Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 17:00 Margrét Lára Viðarsdóttir endaði landsliðsferilinn með því að skora gegn Lettum fyrir ellefu mánuðum síðan. Getty/Gauti Sveinsson Íslenska kvennalandsliðið spilar fyrsta leik sinn í undankeppni EM á þessu ári þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn á fimmtudagskvöldið. Fyrsti keppnisleikur íslenska kvennalandsliðsins í 345 daga verður á móti sömu þjóð og liðið spilaði síðast við í undankeppni EM. Íslensku stelpurnar enduðu árið 2019 með því að vinna Lettland 6-0 á útivelli. Leikurinn í Lettlandi 8. október 2019 verður alltaf stór hluti af sögu liðsins því þarna endaði Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, landsliðsferil sinn með því að koma inn á sem varamaður og skorað síðasta markið í sínum síðasta landsleik. Margrét Lára endaði ferilinn með 79 mörk í 124 landsleikjum. Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum hingað til en íslenska kvennalandsliðið hefur unnið þrjá leiki sína gegn þeim með samtals markatölunni 23-0. Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað í öllum þessum þremur leikjum og samtals sex mörk. Margrét Lára skorar ekki fleiri mörk en í leiknum á fimmtudaginn eru þrír leikmenn sem skoruðu í 6-0 sigrinum í Lettlandi fyrir ellefu mánuðum síðan. Það eru Elín Metta Jensen, Dagný Brynjarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um leikinn fyrir tæpu ári síðan. Klippa: Frétt Stöð 2 um 6-0 sigur á Lettlandi árið 2019 Fanndís Friðriksdóttir, sem skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum í Lettlandi, er komin í barnsburðarleyfi og er því ekki með liðinu í haust. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, skoraði ekki á móti Lettlandi í fyrra en hún skoraði aftur á móti í báðum sigurleikjunum á móti Eistlandi sem voru spilaði 2009 og 2010. Sara Björk skoraði eitt mark í 12-0 sigri í fyrri leiknum og tvö mörk í 5-0 sigri í þeim seinni. Rakel Hönnudóttir skoraði líka í öðrum leikjanna og spilaði þá báða en hún er líka með landsliðinu núna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. EM 2021 í Englandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar fyrsta leik sinn í undankeppni EM á þessu ári þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn á fimmtudagskvöldið. Fyrsti keppnisleikur íslenska kvennalandsliðsins í 345 daga verður á móti sömu þjóð og liðið spilaði síðast við í undankeppni EM. Íslensku stelpurnar enduðu árið 2019 með því að vinna Lettland 6-0 á útivelli. Leikurinn í Lettlandi 8. október 2019 verður alltaf stór hluti af sögu liðsins því þarna endaði Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, landsliðsferil sinn með því að koma inn á sem varamaður og skorað síðasta markið í sínum síðasta landsleik. Margrét Lára endaði ferilinn með 79 mörk í 124 landsleikjum. Stelpurnar okkar hafa farið á kostum á móti Eystrasaltsþjóðunum hingað til en íslenska kvennalandsliðið hefur unnið þrjá leiki sína gegn þeim með samtals markatölunni 23-0. Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað í öllum þessum þremur leikjum og samtals sex mörk. Margrét Lára skorar ekki fleiri mörk en í leiknum á fimmtudaginn eru þrír leikmenn sem skoruðu í 6-0 sigrinum í Lettlandi fyrir ellefu mánuðum síðan. Það eru Elín Metta Jensen, Dagný Brynjarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um leikinn fyrir tæpu ári síðan. Klippa: Frétt Stöð 2 um 6-0 sigur á Lettlandi árið 2019 Fanndís Friðriksdóttir, sem skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum í leiknum í Lettlandi, er komin í barnsburðarleyfi og er því ekki með liðinu í haust. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, skoraði ekki á móti Lettlandi í fyrra en hún skoraði aftur á móti í báðum sigurleikjunum á móti Eistlandi sem voru spilaði 2009 og 2010. Sara Björk skoraði eitt mark í 12-0 sigri í fyrri leiknum og tvö mörk í 5-0 sigri í þeim seinni. Rakel Hönnudóttir skoraði líka í öðrum leikjanna og spilaði þá báða en hún er líka með landsliðinu núna. Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Sjá meira