Besti árangur Íslands frá upphafi á EM í golfi Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2020 09:25 Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir. mynd/gsí Íslenska kvennalandsliðið í golfi lenti í 8. sæti á Evrópumóti áhugakylfinga sem fór fram Svíþjóð, nánar tiltekið Upsala, fyrr í vikunni. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir skipuðu lið Íslands. Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ var svo liðsstjóri. Íslenska liðið endaði í 8. sæti í forkeppninni þar sem að liðið lék á 221 höggi samtals eða +5. Ísland lék því um sæti eitt til átta en kvennalandsliðið tapaði 3-0 gegn Spánverjum í leiknum um 7. sætið í dag í Svíþjóð. Ísland endaði því í 8. sæti sem er langbesti árangur Íslands frá upphafi en heimamenn stóðu uppi sem sigurvegarar. Karlalandsliðið keppti á sama móti en þeir léku hins vegar á Hilversumsche Golf Club í Hollandi. Mótinu lauk í dag með sigri Þjóðverja en Ísland endaði í 9. sæti. Þeir tryggðu sér með öruggum hætti keppnisrétt í A-deild á næsta EM. Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson og Dagbjartur Sigurbrandssson skipuðu lið Íslands. Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri GSÍ, er liðsstjóri. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í golfi lenti í 8. sæti á Evrópumóti áhugakylfinga sem fór fram Svíþjóð, nánar tiltekið Upsala, fyrr í vikunni. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Saga Traustadóttir, Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir skipuðu lið Íslands. Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ var svo liðsstjóri. Íslenska liðið endaði í 8. sæti í forkeppninni þar sem að liðið lék á 221 höggi samtals eða +5. Ísland lék því um sæti eitt til átta en kvennalandsliðið tapaði 3-0 gegn Spánverjum í leiknum um 7. sætið í dag í Svíþjóð. Ísland endaði því í 8. sæti sem er langbesti árangur Íslands frá upphafi en heimamenn stóðu uppi sem sigurvegarar. Karlalandsliðið keppti á sama móti en þeir léku hins vegar á Hilversumsche Golf Club í Hollandi. Mótinu lauk í dag með sigri Þjóðverja en Ísland endaði í 9. sæti. Þeir tryggðu sér með öruggum hætti keppnisrétt í A-deild á næsta EM. Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon, Aron Snær Júlíusson og Dagbjartur Sigurbrandssson skipuðu lið Íslands. Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri GSÍ, er liðsstjóri.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira