Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 23:30 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. TV2/Christoffer Robin Jensen Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. Mikið blóð hafi verið í íbúðinni. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem ákærður er fyrir að hafa skotið hann til bana, var ekki handtekinn fyrr en fimm og hálfum klukkutíma eftir að fyrst var tilkynnt um málið. Réttarhöld í máli Gunnars Jóhanns héldu áfram í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í morgun. Fram hefur komið að Gunnar Jóhann var reiður bróður sínum Gísla sem hafði tekið upp samband við barnsmóður Gunnars Jóhanns. Gunnar Jóhann segir skot hafa hlaupið úr haglabyssu fyrir slysni sem hafi banað Gísla. Norski staðarmiðillinn iFinnmark fylgist grannt með gangi mála í dómsal. Einar Ingilæ yfirlögregluþjónn kom fyrstur á vettvang morðsins ásamt þremur samstarfsmönnum sínum. Ingilæ lýsti því sem fyrir augu bar fyrir dómi í dag. Dyrnar að íbúð Gísla hafi verið opnar og lögreglumennirnir hafi séð móta fyrir manni, Gísla, liggjandi á ganginum inni í íbúðinni. Ingilæ lýsti því að gangurinn hafi verið útataður í blóði. Ekkert lífsmark hafi verið með manninum en sjúkraflutningamenn hafi þó reynt endurlífgun. Ingilæ sagði að eftir á að hyggja hefði hann átt að segja sjúkraflutningamönnunum að hætta. Augljóst hefði verið að Gísli væri látinn; magn blóðsins á gólfinu hefði gefið það skýrt til kynna. Lögreglumönnunum hefði jafnframt fljótt orðið ljóst að líklega væri um manndráp að ræða. Þeir hafi fljótt orðið sér úti um upplýsingar um Gunnar, sem hafði verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart bróður sínum tíu dögum fyrr. Gunnar var ekki í íbúð sinni þegar lögreglu bar þar að garði síðar. Lögregla fékk loks ábendingu um að Gunnar, ásamt íslenskum vini sínum, væri staddur í húsi í Gamvik, smábæ í grennd við Mehamn. Lögregla hafi farið að húsinu og mennirnir komið til móts við lögreglumenn án vandkvæða. „Hinn grunaði segir að honum þyki fyrir þessu og að hann hafi skotið bróður sinn. Hann segir svo að vopnið sem hann notaði hafi verið skilið eftir í íbúðinni í Mehamn,“ sagði Ingilæ fyrir dómi. Gunnar var að endingu handtekinn. Aðgerðum lögreglu lauk þannig um fimm og hálfri klukkustund eftir að fyrsta tilkynning barst. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 „Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39 Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. Mikið blóð hafi verið í íbúðinni. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem ákærður er fyrir að hafa skotið hann til bana, var ekki handtekinn fyrr en fimm og hálfum klukkutíma eftir að fyrst var tilkynnt um málið. Réttarhöld í máli Gunnars Jóhanns héldu áfram í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í morgun. Fram hefur komið að Gunnar Jóhann var reiður bróður sínum Gísla sem hafði tekið upp samband við barnsmóður Gunnars Jóhanns. Gunnar Jóhann segir skot hafa hlaupið úr haglabyssu fyrir slysni sem hafi banað Gísla. Norski staðarmiðillinn iFinnmark fylgist grannt með gangi mála í dómsal. Einar Ingilæ yfirlögregluþjónn kom fyrstur á vettvang morðsins ásamt þremur samstarfsmönnum sínum. Ingilæ lýsti því sem fyrir augu bar fyrir dómi í dag. Dyrnar að íbúð Gísla hafi verið opnar og lögreglumennirnir hafi séð móta fyrir manni, Gísla, liggjandi á ganginum inni í íbúðinni. Ingilæ lýsti því að gangurinn hafi verið útataður í blóði. Ekkert lífsmark hafi verið með manninum en sjúkraflutningamenn hafi þó reynt endurlífgun. Ingilæ sagði að eftir á að hyggja hefði hann átt að segja sjúkraflutningamönnunum að hætta. Augljóst hefði verið að Gísli væri látinn; magn blóðsins á gólfinu hefði gefið það skýrt til kynna. Lögreglumönnunum hefði jafnframt fljótt orðið ljóst að líklega væri um manndráp að ræða. Þeir hafi fljótt orðið sér úti um upplýsingar um Gunnar, sem hafði verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart bróður sínum tíu dögum fyrr. Gunnar var ekki í íbúð sinni þegar lögreglu bar þar að garði síðar. Lögregla fékk loks ábendingu um að Gunnar, ásamt íslenskum vini sínum, væri staddur í húsi í Gamvik, smábæ í grennd við Mehamn. Lögregla hafi farið að húsinu og mennirnir komið til móts við lögreglumenn án vandkvæða. „Hinn grunaði segir að honum þyki fyrir þessu og að hann hafi skotið bróður sinn. Hann segir svo að vopnið sem hann notaði hafi verið skilið eftir í íbúðinni í Mehamn,“ sagði Ingilæ fyrir dómi. Gunnar var að endingu handtekinn. Aðgerðum lögreglu lauk þannig um fimm og hálfri klukkustund eftir að fyrsta tilkynning barst.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 „Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39 Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23
„Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39
Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30