Það þarf ekki nema einn starfsmann til að skemma hópinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. september 2020 09:10 Samkvæmt rannsóknum er neikvæð hegðun starfsfólks meira smitandi en jákvæð. Vísir/Getty Það þarf ekki nema eitt skemmt epli til að smita út frá sér og eyðileggja þau öll. Það sama gildir um starfsmannahópa og teymi. Það þarf ekki nema einn til að skemma móralinn og liðsheildina. Þessi einstaklingur getur reyndar gert meira en að skemma móralinn því það þarf ekki nema einn starfsmann til að auka á kæruleysi, mistök eða misferli innan starfsmannahópa eða smita frá sér hegðun á vinnustaðnum sem áður var ekki þekkt. T.d. varðandi stundvísi, þátttöku á fundum, almennt viðmót við samstarfsaðila og fleira. Í umfjöllun Harvard Business Review er greint frá niðurstöðum rannsóknar sem sýna að svo smitandi getur einn neikvæður starfsmaður verið að ekki einu sinni rótgróin og heilbrigð fyrirtækjamenning nær að sporna við þessum áhrifum. Það þarf hreinlega ekki nema einn til! Þá segir að sama hvernig á málin er litið, er það alltaf dýrkeypt fyrir vinnustaði að grípa ekki í taumana. Skiptir þá engu þótt viðkomandi starfsmaður sé duglegur eða skili ýmsu góðu af sér í starfi. Fórnarkostnaðurinn sem hlýst af því hvað hann skemmir útfrá sér er alltaf meiri en ávinningurinn af starfi viðkomandi. En hvernig getur einn starfsmaður smitað svona mikið út frá sér? Samkvæmt rannsóknum er það almennt þannig að neikvæð hegðun eða viðhorf er meira smitandi á meðal starfsfólks en jákvæð. Áskorun stjórnenda felst hins vegar í því að reyna að draga úr þessum smitáhrifum þannig að neikvæð hegðun smiti sem minnst frá sér. Þar skiptir fjölbreytileiki teyma máli því eitt af því sem fram kom í umræddri rannsókn er að einsleitir hópar eru líklegri en aðrir til að taka upp sömu hegðun eða viðhorf í samanburði við hópa sem eru ólíkir innbyrðis. Rannsóknin fór þannig fram að rýnt var í breytingar á hegðun og viðhorfi starfsfólks útibúa fjármálafyrirtækja sem höfðu sameinast. Mælingar voru gerðar fyrir og eftir sameiningu. Þá var rýnt í kvartanir viðskiptavina og mistök starfsfólks. Sýndu niðurstöður meðal annars að líkurnar á að starfsfólk geri mistök aukast um 37% ef viðkomandi starfsmaður fer að vinna með vinnufélaga sem er gjarn á að vera kærulaus eða gera oft mistök. Þá var það skoðað hvort smitáhrif neikvæðrar hegðunar eins starfsmanns voru minni í samruna útibúa þar sem engin breyting var í stjórnendahópi. Svo reyndist ekki vera. Segja forsvarsmenn rannsóknarinnar því að jafnvel stálheiðarlegt fólk verði fyrir neikvæðum áhrifum á samstarfi við einstakling sem sýnir af sér neikvæða hegðun eða viðhorf og telst þá vera þetta eina skemmda epli. Stjórnun Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Ekkert grín að vera óstundvís Óstundvísi er hvimleiður vani en kannski gera margir sér ekki grein fyrir því að það getur verið mun erfiðara að venja sig af óstundvísi en virðist í fyrstu. 22. maí 2020 09:01 Þrjár leiðir til að varast vonda skapið í vinnunni Með um það bil sextíu sekúndna þjálfun á dag getum við þjálfað okkur í að forðast vont skap í vinnunni. 