Innlent

Ráð­herra stað­festi til­lögur sótt­varna­læknis um á­fram­haldandi lokun skemmti­staða

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir enn sem komið er ekki þörf á hertari aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir enn sem komið er ekki þörf á hertari aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er og hefur hún þannig staðfest tillögur Þórólfs Guðna­son­ar sótt­varna­lækn­is athugasemdalaust.

Tillögurnar fela það í sér að lokuna skemmtistaða og kráa á höfuðborgarsvæðinu er framlengd til 27. september hefur verið ákveðið að fram­lengja lok­un skemmti­staða og kráa á höfuðborg­ar­svæðinu til 27. sept­em­ber eða fram yfir næstu helgi.

Á ríkisstjórnarfundi á morgun, þriðjudag, mun ráðherra leggja fram minnisblað sitt til upplýsingar fyrir ríkisstjórnina en þetta kemur fram í viðtali við Svandísi í Morgunblaðinu í dag.

Hún seg­ist ekki telja þörf á harðari aðgerðum sem stend­ur vegna þess hve mark­visst smitrakn­ingu og sótt­kví er beitt, sem rímar við rök Þórólfs frá upplýsingafundi í gær.

Heilbrigðisráðherra brýnir þó fyrir fólki að beita ein­stak­lings­bundnu sótt­vörn­um, þvo hend­ur og spritta, gæta að fjar­lægð. Þá skuli þeir sem það geta vinna í fjarvinnu auk þess sem best sé að draga úr manna­mót­um.

Alls greindust 38 manns með kórónuveiruna innanlands í fyrradag en á föstudag greindust 75. Var það mesti fjöldi sem greinst hefur með veiruna frá því um mánaðamótin mars/apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×