CBS framleiðir sjónvarpsþætti eftir Dimmu Ragnars Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2020 12:30 Fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede fer í fyrir hönd CBS. Sjónvarpsþáttaröð byggð á Dimmu eftir Ragnar Jónasson verður eitt fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede og bandaríski sjónvarpsrisinn CBS Studios taka saman höndum um, samkvæmt nýundirrituðum samningi fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri & Veröld. Stefnt er að því að framleiða þættina á Íslandi. Um verður að ræða átta þætti þar sem hver er klukkustundarlangur. Tilkynning þessa efnis var gefin út í gær austan hafs og vestan. „Mér finnst þetta afskaplega spennandi, en um leið dálítið óraunverulegt. Það er frábært að fá tækifæri til að vinna með framleiðanda á borð við CBS að þessu verkefni. Ég hlakka mjög til að sjá þessa þætti verða til og vonandi opnar þetta dyr fyrir aðra íslenska höfunda,“ segir Ragnar Jónasson. „Gott efni sker sig ávallt úr, burtséð frá uppruna þess, líkt og sjá má raungerast í tilviki Dimmu,“ er haft eftir Meghan Lyvers, aðstoðarforstjóra alþjóðlegrar framleiðsludeildar CBS Studios, í tilkynningu sjónvarpsrisans. Framleiðslu- og endurgerðarréttur þáttanna verður í höndum CBS Studios. „Það er langt frá því sjálfgefið að erlendur framleiðandi stökkvi á íslenska skáldsögu og nálaraugað þrengist ennþá meira þegar kemur að því að hefja framleiðslu á kvikmynd eða seríu, líkt og CBS hefur nú ákveðið að gera. Velgengni bóka Ragnars á metsölulistum og samningur CBS og Stampede sýnir svo ekki verður um villst að Ragnar er kominn í fremstu röð evrópskra glæpasagnahöfunda. Þá er metnaðarfullt framleiðsluverkefni sem þetta mikilsverð innspýting fyrir sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu á Íslandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts og Veraldar sem gefur út bækur Ragnars á Íslandi. Dimma hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur verið áberandi á metsölulistum í Evrópu. Bókin er sú fyrsta í þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu en hinar eru Drungi og Mistur. Ragnar varð í sumar fyrsti íslenski rithöfundurinn til að eiga tvær bækur samtímis í efstu sætum þýska metsölulistans, þegar Dimma náði öðru sæti og Drungi því fjórða. Dimma hefur nú verið í einu af tíu efstu sætum listans í sextán vikur í röð. Þriðja og síðasta bókin, Mistur, kemur út í Þýskalandi síðar í þessum mánuði. Bækur Ragnars hafa selst í um einni og hálfri milljón eintaka á heimsvísu, en þær eru gefnar út í um það bil 40 löndum á 27 tungumálum. Framleiðslufyrirtækið Stampede og CBS Studios stefna með samstarfi sínu að því að tryggja sér framleiðslurétt á efni fyrir sjónvarp sem upprunnið er utan Bandaríkjanna til birtingar á alþjóðlegum markaði. Yfirskrift samstarfsins er Local for the World™. Framleiðandinn JP Sarni fer fyrir efnisöflun og kaupum hugverka fyrir Stampede Ventures og undirbýr verkefni byggð á bókum, frumsömdu efni og öðrum höfundarverkum til framleiðslu. Undir eru verkefni frá fimmtán löndum, þar á meðal Ástralíu, Finnlandi, Frakklandi, Íslandi, Indlandi, Mexíkó, Suður-Afríku og Bretlandi. Bíó og sjónvarp Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
Sjónvarpsþáttaröð byggð á Dimmu eftir Ragnar Jónasson verður eitt fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede og bandaríski sjónvarpsrisinn CBS Studios taka saman höndum um, samkvæmt nýundirrituðum samningi fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri & Veröld. Stefnt er að því að framleiða þættina á Íslandi. Um verður að ræða átta þætti þar sem hver er klukkustundarlangur. Tilkynning þessa efnis var gefin út í gær austan hafs og vestan. „Mér finnst þetta afskaplega spennandi, en um leið dálítið óraunverulegt. Það er frábært að fá tækifæri til að vinna með framleiðanda á borð við CBS að þessu verkefni. Ég hlakka mjög til að sjá þessa þætti verða til og vonandi opnar þetta dyr fyrir aðra íslenska höfunda,“ segir Ragnar Jónasson. „Gott efni sker sig ávallt úr, burtséð frá uppruna þess, líkt og sjá má raungerast í tilviki Dimmu,“ er haft eftir Meghan Lyvers, aðstoðarforstjóra alþjóðlegrar framleiðsludeildar CBS Studios, í tilkynningu sjónvarpsrisans. Framleiðslu- og endurgerðarréttur þáttanna verður í höndum CBS Studios. „Það er langt frá því sjálfgefið að erlendur framleiðandi stökkvi á íslenska skáldsögu og nálaraugað þrengist ennþá meira þegar kemur að því að hefja framleiðslu á kvikmynd eða seríu, líkt og CBS hefur nú ákveðið að gera. Velgengni bóka Ragnars á metsölulistum og samningur CBS og Stampede sýnir svo ekki verður um villst að Ragnar er kominn í fremstu röð evrópskra glæpasagnahöfunda. Þá er metnaðarfullt framleiðsluverkefni sem þetta mikilsverð innspýting fyrir sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu á Íslandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts og Veraldar sem gefur út bækur Ragnars á Íslandi. Dimma hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur verið áberandi á metsölulistum í Evrópu. Bókin er sú fyrsta í þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu en hinar eru Drungi og Mistur. Ragnar varð í sumar fyrsti íslenski rithöfundurinn til að eiga tvær bækur samtímis í efstu sætum þýska metsölulistans, þegar Dimma náði öðru sæti og Drungi því fjórða. Dimma hefur nú verið í einu af tíu efstu sætum listans í sextán vikur í röð. Þriðja og síðasta bókin, Mistur, kemur út í Þýskalandi síðar í þessum mánuði. Bækur Ragnars hafa selst í um einni og hálfri milljón eintaka á heimsvísu, en þær eru gefnar út í um það bil 40 löndum á 27 tungumálum. Framleiðslufyrirtækið Stampede og CBS Studios stefna með samstarfi sínu að því að tryggja sér framleiðslurétt á efni fyrir sjónvarp sem upprunnið er utan Bandaríkjanna til birtingar á alþjóðlegum markaði. Yfirskrift samstarfsins er Local for the World™. Framleiðandinn JP Sarni fer fyrir efnisöflun og kaupum hugverka fyrir Stampede Ventures og undirbýr verkefni byggð á bókum, frumsömdu efni og öðrum höfundarverkum til framleiðslu. Undir eru verkefni frá fimmtán löndum, þar á meðal Ástralíu, Finnlandi, Frakklandi, Íslandi, Indlandi, Mexíkó, Suður-Afríku og Bretlandi.
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira