Syngur um hve lífið er dýrmætt eftir að læknir kom auga á váboða í golfi Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2020 09:00 Herbert Guðmundsson, söngvari, hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir Lífið. Herbert Guðmundsson gaf nýverið út lagið Lífið sem hefur fengið talsverða spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins. Hebbi, eins og hann er jafnan kallaður, var heldur betur minntur á hve dýrmætt lífið er á dögunum þegar hjartalæknir var með honum í golfi í sumar og tók eftir að því að ekki var allt með felldu. Hebbi hafði fundið fyrir seiðingi í brjóstkassanum. Hann taldi þetta vera merki um stífleika og hafði reynt að teygja það úr sér. Hann harkaði verkinn af sér og hélt áfram sínu daglega lífi. Þegar hann var staddur í golfi á Urriðavelli Golfklúbbsins Odds hitti hann fyrir hjartalækninn Ásgeir Jónsson, sem einnig er kylfingur. Hebbi lýsir verknum fyrir Ásgeiri sem svarar um hæl að honum lítist ekki á blikunum og boðar Hebba í skoðun. Í ljós kom að Hebbi var með þrengingu í einni af kransaæðunum sem var lagfært með hjartaþræðingu. „Ég er eins og nýsleginn túskildingurinn í dag,“ segir söngvarinn í samtali við Vísi. „Hefði ég ekki hitt Ásgeir lækni í golfi þá hefði þetta mögulega farið mun verr. Ég er honum alveg ótrúlega þakklátur,“ bætir Hebbi við. Hann hefur skemmt Íslendingum til fjölda ára og slær hvergi slöku við. Í dag má heyra hann syngja um hversu verðmætt lífið er í nýjasta lagi sínu. Lagið vann hann með syni sínum Svani en textinn er eftir Friðrik Sturluson sem margir kannast við úr hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns. Sonur hans Svanur leikur á hljómborð í laginu. Vignir Snær leikur og gítar og stjórnar upptökum, Róbert Þórhallsson sér um bassaleikinn, Magnús Magnússon slær taktinn á trommur, Kristinn Svavarsson blæs í saxafón og Pétur Örn Guðmundsson syngur bakraddir. Lagið má heyra hér fyrir neðan: Heilsa Tónlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Herbert Guðmundsson gaf nýverið út lagið Lífið sem hefur fengið talsverða spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins. Hebbi, eins og hann er jafnan kallaður, var heldur betur minntur á hve dýrmætt lífið er á dögunum þegar hjartalæknir var með honum í golfi í sumar og tók eftir að því að ekki var allt með felldu. Hebbi hafði fundið fyrir seiðingi í brjóstkassanum. Hann taldi þetta vera merki um stífleika og hafði reynt að teygja það úr sér. Hann harkaði verkinn af sér og hélt áfram sínu daglega lífi. Þegar hann var staddur í golfi á Urriðavelli Golfklúbbsins Odds hitti hann fyrir hjartalækninn Ásgeir Jónsson, sem einnig er kylfingur. Hebbi lýsir verknum fyrir Ásgeiri sem svarar um hæl að honum lítist ekki á blikunum og boðar Hebba í skoðun. Í ljós kom að Hebbi var með þrengingu í einni af kransaæðunum sem var lagfært með hjartaþræðingu. „Ég er eins og nýsleginn túskildingurinn í dag,“ segir söngvarinn í samtali við Vísi. „Hefði ég ekki hitt Ásgeir lækni í golfi þá hefði þetta mögulega farið mun verr. Ég er honum alveg ótrúlega þakklátur,“ bætir Hebbi við. Hann hefur skemmt Íslendingum til fjölda ára og slær hvergi slöku við. Í dag má heyra hann syngja um hversu verðmætt lífið er í nýjasta lagi sínu. Lagið vann hann með syni sínum Svani en textinn er eftir Friðrik Sturluson sem margir kannast við úr hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns. Sonur hans Svanur leikur á hljómborð í laginu. Vignir Snær leikur og gítar og stjórnar upptökum, Róbert Þórhallsson sér um bassaleikinn, Magnús Magnússon slær taktinn á trommur, Kristinn Svavarsson blæs í saxafón og Pétur Örn Guðmundsson syngur bakraddir. Lagið má heyra hér fyrir neðan:
Heilsa Tónlist Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira