Lífið

„Hún hefur ekki mikið verið að tala um þessa hluti“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Sigga Beinteins bræðir áhorfendur með einlægum flutningi sínum á laginu, Ég er eins og ég er. 
Sigga Beinteins bræðir áhorfendur með einlægum flutningi sínum á laginu, Ég er eins og ég er.  Skjáskot

Sigga Beinteins og Páll Óskar skiptust á að syngja lög hvors annars ásamt öðrum þekktum slögurum í öðrum þættinum af Í kvöld er gigg. Þátturinn var sýndur síðastliðið föstudagskvöld á Stöð 2. 

Mikil stemmning var í salnum og ein af einlægari stundum kvöldsins var óneitanlega þegar Ingó bað Siggu um syngja lagið, Ég er eins og ég er.  

„Þetta lag er eitthvað sem þið bæði ættuð að tengja sterkt við í ljósi sögunnar. Svo er líka gaman að Sigga syngi þetta lag því hún hefur ekki verið mikið að tala um þessa hluti. Hér gerir hún það í gegnum tónlistina.“ 

Hér að neðan er klippa af Siggu að syngja lagið, Ég er eins og ég er. Aðdáunin leynir sér ekki í augum Páls Óskars. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.