Erlent

Aldrei fleiri greinst með veiruna í Dan­mörku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Danir mótmæla aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins.
Danir mótmæla aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. EPA-EFE/NILS MEILVANG

589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. Samkvæmt frétt Politiken má rekja fjölda greindra smita meðal annars til þess að skimanir hafa verið meiri undanfarið en í vor.

Fjórir voru lagðir inn á sjúkrahús síðasta sólarhringinn og liggja nú 62 á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Fjórir þeirra eru á gjörgæslu og er einn í öndunarvél.

Síðastliðinn sólarhring voru 26.423 skimaðir fyrir veirunni og voru í heildina 54.371 sýni tekin. Með síðari tölunni eru teknar seinni skimanir en í þeirri fyrri þeir sem mættu í fyrstu skimun.

Fjöldi smita hækkaði um 135 milli sólarhringa en í gær var met einnig slegið yfir mestan fjölda smita.

Í Danmörku hafa í heildina 2,1 milljónir verið skimaðar og 21.847 greinst með veiruna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×