Guðmundur kom sérfræðingunum á óvart: Langbestur af þeim sem komu heim Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 15:30 Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru á kostum í Seinni bylgjunni á laugardagskvöld. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Hann var langbesti leikmaðurinn hjá Selfossi í þessum leik,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um Guðmund Hólmar Helgason sem sneri aftur í Olís-deildina í handbolta með stæl um helgina. Guðmundur Hólmar, sem er Akureyringur, lék með Val áður en hann fór í atvinnumennsku árið 2016. Hann lék með Cesson-Rennes í Frakklandi og svo West Wien í Austurríki áður en hann kom aftur til Íslands í sumar og gekk í raðir Selfoss. Guðmundur Hólmar var til umræðu í fjörugum þætti af Seinni bylgjunni á laugardag: „Hann er alveg tilbúinn. Það eru mikil viðbrigði að koma heim. Ekki bara í handboltann hérna, heldur ertu kannski að koma úr því að vera atvinnumaður í að sinna vinnu með boltanum og slíkt. Þetta er mjög krefjandi. En þvílík frammistaða í þessum leik,“ sagði Ásgeir um Guðmund sem skoraði 10 mörk og átti að minnsta kosti fjórar stoðsendingar í 27-26 sigri á Stjörnunni. „Með fullt af vopnum í vopnabúrinu“ „Það kom mér á óvart hvað hann var góður sóknarlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Við höfum eiginlega ekkert séð hann í sókn þann tíma sem hann hefur verið úti, og í landsliðinu fór hann nú ekki mikið yfir miðju. Maður heyrði svo að í Frakklandi og Austurríki hefðu þetta ekki verið neinar flugeldasýningar hjá honum, en svo kom hann bara þarna og var svo heldur betur klár. Það var svo mikill kraftur í honum og „passion“. Hann var langbestur í fyrstu umferð af þessum mönnum sem voru að koma heim núna. Djöfull var hann góður,“ sagði Jóhann. Geir Guðmundsson, Björgvin Páll Gústavsson og Þráinn Orri Jónsson sneru allir aftur úr atvinnumennsku í sumar og fóru í Hauka, Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson fóru í KA, og Sigtryggur Daði Rúnarsson ákvað að prófa Olís-deildina með ÍBV eftir að hafa spilað í Þýskalandi. Guðmundur Hólmar stóð hins vegar upp úr í 1. umferðinni: „Hann var úti um allt – skoraði með uppstökki, skoti af gólfinu og með alls konar hætti. Hann er með fullt af vopnum í vopnabúrinu hjá sér og það verður ekkert auðvelt að stoppa hann,“ sagði Ásgeir. Næsta lið sem freistar þess að stöðva Guðmund er KA, uppeldisfélag kappans, en Selfoss og KA mætast í Hleðsluhöllinni á föstudag kl. 19.30. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar fór á kostum Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir „Þetta er galið rautt spjald“ Seinni bylgjan fór yfir hasarinn í leik KA og Fram en menn ræddu bæði rauða spjaldið sem fór á loft og rauða spjaldið sem fór ekki á loft. 14. september 2020 12:00 Mikið hlegið í Seinni bylgjunni þegar þeir ræddu meintan leikaraskap hjá KKK Leikaraskapur eða ýkjur? Smári „átti þetta á teipi“ og Seinni bylgjan skoðaði nánar af hverju Kári Kristján Kristjánsson steinlá í leik ÍBV á móti ÍR á dögunum. 14. september 2020 11:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
„Hann var langbesti leikmaðurinn hjá Selfossi í þessum leik,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um Guðmund Hólmar Helgason sem sneri aftur í Olís-deildina í handbolta með stæl um helgina. Guðmundur Hólmar, sem er Akureyringur, lék með Val áður en hann fór í atvinnumennsku árið 2016. Hann lék með Cesson-Rennes í Frakklandi og svo West Wien í Austurríki áður en hann kom aftur til Íslands í sumar og gekk í raðir Selfoss. Guðmundur Hólmar var til umræðu í fjörugum þætti af Seinni bylgjunni á laugardag: „Hann er alveg tilbúinn. Það eru mikil viðbrigði að koma heim. Ekki bara í handboltann hérna, heldur ertu kannski að koma úr því að vera atvinnumaður í að sinna vinnu með boltanum og slíkt. Þetta er mjög krefjandi. En þvílík frammistaða í þessum leik,“ sagði Ásgeir um Guðmund sem skoraði 10 mörk og átti að minnsta kosti fjórar stoðsendingar í 27-26 sigri á Stjörnunni. „Með fullt af vopnum í vopnabúrinu“ „Það kom mér á óvart hvað hann var góður sóknarlega,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Við höfum eiginlega ekkert séð hann í sókn þann tíma sem hann hefur verið úti, og í landsliðinu fór hann nú ekki mikið yfir miðju. Maður heyrði svo að í Frakklandi og Austurríki hefðu þetta ekki verið neinar flugeldasýningar hjá honum, en svo kom hann bara þarna og var svo heldur betur klár. Það var svo mikill kraftur í honum og „passion“. Hann var langbestur í fyrstu umferð af þessum mönnum sem voru að koma heim núna. Djöfull var hann góður,“ sagði Jóhann. Geir Guðmundsson, Björgvin Páll Gústavsson og Þráinn Orri Jónsson sneru allir aftur úr atvinnumennsku í sumar og fóru í Hauka, Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson fóru í KA, og Sigtryggur Daði Rúnarsson ákvað að prófa Olís-deildina með ÍBV eftir að hafa spilað í Þýskalandi. Guðmundur Hólmar stóð hins vegar upp úr í 1. umferðinni: „Hann var úti um allt – skoraði með uppstökki, skoti af gólfinu og með alls konar hætti. Hann er með fullt af vopnum í vopnabúrinu hjá sér og það verður ekkert auðvelt að stoppa hann,“ sagði Ásgeir. Næsta lið sem freistar þess að stöðva Guðmund er KA, uppeldisfélag kappans, en Selfoss og KA mætast í Hleðsluhöllinni á föstudag kl. 19.30. Klippa: Seinni bylgjan - Guðmundur Hólmar fór á kostum
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir „Þetta er galið rautt spjald“ Seinni bylgjan fór yfir hasarinn í leik KA og Fram en menn ræddu bæði rauða spjaldið sem fór á loft og rauða spjaldið sem fór ekki á loft. 14. september 2020 12:00 Mikið hlegið í Seinni bylgjunni þegar þeir ræddu meintan leikaraskap hjá KKK Leikaraskapur eða ýkjur? Smári „átti þetta á teipi“ og Seinni bylgjan skoðaði nánar af hverju Kári Kristján Kristjánsson steinlá í leik ÍBV á móti ÍR á dögunum. 14. september 2020 11:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
„Þetta er galið rautt spjald“ Seinni bylgjan fór yfir hasarinn í leik KA og Fram en menn ræddu bæði rauða spjaldið sem fór á loft og rauða spjaldið sem fór ekki á loft. 14. september 2020 12:00
Mikið hlegið í Seinni bylgjunni þegar þeir ræddu meintan leikaraskap hjá KKK Leikaraskapur eða ýkjur? Smári „átti þetta á teipi“ og Seinni bylgjan skoðaði nánar af hverju Kári Kristján Kristjánsson steinlá í leik ÍBV á móti ÍR á dögunum. 14. september 2020 11:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða