Segjast ekki beita sér í einstaka málum Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2020 14:19 Ásmundur Einar Daðason og Katrín Jakobsdóttir. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra neitaði að tjá sig við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. Umsókninni var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sent kærunefnd útlendingamála þrjár beiðnir. Tvær þeirra varðar endurupptöku málsins og ein um frestun réttaráhrifa. Sú fyrri sem varðar endurupptöku málsins snýr að sjónarmiðum um málsmeðferðartíma og hvernig hann skuli túlkaður. Málsmeðferðartími má ná sextán mánuðum og hefur dómsmálaráðherra sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar sé innan þess tíma og því sé hægt að neita þeim um vernd. Seinni beiðnin um endurupptöku málsins lítur að nýfengnum upplýsingum um heilsufar fjölskylduföðurins, en hann er sagður með háan blóðþrýsting sem setur hann í áhættuhóp vegna Covid. Beiðnin sem varðar frestun réttaráhrifa lítur að stöðunni í Egyptalandi með tilliti til Covid-19 í dag. Aldrei fleiri fengið opinbera vernd Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra gaf færi á sér að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem hann sagði málið á forræði dómsmálaráðuneytisins. Hann hefði átt samtal við dómsmálaráðherra og spurt hvort lagt hefði verið mat á hagsmuni barnanna og það lægi til grundvallar ákvörðunarinnar. Viðtalið við Ásmund má sjá hér fyrir neðan. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði stöðuna í málaflokknum, sem varðar hælisleitendur, hafa verið rædda almennt á fundi ríkisstjórnar í morgun. Sagði Katrín að aldrei hefðu fleiri fengið alþjóðlega vernd á Íslandi og í fyrra og umsóknir orðnar mun fleiri. Hún sagði ýmislegt hafa verið gert til að bæta stöðu barna, til að mynda hefði málsmeðferðartíminn verið styttur. Spurð hvort hún sem forsætisráðherra muni beita sér fyrir því að egypsku börnin muni njóta verndar hér á landi, svaraði Katrín að hún beitti sér ekki í einstökum málum. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Segir ekki við kerfið að sakast í máli egypsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. 15. september 2020 08:56 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra neitaði að tjá sig við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. Umsókninni var hafnað en kallað hefur verið eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum. Hefur verið á það bent að börnin hafi fest rætur hér á landi og það brjóti gegn stjórnarskrá að synja börnum um vernd. Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið. Lögmaður fjölskyldunnar hefur sent kærunefnd útlendingamála þrjár beiðnir. Tvær þeirra varðar endurupptöku málsins og ein um frestun réttaráhrifa. Sú fyrri sem varðar endurupptöku málsins snýr að sjónarmiðum um málsmeðferðartíma og hvernig hann skuli túlkaður. Málsmeðferðartími má ná sextán mánuðum og hefur dómsmálaráðherra sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar sé innan þess tíma og því sé hægt að neita þeim um vernd. Seinni beiðnin um endurupptöku málsins lítur að nýfengnum upplýsingum um heilsufar fjölskylduföðurins, en hann er sagður með háan blóðþrýsting sem setur hann í áhættuhóp vegna Covid. Beiðnin sem varðar frestun réttaráhrifa lítur að stöðunni í Egyptalandi með tilliti til Covid-19 í dag. Aldrei fleiri fengið opinbera vernd Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra gaf færi á sér að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem hann sagði málið á forræði dómsmálaráðuneytisins. Hann hefði átt samtal við dómsmálaráðherra og spurt hvort lagt hefði verið mat á hagsmuni barnanna og það lægi til grundvallar ákvörðunarinnar. Viðtalið við Ásmund má sjá hér fyrir neðan. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði stöðuna í málaflokknum, sem varðar hælisleitendur, hafa verið rædda almennt á fundi ríkisstjórnar í morgun. Sagði Katrín að aldrei hefðu fleiri fengið alþjóðlega vernd á Íslandi og í fyrra og umsóknir orðnar mun fleiri. Hún sagði ýmislegt hafa verið gert til að bæta stöðu barna, til að mynda hefði málsmeðferðartíminn verið styttur. Spurð hvort hún sem forsætisráðherra muni beita sér fyrir því að egypsku börnin muni njóta verndar hér á landi, svaraði Katrín að hún beitti sér ekki í einstökum málum. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19 Segir ekki við kerfið að sakast í máli egypsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. 15. september 2020 08:56 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58
Mótmæltu brottvísun egypsku fjölskyldunnar: „Áslaug Arna, martröð barna“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu klukkan tíu til að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun egypskra hjóna og fjögurra barna þeirra aftur til heimalandsins. 15. september 2020 10:19
Segir ekki við kerfið að sakast í máli egypsku fjölskyldunnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugun hafi leitt í ljós að ekki væri við kerfið að sakast í máli egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á morgun. 15. september 2020 08:56