Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2020 07:14 Donald Trump og George Stephanopoulos á sviði í gær. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Þess í stað hefði hann gert mikið úr faraldrinum. Hann gagnrýndi einnig grímunotkun og hélt því fram að Covid-19 myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“. Þar átti hann líklegast við „hjarðónæmi“ (herd immunity) en sagði „hjarðeðli“ (herd mentality) og endurtók það nokkrum sinnum. Trump sagði að með eða án bóluefnis, þá myndi veiran hverfa, vegna hjarðeðlis. George Stephanopoulos, sem stýrði fundinum, sagði að það fæli einnig í sér mörg dauðsföll. „Þú þróar, þó þróar hjarð…, eins og hjarðeðli. Þetta verður hjarðþróað og það mun gerast. Þetta mun allt gerast. En, með bóluefni, held ég að þetta muni hverfa mjög fljótt.“ Hjarðónæmi er það þegar nægilega margir hafa smitast af veiki og mynda þar með ónæmi, til að hamla útbreiðslu viðkomandi veiki. Því fleiri sem eru ónæmir, því erfiðara er fyrir veiki eins og Covid-19 að dreifa úr sér. Trump þvertók einnig fyrir að hafa gert lítið úr faraldrinum, eins og hann sagði blaðamanninum Bob Woodward að hann hefði gert og hann hefur síðan viðurkennt að hafa gert. Þess í stað sagðist Trump hafa gert of mikið úr faraldrinum. Um vika er síðan Trump viðurkenndi að hafa vísvitandi gert lítið úr faraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur. Markmiðið hafi verið að valda ekki skelfingu. Í viðtali við Woodward sagði Trump þó að veiran væri hættuleg og skaðleg. „Maður andar bara að sér loftinu og þannig smitast hún. Þannig að þessi er mjög snúin. Þessi er mjög vandmeðfarin. Hún er líka banvænni en jafnvel flensan. Þetta er banvænt dót,“ sagði Trump við Woodward í símtali 7. febrúar. Um sama leyti sagði Trump hins vegar bandarísku þjóðinni að stjórnvöld hefðu fulla stjórn á faraldrinum, veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu og að hún væri hvort eð er engu hættulegri en árstíðarbundin inflúensa. Á fundinum í gærkvöldi virtist Trump þó ekki vilja kannast við að hafa gert lítið úr faraldrinum, né það að hafa viðurkennt það áður. „Sko, ég gerði ekki lítið úr honum. Í rauninni, á margan hátt, gerði ég mikið úr honum, þegar snýr að aðgerðum,“ sagði Trump. „Aðgerðir mínar voru mjög sterkar. Ég er ekki að reyna að vera óheiðarlegur. Ég vil að fólk verði ekki hrætt.“ Um 196 þúsund manns hafa dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19, fleiri en nokkurs staðar annars staðar. Eins og svo oft áður fór forsetinn mjög svo frjálslega með staðreyndir. Hér má sjá Daniel Dale, fréttamann CNN, hlaupa yfir það sem Trump sagði ósatt á fundinum í gær. Dale hefur fylgt Trump náið eftir allt frá því hann tilkynnti framboð sitt og farið yfir ræður hans og yfirlýsingar. Another tour de force from @ddale8 fact-checking a torrent of lies pic.twitter.com/xDxKI32ef8— Josh Campbell (@joshscampbell) September 16, 2020 Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Notuðu rússneska þotu í framboðsauglýsingu Nefnd sem sér um að safna fjármunum fyrir forsetaframboð Donald Trump forseta Bandaríkjanna hefur fjarlægt auglýsingu þar sem hvatt var til stuðnings við bandaríska hermenn. 15. september 2020 14:41 „Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. 15. september 2020 07:54 Trump ávarpar grímulausa fundargesti: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni“ Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. 14. september 2020 23:17 Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Þess í stað hefði hann gert mikið úr faraldrinum. Hann gagnrýndi einnig grímunotkun og hélt því fram að Covid-19 myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“. Þar átti hann líklegast við „hjarðónæmi“ (herd immunity) en sagði „hjarðeðli“ (herd mentality) og endurtók það nokkrum sinnum. Trump sagði að með eða án bóluefnis, þá myndi veiran hverfa, vegna hjarðeðlis. George Stephanopoulos, sem stýrði fundinum, sagði að það fæli einnig í sér mörg dauðsföll. „Þú þróar, þó þróar hjarð…, eins og hjarðeðli. Þetta verður hjarðþróað og það mun gerast. Þetta mun allt gerast. En, með bóluefni, held ég að þetta muni hverfa mjög fljótt.“ Hjarðónæmi er það þegar nægilega margir hafa smitast af veiki og mynda þar með ónæmi, til að hamla útbreiðslu viðkomandi veiki. Því fleiri sem eru ónæmir, því erfiðara er fyrir veiki eins og Covid-19 að dreifa úr sér. Trump þvertók einnig fyrir að hafa gert lítið úr faraldrinum, eins og hann sagði blaðamanninum Bob Woodward að hann hefði gert og hann hefur síðan viðurkennt að hafa gert. Þess í stað sagðist Trump hafa gert of mikið úr faraldrinum. Um vika er síðan Trump viðurkenndi að hafa vísvitandi gert lítið úr faraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur. Markmiðið hafi verið að valda ekki skelfingu. Í viðtali við Woodward sagði Trump þó að veiran væri hættuleg og skaðleg. „Maður andar bara að sér loftinu og þannig smitast hún. Þannig að þessi er mjög snúin. Þessi er mjög vandmeðfarin. Hún er líka banvænni en jafnvel flensan. Þetta er banvænt dót,“ sagði Trump við Woodward í símtali 7. febrúar. Um sama leyti sagði Trump hins vegar bandarísku þjóðinni að stjórnvöld hefðu fulla stjórn á faraldrinum, veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu og að hún væri hvort eð er engu hættulegri en árstíðarbundin inflúensa. Á fundinum í gærkvöldi virtist Trump þó ekki vilja kannast við að hafa gert lítið úr faraldrinum, né það að hafa viðurkennt það áður. „Sko, ég gerði ekki lítið úr honum. Í rauninni, á margan hátt, gerði ég mikið úr honum, þegar snýr að aðgerðum,“ sagði Trump. „Aðgerðir mínar voru mjög sterkar. Ég er ekki að reyna að vera óheiðarlegur. Ég vil að fólk verði ekki hrætt.“ Um 196 þúsund manns hafa dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19, fleiri en nokkurs staðar annars staðar. Eins og svo oft áður fór forsetinn mjög svo frjálslega með staðreyndir. Hér má sjá Daniel Dale, fréttamann CNN, hlaupa yfir það sem Trump sagði ósatt á fundinum í gær. Dale hefur fylgt Trump náið eftir allt frá því hann tilkynnti framboð sitt og farið yfir ræður hans og yfirlýsingar. Another tour de force from @ddale8 fact-checking a torrent of lies pic.twitter.com/xDxKI32ef8— Josh Campbell (@joshscampbell) September 16, 2020
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Notuðu rússneska þotu í framboðsauglýsingu Nefnd sem sér um að safna fjármunum fyrir forsetaframboð Donald Trump forseta Bandaríkjanna hefur fjarlægt auglýsingu þar sem hvatt var til stuðnings við bandaríska hermenn. 15. september 2020 14:41 „Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. 15. september 2020 07:54 Trump ávarpar grímulausa fundargesti: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni“ Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. 14. september 2020 23:17 Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Notuðu rússneska þotu í framboðsauglýsingu Nefnd sem sér um að safna fjármunum fyrir forsetaframboð Donald Trump forseta Bandaríkjanna hefur fjarlægt auglýsingu þar sem hvatt var til stuðnings við bandaríska hermenn. 15. september 2020 14:41
„Ég held að vísindin viti það ekki, í rauninni“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurvakti í gær afstöðu sína um að slæm umhirða skóga leiði til gróðurelda og að þörf sé á að raka skóglendi til að sporna gegn þeim. 15. september 2020 07:54
Trump ávarpar grímulausa fundargesti: „Við munum auðveldlega sigrast á Kína-veirunni“ Þvert á ríkisreglur og tilmæli hans eigin stjórnar hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær fjöldafund innanhúss, þar sem gestir fundarins stóðu þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. Trump upplýsti fundargestina í Nevada að þjóðin væri við það að sigrast á faraldrinum. 14. september 2020 23:17
Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36