12. júní 2020 10:00 Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér. 9. september 2020 11:35 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Það þarf ekki nema eitt skemmt epli til að smita út frá sér og eyðileggja þau öll. Það sama gildir um starfsmannahópa og teymi. Það þarf ekki nema einn til að skemma móralinn og liðsheildina. Þessi einstaklingur getur reyndar gert meira en að skemma móralinn því það þarf ekki nema einn starfsmann til að auka á kæruleysi, mistök eða misferli innan starfsmannahópa eða smita frá sér hegðun á vinnustaðnum sem áður var ekki þekkt. T.d. varðandi stundvísi, þátttöku á fundum, almennt viðmót við samstarfsaðila og fleira. Í umfjöllun Harvard Business Review er greint frá niðurstöðum rannsóknar sem sýna að svo smitandi getur einn neikvæður starfsmaður verið að ekki einu sinni rótgróin og heilbrigð fyrirtækjamenning nær að sporna við þessum áhrifum. Það þarf hreinlega ekki nema einn til! Þá segir að sama hvernig á málin er litið, er það alltaf dýrkeypt fyrir vinnustaði að grípa ekki í taumana. Skiptir þá engu þótt viðkomandi starfsmaður sé duglegur eða skili ýmsu góðu af sér í starfi. Fórnarkostnaðurinn sem hlýst af því hvað hann skemmir útfrá sér er alltaf meiri en ávinningurinn af starfi viðkomandi. En hvernig getur einn starfsmaður smitað svona mikið út frá sér? Samkvæmt rannsóknum er það almennt þannig að neikvæð hegðun eða viðhorf er meira smitandi á meðal starfsfólks en jákvæð. Áskorun stjórnenda felst hins vegar í því að reyna að draga úr þessum smitáhrifum þannig að neikvæð hegðun smiti sem minnst frá sér. Þar skiptir fjölbreytileiki teyma máli því eitt af því sem fram kom í umræddri rannsókn er að einsleitir hópar eru líklegri en aðrir til að taka upp sömu hegðun eða viðhorf í samanburði við hópa sem eru ólíkir innbyrðis. Rannsóknin fór þannig fram að rýnt var í breytingar á hegðun og viðhorfi starfsfólks útibúa fjármálafyrirtækja sem höfðu sameinast. Mælingar voru gerðar fyrir og eftir sameiningu. Þá var rýnt í kvartanir viðskiptavina og mistök starfsfólks. Sýndu niðurstöður meðal annars að líkurnar á að starfsfólk geri mistök aukast um 37% ef viðkomandi starfsmaður fer að vinna með vinnufélaga sem er gjarn á að vera kærulaus eða gera oft mistök. Þá var það skoðað hvort smitáhrif neikvæðrar hegðunar eins starfsmanns voru minni í samruna útibúa þar sem engin breyting var í stjórnendahópi. Svo reyndist ekki vera. Segja forsvarsmenn rannsóknarinnar því að jafnvel stálheiðarlegt fólk verði fyrir neikvæðum áhrifum á samstarfi við einstakling sem sýnir af sér neikvæða hegðun eða viðhorf og telst þá vera þetta eina skemmda epli.
Stjórnun Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Ekkert grín að vera óstundvís Óstundvísi er hvimleiður vani en kannski gera margir sér ekki grein fyrir því að það getur verið mun erfiðara að venja sig af óstundvísi en virðist í fyrstu. 22. maí 2020 09:01 Þrjár leiðir til að varast vonda skapið í vinnunni Með um það bil sextíu sekúndna þjálfun á dag getum við þjálfað okkur í að forðast vont skap í vinnunni. 12. júní 2020 10:00 Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér. 9. september 2020 11:35 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04
Ekkert grín að vera óstundvís Óstundvísi er hvimleiður vani en kannski gera margir sér ekki grein fyrir því að það getur verið mun erfiðara að venja sig af óstundvísi en virðist í fyrstu. 22. maí 2020 09:01
Þrjár leiðir til að varast vonda skapið í vinnunni Með um það bil sextíu sekúndna þjálfun á dag getum við þjálfað okkur í að forðast vont skap í vinnunni. 12. júní 2020 10:00
Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér. 9. september 2020 11:35