Fær mikið lof fyrir að stoppa fyrir framan marklínuna og fórna verðlaunasæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2020 15:01 Diego Méntrida er öflugur þríþrautarmaður og hann sýndi mikinn þroska þrátt fyrir ungan aldur. Mynd/Instagram Spænski þríþrautarkappinn Diego Méntrida hefur fengið mikið hrós fyrir það sem hann gerði í Santander þríþrautarkeppninni á dögunum. Honum þótti það sjálfsagt en það er langt frá því að allir aðrir myndu gera slíkt hið sama. Diego Méntrida sýndi mikinn íþróttaanda eftir kollegi hann hafði gert klaufaleg en jafnframt mjög afdrifarík mistök á endasprettinum. Í síðustu beygjunni og aðeins nokkrum metrum frá marklínunni þá ruglaðist Bretinn James Teagle eitthvað í ríminu. Teagle tók vitlausa beygju og fyrir vikið þá komst umræddur Diego Méntrida fram úr honum. True sportsmanship Diego Mentrida sacrificed a top tier win in the 2020 Santander Triathlon to give it to British athlete James Teagle, who'd taken a wrong turn.Read more: https://t.co/AX0tcPgPSY pic.twitter.com/edNaB3EItu— BBC Sport (@BBCSport) September 21, 2020 Í stað þess að hlaupa í markið og tryggja sér þriðja sætið þá stoppaði Diego Méntrida og leyfði James Teagle að ná sér og þar með að ná bronsinu. James Teagle var að sjálfsögðu mjög þakklátur og hefur síðan vakið athygli á íþróttaanda Spánverjans á samfélagsmiðlum. Diego Méntrida er bara 21 árs gamall og var síðan að sýna mikinn þroska þrátt fyrir ungan aldur. James Teagle var ekki sá eini sem tók eftir því sem Diego Méntrida gerði. Hann fékk mikið lof í spænskum fjölmiðlum. Diego Méntrida hefur seinna sagt frá sinni hlið og hann vildi ekki gera of mikið úr þessu. „Hann átti þetta skilið,“ sagði Diego Méntrida um atvikið. „Þetta er eitthvað sem foreldrarnir mínir og félagið mitt kenndu mér þegar ég var barn. Frá mínum bæjardyrum er þetta bara það eðlilegasta að gera í stöðunni. Þegar ég sá að hann hafði misst af beygjunni þá stoppaði ég bara. James átti skilið að fá þennan verðlaunapening,“ sagði Méntrida. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. El triatleta madrileño Diego Méntrida dejó pasar a su rival cuando éste se equivocó de camino antes de la meta. Peleaban por el tercer puesto en el Triatlón de Santander, que ganó Gómez Noya https://t.co/ZCgxlZQIeL pic.twitter.com/b83zwDTAVX— EL MUNDO Deportes (@ElMundoDeportes) September 17, 2020 Þríþraut Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Spænski þríþrautarkappinn Diego Méntrida hefur fengið mikið hrós fyrir það sem hann gerði í Santander þríþrautarkeppninni á dögunum. Honum þótti það sjálfsagt en það er langt frá því að allir aðrir myndu gera slíkt hið sama. Diego Méntrida sýndi mikinn íþróttaanda eftir kollegi hann hafði gert klaufaleg en jafnframt mjög afdrifarík mistök á endasprettinum. Í síðustu beygjunni og aðeins nokkrum metrum frá marklínunni þá ruglaðist Bretinn James Teagle eitthvað í ríminu. Teagle tók vitlausa beygju og fyrir vikið þá komst umræddur Diego Méntrida fram úr honum. True sportsmanship Diego Mentrida sacrificed a top tier win in the 2020 Santander Triathlon to give it to British athlete James Teagle, who'd taken a wrong turn.Read more: https://t.co/AX0tcPgPSY pic.twitter.com/edNaB3EItu— BBC Sport (@BBCSport) September 21, 2020 Í stað þess að hlaupa í markið og tryggja sér þriðja sætið þá stoppaði Diego Méntrida og leyfði James Teagle að ná sér og þar með að ná bronsinu. James Teagle var að sjálfsögðu mjög þakklátur og hefur síðan vakið athygli á íþróttaanda Spánverjans á samfélagsmiðlum. Diego Méntrida er bara 21 árs gamall og var síðan að sýna mikinn þroska þrátt fyrir ungan aldur. James Teagle var ekki sá eini sem tók eftir því sem Diego Méntrida gerði. Hann fékk mikið lof í spænskum fjölmiðlum. Diego Méntrida hefur seinna sagt frá sinni hlið og hann vildi ekki gera of mikið úr þessu. „Hann átti þetta skilið,“ sagði Diego Méntrida um atvikið. „Þetta er eitthvað sem foreldrarnir mínir og félagið mitt kenndu mér þegar ég var barn. Frá mínum bæjardyrum er þetta bara það eðlilegasta að gera í stöðunni. Þegar ég sá að hann hafði misst af beygjunni þá stoppaði ég bara. James átti skilið að fá þennan verðlaunapening,“ sagði Méntrida. Það má sjá atvikið hér fyrir neðan. El triatleta madrileño Diego Méntrida dejó pasar a su rival cuando éste se equivocó de camino antes de la meta. Peleaban por el tercer puesto en el Triatlón de Santander, que ganó Gómez Noya https://t.co/ZCgxlZQIeL pic.twitter.com/b83zwDTAVX— EL MUNDO Deportes (@ElMundoDeportes) September 17, 2020
Þríþraut Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira