Glazer fjölskyldan hefur tekið fimmtán milljarða út úr Man. United á fimm árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 12:30 Bræðurnir Avram Glazer og Joel Glazer, eigendur Manchester United, taka mynd af sér með knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Getty/ Xavier Bonilla Það er óvissuástand í heiminum enda erum við stödd í miðjum heimsfaraldri. Það reynir á ensku úrvalsdeildarfélögin eins og önnur íþróttafélög þegar innkoman hrynur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni verður opinn fram í október en flest lið fyrir utan Chelsea hafa verið róleg á markaðnum til þessa. Liverpool er dæmi um félag sem vill ekki eyða miklum peningum í núverandi ástandi en Chelsea hefur aftur á móti keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda. Þarna er mikill munur á. Flest félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki efni á að setja mikinn pening í nýja leikmenn án þess að setja reksturinn í uppnám. Það eru aftur á móti nokkur félög sem njóta góðs af því að eiga ríka eigendur. Chelsea: £440 million Liverpool: £75 million Arsenal: £0 Man Utd: -£89 million Yes, Man Utd have PAID their owners £89 million in the last five years Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 14. september 2020 En hversu miklum pening eru þessir eigendur tilbúnir að dæla inn í félögin? Swiss Ramble tók það saman hversu stórum fjárhæðum eigendur ensku úrvalsdeildarfélaganna hafa verið tilbúnir að setja inn í sitt félag. Þar kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Roman Abramovich er í sérflokki meðal eigandanna þegar kemur að því að dæla pening inn í fótboltafélagið og það sést vel á þessari úttekt. Það er kannski ekkert skrítið að Chelsea sé tilbúið að eyða öllum þessum milljónum punda. Roman Abramovich hefur sett 440 milljónir punda inn í Chelsea á síðustu fimm árum sem er miklu meira en allir aðrir eigendur. Næstur kemur eigandi Everton með 229 milljónir punda og þá eigandi Aston Villa með 193 milljónir. Það athyglisverðasta við samantektina er þó félögin á hinum enda listans. Þar eru eigendurnir ekki að láta félagið hafa pening heldur að taka peninginn út. Newcastle hefur borgað Mike Ashley átján milljónir punda á síðustu fimm árum og Daniel Levy hefur fengið 40 milljónir punda frá Tottenham. Það er hins vegar eitt félag í sérflokki. Manchester United hefur nefnilega borgað Glazers fjölskyldunni 89 milljónir punda á síðustu fimm árum en áð eru meira en fimmtán og hálfur milljarður íslenskra króna. #MUFC have paid £209m in last 5 years to fund Glazers ownership structure: £120m interest plus £89m dividends. In fact, in last 10 years they spent an extraordinary £838m on financing: £488m interest, £251m debt repayments & £99m dividends. Took out £140m loan since year-end. pic.twitter.com/iUpefK70IX— Swiss Ramble (@SwissRamble) September 14, 2020 Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Það er óvissuástand í heiminum enda erum við stödd í miðjum heimsfaraldri. Það reynir á ensku úrvalsdeildarfélögin eins og önnur íþróttafélög þegar innkoman hrynur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni verður opinn fram í október en flest lið fyrir utan Chelsea hafa verið róleg á markaðnum til þessa. Liverpool er dæmi um félag sem vill ekki eyða miklum peningum í núverandi ástandi en Chelsea hefur aftur á móti keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda. Þarna er mikill munur á. Flest félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki efni á að setja mikinn pening í nýja leikmenn án þess að setja reksturinn í uppnám. Það eru aftur á móti nokkur félög sem njóta góðs af því að eiga ríka eigendur. Chelsea: £440 million Liverpool: £75 million Arsenal: £0 Man Utd: -£89 million Yes, Man Utd have PAID their owners £89 million in the last five years Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 14. september 2020 En hversu miklum pening eru þessir eigendur tilbúnir að dæla inn í félögin? Swiss Ramble tók það saman hversu stórum fjárhæðum eigendur ensku úrvalsdeildarfélaganna hafa verið tilbúnir að setja inn í sitt félag. Þar kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Roman Abramovich er í sérflokki meðal eigandanna þegar kemur að því að dæla pening inn í fótboltafélagið og það sést vel á þessari úttekt. Það er kannski ekkert skrítið að Chelsea sé tilbúið að eyða öllum þessum milljónum punda. Roman Abramovich hefur sett 440 milljónir punda inn í Chelsea á síðustu fimm árum sem er miklu meira en allir aðrir eigendur. Næstur kemur eigandi Everton með 229 milljónir punda og þá eigandi Aston Villa með 193 milljónir. Það athyglisverðasta við samantektina er þó félögin á hinum enda listans. Þar eru eigendurnir ekki að láta félagið hafa pening heldur að taka peninginn út. Newcastle hefur borgað Mike Ashley átján milljónir punda á síðustu fimm árum og Daniel Levy hefur fengið 40 milljónir punda frá Tottenham. Það er hins vegar eitt félag í sérflokki. Manchester United hefur nefnilega borgað Glazers fjölskyldunni 89 milljónir punda á síðustu fimm árum en áð eru meira en fimmtán og hálfur milljarður íslenskra króna. #MUFC have paid £209m in last 5 years to fund Glazers ownership structure: £120m interest plus £89m dividends. In fact, in last 10 years they spent an extraordinary £838m on financing: £488m interest, £251m debt repayments & £99m dividends. Took out £140m loan since year-end. pic.twitter.com/iUpefK70IX— Swiss Ramble (@SwissRamble) September 14, 2020
Enski boltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira