleitendamálin á sinni könnu um árabil. Hann sýnist skorta nauðsynlega festu og hefur ekki reynst fær um að taka á vandanum. Stjórnsýslan ræður ekki við að afgreiða umsóknir innan viðunandi frests og beinn kostnaður við framfærslu hælisleitenda eykst hratt. Á þessu ári er beinn kostnaður skattgreiðenda fjórir milljarðar og fer ört hækkandi. Þögn ríkir um óbeinan kostnað. Varla sé um góðmennsku að ræða því samkvæmt útreikningum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNRWA sé leikur einn að framfleyta 10-12 sinnum fleiri í heimalandinu en á Vesturlöndum og er þá frátalinn tröllaukinn kostnaður við hælisleitendabáknið á Íslandi. Ólíkt höfumst við að Árið 2004 tóku Norðmenn upp 48 tíma regluna, sem segir að hælisleitendur skuli ávallt hafa hlotið úrlausn sinna mála innan 48 klukkustunda, sem hefur gefist mjög vel. Enda hefur stórlega dregið úr tilhæfislausum hælisumsóknum. Ólíkt íslensku ríkisstjórninni hafi Danir og Norðmenn gripið til að girða fyrir að fólk leggi á sig hættuferð á manndrápsfleytum yfir Miðjarðarhafið. Þannig auglýsi þeir á helstu netmiðlum að ósk um betri lífskjör veiti ekki tilefni til hælisvistar og verði þeim hafnað. Íslensk stjórnvöld fara þveröfugt að. Héðan sé látið berast að tilhæfulausar umsóknir séu látnar veltast í kerfinu árum saman, þangað til þær verða á endanum samþykktar. Þegar Covið 19 ástandinu lýkur má búast við að þessi skilaboð stjórnvalda beri tilætlaðan árangur og fleiri manndrápsfleytum verði ýtt á flot við strendur Afríku. Það er ljótur leikur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Í gær ritaði Birgir Þórarinsson athyglisverða grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á að meðan nágrannaþjóðir okkar hafa verið að undirbúa varnir við flóðbylgju hælisleitenda hefur íslenska ríkisstjórnin látið reka á reiðanum vegna doða og sundurlyndis. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hælisleitendamálin á sinni könnu um árabil. Hann sýnist skorta nauðsynlega festu og hefur ekki reynst fær um að taka á vandanum. Stjórnsýslan ræður ekki við að afgreiða umsóknir innan viðunandi frests og beinn kostnaður við framfærslu hælisleitenda eykst hratt. Á þessu ári er beinn kostnaður skattgreiðenda fjórir milljarðar og fer ört hækkandi. Þögn ríkir um óbeinan kostnað. Varla sé um góðmennsku að ræða því samkvæmt útreikningum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNRWA sé leikur einn að framfleyta 10-12 sinnum fleiri í heimalandinu en á Vesturlöndum og er þá frátalinn tröllaukinn kostnaður við hælisleitendabáknið á Íslandi. Ólíkt höfumst við að Árið 2004 tóku Norðmenn upp 48 tíma regluna, sem segir að hælisleitendur skuli ávallt hafa hlotið úrlausn sinna mála innan 48 klukkustunda, sem hefur gefist mjög vel. Enda hefur stórlega dregið úr tilhæfislausum hælisumsóknum. Ólíkt íslensku ríkisstjórninni hafi Danir og Norðmenn gripið til að girða fyrir að fólk leggi á sig hættuferð á manndrápsfleytum yfir Miðjarðarhafið. Þannig auglýsi þeir á helstu netmiðlum að ósk um betri lífskjör veiti ekki tilefni til hælisvistar og verði þeim hafnað. Íslensk stjórnvöld fara þveröfugt að. Héðan sé látið berast að tilhæfulausar umsóknir séu látnar veltast í kerfinu árum saman, þangað til þær verða á endanum samþykktar. Þegar Covið 19 ástandinu lýkur má búast við að þessi skilaboð stjórnvalda beri tilætlaðan árangur og fleiri manndrápsfleytum verði ýtt á flot við strendur Afríku. Það er ljótur leikur.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar