„Held að Framarar geti sjálfum sér um kennt“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 11:28 Theodór Ingi Pálmason og Rúnar Sigtryggsson rýndu í síðustu leiki Olís-deildarinnar í Seinni bylgjunni. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Sigtryggsson segir Rógva Dal Christiansen, færeyska línumanninn í liði Fram, ekki fá ósanngjarna meðferð hjá dómurum Olís-deildarinnar í handbolta. Framarar geti sjálfum sér um kennt að ekki hafi komið meira út úr Rógva til þessa. Rógvi átti í miklum átökum við FH-inga í 28-22 tapi Framara í síðustu umferð. Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, sagði eftir jafntefli við Aftureldingu á dögunum að hann teldi Rógva ekki njóta sannmælis, hvorki hjá dómurum né öðrum. Hann minntist á meðferðina á línumanni sínum aftur eftir leikinn við FH. Rúnar sagði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport að Rógvi hefði vissulega átt að fá tvö víti í leiknum við FH, sem hann fékk ekki, en sagði Framara einfaldlega þurfa að gera betur: „Hann er ekki að fá neina sérmeðferð eða neitt. Að vísu voru tvö atvik í fyrri hálfleik þar sem hann átti klárlega að fá vítakast, og óskiljanlegt að þau hafi ekki verið dæmd. En almennt eru átökin svona á línunni. Þetta er svona hjá öllum línumönnum. Þetta er kannski meira honum sjálfum að kenna. Mér finnst hann oft ekki vita hvar hann á að standa þegar kerfin eru keyrð, eða standa vitlaust. Ég skil að menn séu svekktir yfir víti sem er ekki dæmt, en almennt þá held ég að Framarar geti sjálfum sér um kennt að hann sé ekki að nýtast. Hann er mjög mikið að hlaupa – hlaupa bara eitthvert. Og mér finnst hann ekki taka sér rétta stöðu svo að hann snýr oft baki í boltann þegar útileikmaður er með hann,“ sagði Rúnar. „Ég er viss um að þegar útilínan fer að spila betur saman þá virkar hann betur. Hann er bara nýr. En ég hef ótrúlega gaman að honum. Svona eiga línumenn að vera. Láta finna fyrir sér, og ég sá að Ágúst Birgisson hafði mjög gaman af að slást við hann,“ bætti hann við. Klippa: Seinni Bylgjan - Færeyski línumaðurinn í Fram Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Basti: Best að ég hætti að tala því það sem ég segi er rangtúlkað eða notað gegn mér Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, lét allt flakka í kvöld. 24. september 2020 21:54 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 28-22 | Öruggt hjá Fimleikafélaginu FH-ingar ætla sér að vera í toppbaráttunni í Olís-deild karla í handbolta í vetur og unnu Fram á heimavelli í kvöld. 24. september 2020 22:12 Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins. 17. september 2020 22:20 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson segir Rógva Dal Christiansen, færeyska línumanninn í liði Fram, ekki fá ósanngjarna meðferð hjá dómurum Olís-deildarinnar í handbolta. Framarar geti sjálfum sér um kennt að ekki hafi komið meira út úr Rógva til þessa. Rógvi átti í miklum átökum við FH-inga í 28-22 tapi Framara í síðustu umferð. Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, sagði eftir jafntefli við Aftureldingu á dögunum að hann teldi Rógva ekki njóta sannmælis, hvorki hjá dómurum né öðrum. Hann minntist á meðferðina á línumanni sínum aftur eftir leikinn við FH. Rúnar sagði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport að Rógvi hefði vissulega átt að fá tvö víti í leiknum við FH, sem hann fékk ekki, en sagði Framara einfaldlega þurfa að gera betur: „Hann er ekki að fá neina sérmeðferð eða neitt. Að vísu voru tvö atvik í fyrri hálfleik þar sem hann átti klárlega að fá vítakast, og óskiljanlegt að þau hafi ekki verið dæmd. En almennt eru átökin svona á línunni. Þetta er svona hjá öllum línumönnum. Þetta er kannski meira honum sjálfum að kenna. Mér finnst hann oft ekki vita hvar hann á að standa þegar kerfin eru keyrð, eða standa vitlaust. Ég skil að menn séu svekktir yfir víti sem er ekki dæmt, en almennt þá held ég að Framarar geti sjálfum sér um kennt að hann sé ekki að nýtast. Hann er mjög mikið að hlaupa – hlaupa bara eitthvert. Og mér finnst hann ekki taka sér rétta stöðu svo að hann snýr oft baki í boltann þegar útileikmaður er með hann,“ sagði Rúnar. „Ég er viss um að þegar útilínan fer að spila betur saman þá virkar hann betur. Hann er bara nýr. En ég hef ótrúlega gaman að honum. Svona eiga línumenn að vera. Láta finna fyrir sér, og ég sá að Ágúst Birgisson hafði mjög gaman af að slást við hann,“ bætti hann við. Klippa: Seinni Bylgjan - Færeyski línumaðurinn í Fram
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Tengdar fréttir Basti: Best að ég hætti að tala því það sem ég segi er rangtúlkað eða notað gegn mér Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, lét allt flakka í kvöld. 24. september 2020 21:54 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 28-22 | Öruggt hjá Fimleikafélaginu FH-ingar ætla sér að vera í toppbaráttunni í Olís-deild karla í handbolta í vetur og unnu Fram á heimavelli í kvöld. 24. september 2020 22:12 Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins. 17. september 2020 22:20 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Basti: Best að ég hætti að tala því það sem ég segi er rangtúlkað eða notað gegn mér Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, lét allt flakka í kvöld. 24. september 2020 21:54
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 28-22 | Öruggt hjá Fimleikafélaginu FH-ingar ætla sér að vera í toppbaráttunni í Olís-deild karla í handbolta í vetur og unnu Fram á heimavelli í kvöld. 24. september 2020 22:12
Basti: Leyfið manninum að spila nokkra leiki áður en þið farið að dæma hann Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var ánægður með stigið sem hans lið náði í gegn Aftureldingu í kvöld. Hann var þó ekki á allt sáttur með dómgæsluna í leik kvöldsins. 17. september 2020 22:20