Eldræða Mána um Stjörnuna sem vill sjá Hilmar á kantinum: „Þvaður frá upphafi til enda“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. september 2020 12:00 Hilmar Árni í afhroðinu gegn Val á dögunum. vísir/huldamargrét Það hefur ekki gengið vel hjá Stjörnunni að undanförnu. Liðið hefur unnið tvo af síðustu tíu deildarleikjum sínum en hafa þó einungis tapað einum og það var skellurinn gegn Val í síðustu viku. Stjarnan tapaði fyrir nágrönnum sínum í Breiðabliki á fimmtudaginn. Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað með 2-1 sigri Breiðabliks þá voru yfirburðir Blikana miklir og sigurinn fyllilega verðskuldaður. Guðmundur Benediktsson, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar Björnsson fóru yfir í Pepsi Max Stúkunni á föstudagskvöldið hvað sé að hjá Stjörnunni. „Blikarnir voru margfalt betri og ég held að það hefði enginn getað kvartað yfir því að þessi leikur hafi farið 3 eða 4-1,“ sagði Þorkell Máni. „Ég næ ekki hvað Stjarnan var að brasa í þessum leik. Það er óskiljanlegt og mér fannst þeir ekki á neinum tímapunkti, fyrir utan að skora þetta mark, að þá var aldrei verið að bjóða upp á einhvern leik.“ „Maður var aldrei að hugsa: Heyrðu, Stjarnan er að fara skora. Það er eitthvað að fara gerast í Kópavoginum núna. Við erum að fara skora mark,“ sagði Þorkell Máni. Máni, sem er mikill Stjörnumaður og hefur aldrei farið leynt með það, segir að Hilmar Árni Halldórsson sem hefur verið týndur í undanförnum leikjum eigi ekki að spila inn á miðsvæðinu. „Hilmar Árni er í stöðu sem menn vilja kalla tíuna og sumir hafa verið með marga blauta drauma um að hann sé góð tía. Það er fyrir mér algjört þvaður frá upphafi til enda. Hilmar Árni er afleit tía að öllu leyti.“ „Þegar þú ert tíu þarftu að vera góðum í ákveðnum þáttum í varnarleik. Mér reiknast til að meirihlutinn sem Stjarnan hefur fengið á sig á þessari leiktíð hefur verið með Hilmar Árni inn í tíunni.“ „Það er auðveldara að loka svæðinu á kantinum og þar skapar hann mikið fleiri færi. Sú hugmynd að vera með hann inn í tíunni er mér algjörlega óskiljanleg,“ sagði Máni. Alla eldræðu Mána um Stjörnuna sem og alla umræðuna um lið Stjörnunnar má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Stjörnuna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 22:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Það hefur ekki gengið vel hjá Stjörnunni að undanförnu. Liðið hefur unnið tvo af síðustu tíu deildarleikjum sínum en hafa þó einungis tapað einum og það var skellurinn gegn Val í síðustu viku. Stjarnan tapaði fyrir nágrönnum sínum í Breiðabliki á fimmtudaginn. Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað með 2-1 sigri Breiðabliks þá voru yfirburðir Blikana miklir og sigurinn fyllilega verðskuldaður. Guðmundur Benediktsson, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar Björnsson fóru yfir í Pepsi Max Stúkunni á föstudagskvöldið hvað sé að hjá Stjörnunni. „Blikarnir voru margfalt betri og ég held að það hefði enginn getað kvartað yfir því að þessi leikur hafi farið 3 eða 4-1,“ sagði Þorkell Máni. „Ég næ ekki hvað Stjarnan var að brasa í þessum leik. Það er óskiljanlegt og mér fannst þeir ekki á neinum tímapunkti, fyrir utan að skora þetta mark, að þá var aldrei verið að bjóða upp á einhvern leik.“ „Maður var aldrei að hugsa: Heyrðu, Stjarnan er að fara skora. Það er eitthvað að fara gerast í Kópavoginum núna. Við erum að fara skora mark,“ sagði Þorkell Máni. Máni, sem er mikill Stjörnumaður og hefur aldrei farið leynt með það, segir að Hilmar Árni Halldórsson sem hefur verið týndur í undanförnum leikjum eigi ekki að spila inn á miðsvæðinu. „Hilmar Árni er í stöðu sem menn vilja kalla tíuna og sumir hafa verið með marga blauta drauma um að hann sé góð tía. Það er fyrir mér algjört þvaður frá upphafi til enda. Hilmar Árni er afleit tía að öllu leyti.“ „Þegar þú ert tíu þarftu að vera góðum í ákveðnum þáttum í varnarleik. Mér reiknast til að meirihlutinn sem Stjarnan hefur fengið á sig á þessari leiktíð hefur verið með Hilmar Árni inn í tíunni.“ „Það er auðveldara að loka svæðinu á kantinum og þar skapar hann mikið fleiri færi. Sú hugmynd að vera með hann inn í tíunni er mér algjörlega óskiljanleg,“ sagði Máni. Alla eldræðu Mána um Stjörnuna sem og alla umræðuna um lið Stjörnunnar má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Stjörnuna
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 22:00 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 22:00