Erlent

Rúss­neskt her­skip rakst á frysti­skip á Eyrar­sundi

Atli Ísleifsson skrifar
Eyrarsundsbrúin tengir Malmö í Svíþjóð við dönsku höfuðborgina Kaupmannahöfn.
Eyrarsundsbrúin tengir Malmö í Svíþjóð við dönsku höfuðborgina Kaupmannahöfn. Getty

Rússneskt herskip rakst í morgun á frystiskip á Eyrarsundi. Áreksturinn varð innan danskrar lögsögu, rétt sunnan Eyrarsundsbrúarinnar, þó að aðstoð frá Svíþjóð hafi einnig borist.

Ekkert liggur fyrir um hvað olli árekstrinum, en mikil þoka er á svæðinu. Frystiskipið ICe Rose er 145 metrar að lengd og siglir undir fána Marshalleyja.

Enn sem komið er hafa ekki borist fréttir um að olía leki úr skipunum eða þá að sjór flæði inn. Sömuleiðis hafa ekki borist fréttir af því að fólk í áhöfn hafi slasast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×