Er ástæða til að kaupa í Icelandair? Þórir Garðarsson skrifar 16. september 2020 09:30 Í meira en 20 ár hefur stór hluti af minni vinnu verið að kynna og selja Ísland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna fyrir ferðaheildsölum og ferðaskrifstofum út um allan heim. Yfirleitt hefur áhugann á Íslandi ekki vantað. En það er ekki nóg. Viðsemjendur okkar vilja geta treyst því að ferðin gangi upp að öllu leyti. Þar kemur leiðakerfi Icelandair til skjalanna. Ferðaheimurinn þekkir Icelandair og ferðaheimurinn treystir Icelandair. Þetta hef ég upplifað aftur og aftur í samtölum við ferðasala, jafnt í Kína, Ástralíu, Brasilíu, Rússlandi, Kanada og víðar. Það að nefna Icelandair og flugtengimöguleika félagsins opnar dyr og það skiptir ferðamannalandið Ísland gríðarlega miklu máli. Án þeirrar viðurkenningar sem Icelandair hefur væri mjög erfitt að sannfæra erlendar ferðaskrifstofur um að senda viðskiptavini sína hingað. Það trausta orðspor sem fer af Icelandair hefur tekið marga áratugi að byggja upp. Í því liggja mestu verðmæti félagsins. Í Icelandair liggja möguleikar íslenskrar ferðaþjónustu til að ná sér hratt á strik á nýjan leik. Ekkert skyndiflugfélag getur með litlum fyrirvara sett upp áætlunarferðir til 20 eða 30 áfangastaða um leið og heimsfaraldurinn rénar. En það getur Icelandair. Í mínum huga er því engin spurning að taka þátt í hlutafjárútboði til að Icelandair geti lifað af ástandið. Þess vegna er með ólíkindum að heyra forystufólk verkalýðsfélaga tala gegn því að lífeyrissjóðir taki þátt í hlutafjárútboðinu. Röksemdirnar eru þær að rangt hafi verið af Icelandair að auka samkeppnishæfni sína með því að semja um aukið vinnuframlag starfsmanna til að tryggja afkomu þeirra. Í fyrsta lagi virðist þetta fólk ekki átta sig á því hversu mikinn arð sjóðirnir hafa fengið úr Icelandair í gegnum tíðina til að ávaxta fjármuni sjóðsfélaga. Í öðru lagi sýnir þessi afstaða óhuggulegt skeytingarleysi gagnvart lífsafkomu þeirra tugþúsunda sjóðsfélaga sem hafa beinar og óbeinar tekjur af komu ferðamanna. Í þriðja lagi sýnir þessi afstaða yfirþyrmandi þekkingarleysi á sögu og hlutverki Icelandair í íslenskri ferðaþjónustu. Þessi neikvæðni og hótanir verkalýðsforystunnar er fyrst og fremst hallærisleg fyrir hana sjálfa. En góðu fréttirnar eru auðvitað þær að fæstir taka mark á þessum úrtöluröddum. Ég fæ ekki betur séð en að mjög góð stemmning sé fyrir því að tryggja Icelandair framhaldslíf, óháð því hvað fólki finnst um stjórnendur félagsins. Enda snýst þetta ekki um persónur, heldur akkeri ferðaþjónustunnar síðastliðin 80 ár. Eitt er víst, ég verð með og vonandi þú líka. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og hluthafi í Icelandair group. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í meira en 20 ár hefur stór hluti af minni vinnu verið að kynna og selja Ísland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna fyrir ferðaheildsölum og ferðaskrifstofum út um allan heim. Yfirleitt hefur áhugann á Íslandi ekki vantað. En það er ekki nóg. Viðsemjendur okkar vilja geta treyst því að ferðin gangi upp að öllu leyti. Þar kemur leiðakerfi Icelandair til skjalanna. Ferðaheimurinn þekkir Icelandair og ferðaheimurinn treystir Icelandair. Þetta hef ég upplifað aftur og aftur í samtölum við ferðasala, jafnt í Kína, Ástralíu, Brasilíu, Rússlandi, Kanada og víðar. Það að nefna Icelandair og flugtengimöguleika félagsins opnar dyr og það skiptir ferðamannalandið Ísland gríðarlega miklu máli. Án þeirrar viðurkenningar sem Icelandair hefur væri mjög erfitt að sannfæra erlendar ferðaskrifstofur um að senda viðskiptavini sína hingað. Það trausta orðspor sem fer af Icelandair hefur tekið marga áratugi að byggja upp. Í því liggja mestu verðmæti félagsins. Í Icelandair liggja möguleikar íslenskrar ferðaþjónustu til að ná sér hratt á strik á nýjan leik. Ekkert skyndiflugfélag getur með litlum fyrirvara sett upp áætlunarferðir til 20 eða 30 áfangastaða um leið og heimsfaraldurinn rénar. En það getur Icelandair. Í mínum huga er því engin spurning að taka þátt í hlutafjárútboði til að Icelandair geti lifað af ástandið. Þess vegna er með ólíkindum að heyra forystufólk verkalýðsfélaga tala gegn því að lífeyrissjóðir taki þátt í hlutafjárútboðinu. Röksemdirnar eru þær að rangt hafi verið af Icelandair að auka samkeppnishæfni sína með því að semja um aukið vinnuframlag starfsmanna til að tryggja afkomu þeirra. Í fyrsta lagi virðist þetta fólk ekki átta sig á því hversu mikinn arð sjóðirnir hafa fengið úr Icelandair í gegnum tíðina til að ávaxta fjármuni sjóðsfélaga. Í öðru lagi sýnir þessi afstaða óhuggulegt skeytingarleysi gagnvart lífsafkomu þeirra tugþúsunda sjóðsfélaga sem hafa beinar og óbeinar tekjur af komu ferðamanna. Í þriðja lagi sýnir þessi afstaða yfirþyrmandi þekkingarleysi á sögu og hlutverki Icelandair í íslenskri ferðaþjónustu. Þessi neikvæðni og hótanir verkalýðsforystunnar er fyrst og fremst hallærisleg fyrir hana sjálfa. En góðu fréttirnar eru auðvitað þær að fæstir taka mark á þessum úrtöluröddum. Ég fæ ekki betur séð en að mjög góð stemmning sé fyrir því að tryggja Icelandair framhaldslíf, óháð því hvað fólki finnst um stjórnendur félagsins. Enda snýst þetta ekki um persónur, heldur akkeri ferðaþjónustunnar síðastliðin 80 ár. Eitt er víst, ég verð með og vonandi þú líka. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og hluthafi í Icelandair group.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun