Smit greindist í Listaháskólanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 17:56 Að öllu óbreyttu opnar LHÍ aftur á mánudag. Vísir/Vilhelm Kórónuveirusmit er komið upp í einu sóttvarnahólfa Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. Tilkynningin birtist á vef skólans. Neyðaráætlun háskólans hefur verið virkjuð og smitrakningateymi Almannavarna hefur gripið til viðeigandi ráðstafana. Í tilkynningu kemur fram að búið sé að hafa samband við alla sem málið varðar. Viðkomandi einstaklingar séu komnir í sóttkví og hafi fengið fyrirmæli um sóttvarnir og önnur öryggisatriði er varði heilsu þeirra. „Af þessu tilefni vil ég enn og aftur brýna fyrir okkur öllum mikilvægi þess að fara varlega og sýna ábyrgð í okkar persónulegu smitvörnum og umgengni. Jafnfram er ítrekað að allir fundir, fyrirlestrar og viðburðir skuli fara fram með rafrænum hætti sé þess nokkur kostur og að fólk haldi sig innan sinna sóttvarnarhólfa,“ segir í tilkynningu rektors. Þá kemur fram að húsnæði LHÍ verði að öllu óbreyttu opnað á mánudaginn næstkomandi. Húsakynnum skólans var lokað í gær vegna fjölgunar smita í samfélaginu, sem mörg tengjast háskólastarfi. „Listaháskóli Íslands er stór vinnustaður og viðbúið að grípa þurfi til ýmissa ráðstafana af og til á meðan heimsfaraldurinn stendur. Óvissan reynir bæði á nemendur og starfsfólk og því vil ég hvetja ykkur öll til að sýna slíkum ráðstöfunum tillitssemi og skilning og skapa þannig samstöðu um þær aðgerðir sem skipta okkur öll svo miklu máli,“ skrifar rektor og hvetur alla til að huga vel að heilsu sinni og njóta helgarinnar. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Listaháskólinn lokaður á morgun vegna fjölgunar smita Ákveðið hefur verið að loka Listaháskólanum á morgun, föstudag, vegna þeirra smita sem hafa greinst undanfarna daga, sem mörg hver tengjast háskólastarfi. 17. september 2020 19:34 Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. 17. september 2020 11:19 „Munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu“ Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. 16. september 2020 18:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kórónuveirusmit er komið upp í einu sóttvarnahólfa Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. Tilkynningin birtist á vef skólans. Neyðaráætlun háskólans hefur verið virkjuð og smitrakningateymi Almannavarna hefur gripið til viðeigandi ráðstafana. Í tilkynningu kemur fram að búið sé að hafa samband við alla sem málið varðar. Viðkomandi einstaklingar séu komnir í sóttkví og hafi fengið fyrirmæli um sóttvarnir og önnur öryggisatriði er varði heilsu þeirra. „Af þessu tilefni vil ég enn og aftur brýna fyrir okkur öllum mikilvægi þess að fara varlega og sýna ábyrgð í okkar persónulegu smitvörnum og umgengni. Jafnfram er ítrekað að allir fundir, fyrirlestrar og viðburðir skuli fara fram með rafrænum hætti sé þess nokkur kostur og að fólk haldi sig innan sinna sóttvarnarhólfa,“ segir í tilkynningu rektors. Þá kemur fram að húsnæði LHÍ verði að öllu óbreyttu opnað á mánudaginn næstkomandi. Húsakynnum skólans var lokað í gær vegna fjölgunar smita í samfélaginu, sem mörg tengjast háskólastarfi. „Listaháskóli Íslands er stór vinnustaður og viðbúið að grípa þurfi til ýmissa ráðstafana af og til á meðan heimsfaraldurinn stendur. Óvissan reynir bæði á nemendur og starfsfólk og því vil ég hvetja ykkur öll til að sýna slíkum ráðstöfunum tillitssemi og skilning og skapa þannig samstöðu um þær aðgerðir sem skipta okkur öll svo miklu máli,“ skrifar rektor og hvetur alla til að huga vel að heilsu sinni og njóta helgarinnar.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Listaháskólinn lokaður á morgun vegna fjölgunar smita Ákveðið hefur verið að loka Listaháskólanum á morgun, föstudag, vegna þeirra smita sem hafa greinst undanfarna daga, sem mörg hver tengjast háskólastarfi. 17. september 2020 19:34 Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. 17. september 2020 11:19 „Munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu“ Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. 16. september 2020 18:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Listaháskólinn lokaður á morgun vegna fjölgunar smita Ákveðið hefur verið að loka Listaháskólanum á morgun, föstudag, vegna þeirra smita sem hafa greinst undanfarna daga, sem mörg hver tengjast háskólastarfi. 17. september 2020 19:34
Fjórir nemendur HR smitaðir til viðbótar Smitaðir nemendur eru því orðnir sex. 17. september 2020 11:19
„Munum gera allt hvað við getum til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu“ Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar innan skólans. 16. september 2020 18:23