Erlent

Hertar takmarkanir í Kaupmannahöfn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hertar aðgerðir taka  gildi í Kaupmannahöfn á fimmtudag.
Hertar aðgerðir taka  gildi í Kaupmannahöfn á fimmtudag. Vísir/getty

Heilbrigðisráðherra Dana kynnti í morgun hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæði landsins.

Vegna fjölgandi kórónuveirusmita verður gestum veitingastaða, kráa og kaffihúsa í sautján sveitarfélögum á danska höfuðborgarsvæðinu nú skylt að bera grímur. Sömuleiðis skal skemmtistöðum lokað stundvíslega klukkan tíu að kvöldi og þá skal einkasamkvæmum vera lokið á sama tíma.

Frá þessu sagði Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra. Nýju takmarkanirnar taka gildi á fimmtudaginn og verða í gildi fram til fyrsta október. Heilbrigðisráðherrann sagði þetta ekki þýða að fólk þyrfti að fresta brúðkaups- eða fermingarveislum. Hins vegar þyrfti að taka tillit til nýrra reglna og senda fólk heim klukkan tíu.

Nick Hækkerup dómsmálaráðherra sagði að lögregla myndi fylgjast vel með því hvort brotið yrði á nýju reglunum og að hún væri tilbúin til þess að beita viðurlögum. Ráðherrann sagði lögreglu hafa orðið vara við að fólk, einkum á skemmtistöðum, ætti erfitt með að halda eins eða tveggja metra fjarlægð á milli manna. Sjónum verður því sérstaklega beint að börum og skemmtistöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×