Doncic fyrstur síðan Duncan afrekaði þetta rétt fyrir aldarmót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 07:30 Luka Doncic hefur farið á kostum með liði Dallas Mavericks og bætti sig mikið þrátt fyrir mjög flott nýliðatímabil. Getty/Kevin C. Cox NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í nótt hvaða leikmenn komust í úrvalslið NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Það eru fjölmiðlamenn sem fjalla um NBA deildarinnar sem kjósa að venju. LeBron James varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vera valinn sextán sinnum í úrvalslið tímabilsins en fyrir þetta var var hann jafn þeim Tim Duncan, Kobe Bryant og Kareem Abdul-Jabbar. Af þessum sextán tímabilum í úrvalsliði hefur LeBron James verið þrettán sinnum í liði eitt sem er að sjálfsögðu met líka. LeBron James er orðinn 35 ára gamall en lætur ekki aldurinn hægja mikið á sér. All-NBA First Team ... pic.twitter.com/yAabstaXi4— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020 LeBron James náði því í fyrsta sinn á ferlinum á þessu tímabili að leiða NBA-deildina í stoðsendingum en enginn gaf fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James fékk fullt hús í úrvalslið eitt alveg eins og Giannis Antetokounmpo. Anthony Davis, liðsfélagi James hjá Los Angeles Lakers var líka í liðinu en síðustu tveir leikmenn þess voru síðan Luka Doncic og James Harden. LeBron James og Anthony Davis urðu með þessu fyrstu liðsfélagarnir í úrvalsliðið eitt síðan að þeir Steve Nash og Amar'e Stoudemire voru saman í liði eitt á 2006-07 tímabilinu. Shaq og Kobe Bryant náðu þessu þrisvar sinnum á sínum tíma. Luka Don i has been named to the 2019-20 All-NBA First Team.Don i becomes the first player named to the All-NBA First Team in either his first or second season since Tim Duncan in 1998-99. pic.twitter.com/EgfDQa7400— Mavs PR (@MavsPR) September 16, 2020 Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er aðeins á sínu öðru ári í NBA-deildinni en hefur heldur betur stimplað sig inn í hóp bestu leikmanna hennar. Með því að vera valin í úrvalslið eitt á sínu öðru ári afrekar hann það sem hefur ekki gerst í meira en tvö áratugi. Síðasti leikmaðurinn sem var valinn í úrvalslið eitt í NBA á sínu fyrsta eða öðru ári var Tin Duncan hjá San Antonio Spurs tímabilið 1998-99. Luka Doncic var með 28,8 stig, 9,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali á tímabili tvö en hafði verið með 21,2 stig, 7,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Doncic tók því mikið stökk. Doncic var síðan með 31,0 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í sinni fyrstu úrslitakeppni á dögunum þrátt fyrir að meiðast á ökkla snemma í einvíginu á móti Los Angeles Clippers. Úrvalslið NBA-deildarinnar 2019-20: Fyrsta úrvalslið: LeBron James, Giannis Antetokounmpo, Luka Doncic, Anthony Davis, James Harden. Annað úrvalslið: Damian Lillard, Kawhi Leonard, Nikola Jokic, Chris Paul, Pascal Siakam. Þriðja úrvalslið: Ben Simmons, Jayson Tatum, Jimmy Butler, Rudy Gobert, Russell Westbrook. Full All-NBA Team voting results for 2019-20 ... pic.twitter.com/szjKaQwnRU— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020 NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í nótt hvaða leikmenn komust í úrvalslið NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Það eru fjölmiðlamenn sem fjalla um NBA deildarinnar sem kjósa að venju. LeBron James varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vera valinn sextán sinnum í úrvalslið tímabilsins en fyrir þetta var var hann jafn þeim Tim Duncan, Kobe Bryant og Kareem Abdul-Jabbar. Af þessum sextán tímabilum í úrvalsliði hefur LeBron James verið þrettán sinnum í liði eitt sem er að sjálfsögðu met líka. LeBron James er orðinn 35 ára gamall en lætur ekki aldurinn hægja mikið á sér. All-NBA First Team ... pic.twitter.com/yAabstaXi4— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020 LeBron James náði því í fyrsta sinn á ferlinum á þessu tímabili að leiða NBA-deildina í stoðsendingum en enginn gaf fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James fékk fullt hús í úrvalslið eitt alveg eins og Giannis Antetokounmpo. Anthony Davis, liðsfélagi James hjá Los Angeles Lakers var líka í liðinu en síðustu tveir leikmenn þess voru síðan Luka Doncic og James Harden. LeBron James og Anthony Davis urðu með þessu fyrstu liðsfélagarnir í úrvalsliðið eitt síðan að þeir Steve Nash og Amar'e Stoudemire voru saman í liði eitt á 2006-07 tímabilinu. Shaq og Kobe Bryant náðu þessu þrisvar sinnum á sínum tíma. Luka Don i has been named to the 2019-20 All-NBA First Team.Don i becomes the first player named to the All-NBA First Team in either his first or second season since Tim Duncan in 1998-99. pic.twitter.com/EgfDQa7400— Mavs PR (@MavsPR) September 16, 2020 Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks er aðeins á sínu öðru ári í NBA-deildinni en hefur heldur betur stimplað sig inn í hóp bestu leikmanna hennar. Með því að vera valin í úrvalslið eitt á sínu öðru ári afrekar hann það sem hefur ekki gerst í meira en tvö áratugi. Síðasti leikmaðurinn sem var valinn í úrvalslið eitt í NBA á sínu fyrsta eða öðru ári var Tin Duncan hjá San Antonio Spurs tímabilið 1998-99. Luka Doncic var með 28,8 stig, 9,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar að meðaltali á tímabili tvö en hafði verið með 21,2 stig, 7,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Doncic tók því mikið stökk. Doncic var síðan með 31,0 stig, 9,8 fráköst og 8,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í sinni fyrstu úrslitakeppni á dögunum þrátt fyrir að meiðast á ökkla snemma í einvíginu á móti Los Angeles Clippers. Úrvalslið NBA-deildarinnar 2019-20: Fyrsta úrvalslið: LeBron James, Giannis Antetokounmpo, Luka Doncic, Anthony Davis, James Harden. Annað úrvalslið: Damian Lillard, Kawhi Leonard, Nikola Jokic, Chris Paul, Pascal Siakam. Þriðja úrvalslið: Ben Simmons, Jayson Tatum, Jimmy Butler, Rudy Gobert, Russell Westbrook. Full All-NBA Team voting results for 2019-20 ... pic.twitter.com/szjKaQwnRU— Marc Stein (@TheSteinLine) September 16, 2020
Úrvalslið NBA-deildarinnar 2019-20: Fyrsta úrvalslið: LeBron James, Giannis Antetokounmpo, Luka Doncic, Anthony Davis, James Harden. Annað úrvalslið: Damian Lillard, Kawhi Leonard, Nikola Jokic, Chris Paul, Pascal Siakam. Þriðja úrvalslið: Ben Simmons, Jayson Tatum, Jimmy Butler, Rudy Gobert, Russell Westbrook.
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum