Lífið

„Ég og Sverrir smullum saman sem vinir svo það varð að verða eitthvað samstarf“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Jóhanna Guðrún og Sverrir segja skemmtilega sögu af samstarfi sínu í þættinum Í kvöld er gigg. 
Jóhanna Guðrún og Sverrir segja skemmtilega sögu af samstarfi sínu í þættinum Í kvöld er gigg.  Skjáskot

„Mér finnst mjög skemmtilegt að gera grín að þér og skjóta á þig,“ sagði Jóhanna Guðrún við Sverri Bergmann þegar þau rifjuðu upp hvernig það atvikaðist að þau byrjuðu að vinna saman. Jóhanna og Sverrir voru fyrstu gestir þáttarins Í kvöld er gigg en hann er í umsjón Ingó Veðurguðs næstu föstudagskvöld á Stöð 2.

Lagið Viðhengi hjartans í flutningi Jóhönnu og Sverris, er fyrsti dúettinn þeirra saman en lagið sömdu þeir Halldór Gunnar Fjallabróðir og Magnús Þór Sigmundsson. 

Í myndklippunni hér að neðan segja Jóhanna og Sverrir frá skemmtilegri sögu sem varð til þess að þau ákváðu að hittast og prófa að vinna saman. Afrakstur þess samstarfs varð svo lagið Viðhengi hjartans sem einnig má sjá hér að neðan.

Næsti þáttur af Í kvöld er gigg verður sýndur næsta föstudagskvöld kl. 18:55 á dagskrá Stöðvar 2. 


Tengdar fréttir

„Gigg sem ég væri til í á hverju kvöldi“

Annað kvöld fer í loftið nýr þáttur á Stöð 2 í umsjón tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð. Þátturinn ber nafnið Í kvöld er gigg, þar sem Ingó býður landsmönnum í partý með sínu uppáhalds tónlistarfólki. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.