Sex af okkar stelpum spiluðu í sigrinum á Svíum fyrir sex árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 15:29 Sara Björk Gunnarsdóttir í leik á móti Svíum í Algarvebikarnum. Getty/Vasco Celio Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Svíum á Laugardalsvellinum í kvöld í öðrum af úrslitaleikjum liðanna um sæti á EM í Englandi. Góð úrslit í kvöld gætu breytt öllu þegar kemur að því að komast á fjórða Evrópumótið í röð. Íslensku stelpurnar hafa aðeins tvisvar sinnum unnið Svía í fimmtán A-landsleikjum og aldrei í keppnisleik. Báðir sigrarnir komu í Algarve-bikarnum. Það eru hins vegar leikmenn í íslenska liðinu sem hafa upplifað það að vinna Svía í landsleik. Sex leikmenn í hópnum í dag spiluðu í síðasta sigri á Svíum fyrir rúmum sex árum síðan. Fjórar þeirra voru líka með í hinum sigrinum þremur árum fyrir. Ísland vann 2-1 sigur á Svíþjóð í síðasta landsleik þjóðanna sem fór fram í Algarve bikarnum 12. mars 2014. Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu mörkin í fyrri hálfleik en Svíar minnkuðu muninn í blálokin. Glódís Perla Viggósdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Elísa Viðarsdóttir voru allir í byrjunarliðinu í þeim leik og Rakel Hönnudóttir kom inn á sem varamaður. Sandra Sigurðardóttir og Elín Metta Jensen voru síðan báðar á bekknum í leiknum. Þær fjórar sem tóku einnig þátt í 2-1 sigri á Svíum í Algarve-bikarnum árið 2011 voru þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Rakel Hönnudóttir og Dagný Brynjarsdóttir en Dagný kom þá inn á sem varamaður. Síðasti keppnisleikur þjóðanna var í átta liða úrslitum á EM í Svíþjóð árið 2013 þar sem þær sænsku unnu sannfærandi 4-0 sigur. Besti árangur íslensku stelpnanna í keppnisleik á móti Svíum var 2-2 jafnteflisleikur út í Svíþjóð árið 2005 í undankeppni HM 2007. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu þá jafntefli með marki fimmtán mínútum fyrir leikslok en Ásthildur Helgadóttir hafði áður jafnað metin í 1-1 á 49. mínútu. EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Svíum á Laugardalsvellinum í kvöld í öðrum af úrslitaleikjum liðanna um sæti á EM í Englandi. Góð úrslit í kvöld gætu breytt öllu þegar kemur að því að komast á fjórða Evrópumótið í röð. Íslensku stelpurnar hafa aðeins tvisvar sinnum unnið Svía í fimmtán A-landsleikjum og aldrei í keppnisleik. Báðir sigrarnir komu í Algarve-bikarnum. Það eru hins vegar leikmenn í íslenska liðinu sem hafa upplifað það að vinna Svía í landsleik. Sex leikmenn í hópnum í dag spiluðu í síðasta sigri á Svíum fyrir rúmum sex árum síðan. Fjórar þeirra voru líka með í hinum sigrinum þremur árum fyrir. Ísland vann 2-1 sigur á Svíþjóð í síðasta landsleik þjóðanna sem fór fram í Algarve bikarnum 12. mars 2014. Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir skoruðu mörkin í fyrri hálfleik en Svíar minnkuðu muninn í blálokin. Glódís Perla Viggósdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Elísa Viðarsdóttir voru allir í byrjunarliðinu í þeim leik og Rakel Hönnudóttir kom inn á sem varamaður. Sandra Sigurðardóttir og Elín Metta Jensen voru síðan báðar á bekknum í leiknum. Þær fjórar sem tóku einnig þátt í 2-1 sigri á Svíum í Algarve-bikarnum árið 2011 voru þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Rakel Hönnudóttir og Dagný Brynjarsdóttir en Dagný kom þá inn á sem varamaður. Síðasti keppnisleikur þjóðanna var í átta liða úrslitum á EM í Svíþjóð árið 2013 þar sem þær sænsku unnu sannfærandi 4-0 sigur. Besti árangur íslensku stelpnanna í keppnisleik á móti Svíum var 2-2 jafnteflisleikur út í Svíþjóð árið 2005 í undankeppni HM 2007. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði íslenska liðinu þá jafntefli með marki fimmtán mínútum fyrir leikslok en Ásthildur Helgadóttir hafði áður jafnað metin í 1-1 á 49. mínútu.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira