Arkitekt gefur út rokkóperu með Geir Ólafs: „Algjört sýningarverk fyrir röddina hans“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2020 15:32 Geir fer á kostum í laginu og myndbandinu. „Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Arnar Kristinsson sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Tíminn sem hann segir vera rokkópera en það er sjálfur Geir Ólafsson sem flytur lagið og kemur fram í myndbandinu. „Ég er menntaður arkitekt, en langaði til að koma þessu lagi og reyndar þremur öðrum, sem eru á leiðinni frá mér áður en ég hæfi að byggja feril minn sem slíkur,“ segir Pétur sem vill bæta við að hann er laus til starfa hér á landi sem arkitekt. „Þetta lag hefur verið lengi í bígerð. Ég fékk hann Geir til að syngja inn á demó af þessu árið 2012. Hann er akkúrat með röddina í þetta. þar sem hann er jafnvígur á dægurlög og klassískan óperusöng. Það eru bara ekki allir. Og að auki spannar þetta nánast allt raddsvið tenórsins , fer alveg upp í háa C-ís og Geir á kannski eina eða tvær nótur inni ofar því. Þetta er því algjört sýningarverk fyrir röddina hans.“ Pétur Arnar byrjaði að semja lagið árið 2012. Pétur segist hafa platað Geir í fjallgöngu til að taka upp myndbandið. „Þetta er smá út fyrir þægindarammann. Ekki sést áður frá Geir. Ég held að hann sé ekki mikið fyrir að príla uppá fjöllum þó hann láti sig hafa það í þágu listarinnar. Og þetta var hetjulega gert hjá honum. Mér fannst gaman að fá hann út fyrir sitt þægindasvið, það er rokk í þessu þó lagið byrji sakleysislega og jaðrar við metal á köflum. Fannst það líka spennandi, að brjóta upp þessa hefðbundnu mynd sem mér finnst fólk gera sér af honum. Er ekki hlutlaus en ég held að þetta sé lag til þess fallið.“ Pétur segist vera með fjögur önnur lög í vinnslu. „En þetta er líklega það stærsta og hlóð svolítið utan á sig þegar kom að gerð myndbandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ vanan kvikmyndatökumann og aðra fagmenn í myndbandsgerð, en það er Friðrik Grétarsson sem filmaði þetta, Þóra Ólafsdóttir bætti nokkrum árum á Geir með snilldar förðun sem er ekki á allra færi, og Bonni ljósmyndari var innan handar á tökustað að taka myndir.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Klippa: Geir Ólafs - Tíminn Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
„Ég tel mig nú lítt þekktan sem tónlistarmann, kannski helst að nafn mitt sé á blaði fyrir lagið Aldrei segja aldrei í Söngvakeppniinni 2012,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Arnar Kristinsson sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Tíminn sem hann segir vera rokkópera en það er sjálfur Geir Ólafsson sem flytur lagið og kemur fram í myndbandinu. „Ég er menntaður arkitekt, en langaði til að koma þessu lagi og reyndar þremur öðrum, sem eru á leiðinni frá mér áður en ég hæfi að byggja feril minn sem slíkur,“ segir Pétur sem vill bæta við að hann er laus til starfa hér á landi sem arkitekt. „Þetta lag hefur verið lengi í bígerð. Ég fékk hann Geir til að syngja inn á demó af þessu árið 2012. Hann er akkúrat með röddina í þetta. þar sem hann er jafnvígur á dægurlög og klassískan óperusöng. Það eru bara ekki allir. Og að auki spannar þetta nánast allt raddsvið tenórsins , fer alveg upp í háa C-ís og Geir á kannski eina eða tvær nótur inni ofar því. Þetta er því algjört sýningarverk fyrir röddina hans.“ Pétur Arnar byrjaði að semja lagið árið 2012. Pétur segist hafa platað Geir í fjallgöngu til að taka upp myndbandið. „Þetta er smá út fyrir þægindarammann. Ekki sést áður frá Geir. Ég held að hann sé ekki mikið fyrir að príla uppá fjöllum þó hann láti sig hafa það í þágu listarinnar. Og þetta var hetjulega gert hjá honum. Mér fannst gaman að fá hann út fyrir sitt þægindasvið, það er rokk í þessu þó lagið byrji sakleysislega og jaðrar við metal á köflum. Fannst það líka spennandi, að brjóta upp þessa hefðbundnu mynd sem mér finnst fólk gera sér af honum. Er ekki hlutlaus en ég held að þetta sé lag til þess fallið.“ Pétur segist vera með fjögur önnur lög í vinnslu. „En þetta er líklega það stærsta og hlóð svolítið utan á sig þegar kom að gerð myndbandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ vanan kvikmyndatökumann og aðra fagmenn í myndbandsgerð, en það er Friðrik Grétarsson sem filmaði þetta, Þóra Ólafsdóttir bætti nokkrum árum á Geir með snilldar förðun sem er ekki á allra færi, og Bonni ljósmyndari var innan handar á tökustað að taka myndir.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Klippa: Geir Ólafs - Tíminn
Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira