Fagnaði óvæntum sigri sínum á ANA með því að stökkva út í tjörnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 15:00 Mirim Lee fagnar sigri sínum með kylfusveinunum Matt Gelczis en þau hoppuðu bæði út í tjörnina. Getty/Christian Petersen Mirim Lee vann sitt fyrsta risamót um helgina þegar hún tryggði sér sigur á ANA Inspiration risamótinu en úrslitin réðust í þriggja manna umspili. Hin 29 ára gamla Mirim Lee er frá Suður-Kóreu. Sigur hennar er mjög óvæntur enda ekki í hópi bestu kylfinga heims. Mirim Lee náði sem dæmi ekki niðurskurðinum á þessu sama móti í fyrra en besti árangur hennar á risamóti fyrir helgina var annað sætið á Opna breska meistaramótinu árið 2016. Mirim Lee records dramatic victory in three-way play-off at ANA Inspiration https://t.co/eqywF1dZXp— Guardian sport (@guardian_sport) September 14, 2020 Mirim Lee var bara í 94. sæti á heimslistanum fyrir mótið en mun eflaust hækka sig talsvert á listanum núna. Hún fékk líka 465 þúsund Bandaríkjadali fyrir sigurinn eða tæpar 63 milljónir króna. Nelly Korda og Brooke Henderson voru efstar fyrir lokadaginn og flestir bjuggust við því að þetta yrði einvígi á milli þeirra í lokin. Mirim Lee var tveimur höggum á eftir þeim fyrir síðasta daginn en tókst að tryggja sér umspil með því að spila á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Take a bow, Mirim Lee pic.twitter.com/LTSz8oRXKF— ANA Inspiration (@ANAinspiration) September 13, 2020 Mirim Lee tryggði sér síðan sigurinn með því að fá fugl á fyrstu umspilsholunni en það var spilað eftir bráðabanareglum. Mirim Lee lék átjándu holuna á fjórum höggum en hinar tvær spiluðu hana á fimm höggum. „Ég talaði við vini mína heim fyrir umspilið. Þau sögðu mér að láta vaða og koma heim sem fyrst,“ sagði Mirim Lee með hjálp túlks. „Það er svolítið klikkað að ég hafi unnið,“ sagði Mirim Lee. Hún fagnaði sigrinum með því að hoppa út í tjörnina við átjándu holuna. Tilþrifin voru þó mun meiri hjá kylfusveinunum hennar eins og sjá má hér fyrir neðan. How about this belly flop from Mirim Lee s caddie? pic.twitter.com/O0TZeaCICq— ANA Inspiration (@ANAinspiration) September 13, 2020 Golf Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Mirim Lee vann sitt fyrsta risamót um helgina þegar hún tryggði sér sigur á ANA Inspiration risamótinu en úrslitin réðust í þriggja manna umspili. Hin 29 ára gamla Mirim Lee er frá Suður-Kóreu. Sigur hennar er mjög óvæntur enda ekki í hópi bestu kylfinga heims. Mirim Lee náði sem dæmi ekki niðurskurðinum á þessu sama móti í fyrra en besti árangur hennar á risamóti fyrir helgina var annað sætið á Opna breska meistaramótinu árið 2016. Mirim Lee records dramatic victory in three-way play-off at ANA Inspiration https://t.co/eqywF1dZXp— Guardian sport (@guardian_sport) September 14, 2020 Mirim Lee var bara í 94. sæti á heimslistanum fyrir mótið en mun eflaust hækka sig talsvert á listanum núna. Hún fékk líka 465 þúsund Bandaríkjadali fyrir sigurinn eða tæpar 63 milljónir króna. Nelly Korda og Brooke Henderson voru efstar fyrir lokadaginn og flestir bjuggust við því að þetta yrði einvígi á milli þeirra í lokin. Mirim Lee var tveimur höggum á eftir þeim fyrir síðasta daginn en tókst að tryggja sér umspil með því að spila á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Take a bow, Mirim Lee pic.twitter.com/LTSz8oRXKF— ANA Inspiration (@ANAinspiration) September 13, 2020 Mirim Lee tryggði sér síðan sigurinn með því að fá fugl á fyrstu umspilsholunni en það var spilað eftir bráðabanareglum. Mirim Lee lék átjándu holuna á fjórum höggum en hinar tvær spiluðu hana á fimm höggum. „Ég talaði við vini mína heim fyrir umspilið. Þau sögðu mér að láta vaða og koma heim sem fyrst,“ sagði Mirim Lee með hjálp túlks. „Það er svolítið klikkað að ég hafi unnið,“ sagði Mirim Lee. Hún fagnaði sigrinum með því að hoppa út í tjörnina við átjándu holuna. Tilþrifin voru þó mun meiri hjá kylfusveinunum hennar eins og sjá má hér fyrir neðan. How about this belly flop from Mirim Lee s caddie? pic.twitter.com/O0TZeaCICq— ANA Inspiration (@ANAinspiration) September 13, 2020
Golf Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira