Hrunamenn vilja nýja verslun á Flúðir Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2020 12:30 Krambúðin á vegum Samkaupa er á Flúðum en heimamenn þar og bændur og búalið í nágrenninu fara helst ekki inn í verslunin vegna þess hvað verðið á vörunum er hátt. Sömu sögu er að segja með sumarbústaðaeigendur á svæðinu. Heimamenn vilja helst fá Nettó verslun á staðinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mikil óánægja er hjá íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring með verslunina á Flúðum, sem íbúar segja að sé með tuttugu til fjörutíu prósent hærra verð en lágvöruverslanir. Íbúar versla helst ekki í versluninni. Um sex hundruð og fimmtíu manns hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórnar um að beita sér fyrir því að lágvöruverslun opni á Flúðum. Verslunin á Flúðum, Krambúðin er á vegum Samkaupa en heimamenn á staðnum og bændur og búalið í sveitunum í Hrunamannahreppi hafa fengið sig fullsadda á háum verðum í versluninni og fara helst ekki inn í verslunina. Nú er málið komið í hendur sveitarstjórnar sem fékk undirskriftalista þar sem skorað er á hana að beita öllum tiltækum ráðum til að fá aðra verslun með lægri verðum á Flúðir. Halldóra Hjörleifsdóttir er oddviti Hrunamannahrepps. „Samkaup hefur lengið rekið verslun hérna og þeir breyttu versluninni fyrr á þessu ári og reka nú Krambúð. Verslunin er falleg og allt það en verðið er alltof hátt til þess að hægt sé að versla þar eingöngu inn og fyrir utan það að við vildum náttúrulega vilja sjá miklu frekar lagt áherslu á grænmeti og annað, sem tengist okkar samfélagi,“ segir Halldóra. Halldóra segir að heimamenn versli lítið sem ekkert í Krambúðinni, það er helst ef það vantar mjólk eða brauð, annars fara allir í lágvöruverslanirnar á Selfossi. En hversu hátt er verðið í Krambúðinni á Flúðum? „Við erum að tala um að verð á sumum vörum sé tuttugu til fimmtíu prósent hærra heldur en til dæmis í Bónus, Krónunni eða þessum lágvöruverslunum.“ Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, sem vinnur nú að því með sveitarstjórninni að fá lágvöruverslun á Flúðir.Einkasafn Halldóra segir að forsvarsmenn Samkaupa hafi boðað komu sína á Flúðir til að ræða málin og til að athuga með sveitarstjórninni hvað sé hægt að gera í stöðunni en Samkaup er meðal annars líka með Nettó verslanir víða um land. „Það hefur svo sem aðeins verðið í umræðunni síðustu ár að setja hér upp Nettó verslun og við myndum mjög gjarnan viljað það og ég vona að umræðan verði tekin um það þegar við hittumst og ræðum málin,“ segir oddviti Hrunamannahrepps. Uppfærð frétt klukkan 20:00 Í tilkynningu frá Samkaup kemur fram að fyrirtækið ætlar að bjóða Hrunamönnum að panta vörur úr netverslun lágvöruverðsverslun Nettó og sækja þær í Krambúðina. Þá kemur fram í tilkynningunni að innkaupakarfan í verslunum Kjörbúðarinnar og Krambúðarinnar er almennt ódýrari og fjölbreyttari en í öðrum matvöruverslunum á landsbyggðinni samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. „Samkaup hafa það að markmiði að bjóða viðskiptavinum uppá sem lægsta verðið og bestu þjónustuna. Stærðarhagkvæmni gerir það að verkum að við náum að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði á landsbygðinni,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Samkaup reka ríflega 60 verslanir um land allt. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland, Seljakjör og Samkaup strax. Hrunamannahreppur Verslun Matur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Mikil óánægja er hjá íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring með verslunina á Flúðum, sem íbúar segja að sé með tuttugu til fjörutíu prósent hærra verð en lágvöruverslanir. Íbúar versla helst ekki í versluninni. Um sex hundruð og fimmtíu manns hafa skrifað undir áskorun til sveitarstjórnar um að beita sér fyrir því að lágvöruverslun opni á Flúðum. Verslunin á Flúðum, Krambúðin er á vegum Samkaupa en heimamenn á staðnum og bændur og búalið í sveitunum í Hrunamannahreppi hafa fengið sig fullsadda á háum verðum í versluninni og fara helst ekki inn í verslunina. Nú er málið komið í hendur sveitarstjórnar sem fékk undirskriftalista þar sem skorað er á hana að beita öllum tiltækum ráðum til að fá aðra verslun með lægri verðum á Flúðir. Halldóra Hjörleifsdóttir er oddviti Hrunamannahrepps. „Samkaup hefur lengið rekið verslun hérna og þeir breyttu versluninni fyrr á þessu ári og reka nú Krambúð. Verslunin er falleg og allt það en verðið er alltof hátt til þess að hægt sé að versla þar eingöngu inn og fyrir utan það að við vildum náttúrulega vilja sjá miklu frekar lagt áherslu á grænmeti og annað, sem tengist okkar samfélagi,“ segir Halldóra. Halldóra segir að heimamenn versli lítið sem ekkert í Krambúðinni, það er helst ef það vantar mjólk eða brauð, annars fara allir í lágvöruverslanirnar á Selfossi. En hversu hátt er verðið í Krambúðinni á Flúðum? „Við erum að tala um að verð á sumum vörum sé tuttugu til fimmtíu prósent hærra heldur en til dæmis í Bónus, Krónunni eða þessum lágvöruverslunum.“ Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, sem vinnur nú að því með sveitarstjórninni að fá lágvöruverslun á Flúðir.Einkasafn Halldóra segir að forsvarsmenn Samkaupa hafi boðað komu sína á Flúðir til að ræða málin og til að athuga með sveitarstjórninni hvað sé hægt að gera í stöðunni en Samkaup er meðal annars líka með Nettó verslanir víða um land. „Það hefur svo sem aðeins verðið í umræðunni síðustu ár að setja hér upp Nettó verslun og við myndum mjög gjarnan viljað það og ég vona að umræðan verði tekin um það þegar við hittumst og ræðum málin,“ segir oddviti Hrunamannahrepps. Uppfærð frétt klukkan 20:00 Í tilkynningu frá Samkaup kemur fram að fyrirtækið ætlar að bjóða Hrunamönnum að panta vörur úr netverslun lágvöruverðsverslun Nettó og sækja þær í Krambúðina. Þá kemur fram í tilkynningunni að innkaupakarfan í verslunum Kjörbúðarinnar og Krambúðarinnar er almennt ódýrari og fjölbreyttari en í öðrum matvöruverslunum á landsbyggðinni samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. „Samkaup hafa það að markmiði að bjóða viðskiptavinum uppá sem lægsta verðið og bestu þjónustuna. Stærðarhagkvæmni gerir það að verkum að við náum að bjóða vörur á samkeppnishæfu verði á landsbygðinni,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Samkaup reka ríflega 60 verslanir um land allt. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland, Seljakjör og Samkaup strax.
Hrunamannahreppur Verslun Matur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira