Handbolti

Allir leikir íslenska handboltalandsliðsins eftir kvöldmat

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu á EM i Svíþjóð í janúar síðastliðnum.
Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu á EM i Svíþjóð í janúar síðastliðnum. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN

Leikir íslenska handboltalandsliðsins á HM í handbolta í Egyptalandi á næsta ári hafa nú fengið leikstað, dagsetningu og tímasetningu.

Íslenska landsliðið spilar alla þrjá leiki sína í riðlinum eftir kvöldmat eða klukkan 19.30 á íslenskum tíma. Leikirnir eru seint á staðartíma eða klukkan 21.30.

Ísland á því seinni leikinn öll kvöldin.

Ísland er í F riðli með Portúgal, Túnis og Alsír en riðilinn verður leikinn í The New Capital Sport Hall í útjaðri Kaíró.

Fyrsti leikurinn er við Portúgal fimmtudaginn 14. janúar en Ísland verður þá nýbúið að mæta Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM 2022.

  • Leikir Íslands eru eftirfarandi:
  • 14. jan. kl. 19.30 Portúgal – Ísland
  • 16. jan. kl. 19.30 Alsír – Ísland
  • 18. Jan. kl. 19.30 Ísland – Marokkó

Komist Ísland í milliriðil mótsins mun liðið færa sig um set og spila í 6th of October Sport Hall í milliriðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×