Proppé og Halifaxarnir Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 13. september 2020 09:00 Lágpunktur seinni heimsstyrjaldarinnar kom þegar Nasistar höfðu hernumið stóran hluta Evrópu í lok maí 1940 og margir leiðtogar Bandamanna sáu fram á fall vestrænnar menningar. Halifax lágvarður, ráðherra í ríkisstjórn Churchills, lagði allt kapp í að semja um frið við Hitler, eins og Chamberlain hafði reynt áður og mistekist sögulega. Churchill var ósammála, sagði Hitler ekki líklegan til að virða neinn samning og slíkt myndi marka endalok Bretlands. Hófst valdaslagur þeirra á milli um hvora leið Bretar ættu að fara. Vinstri græn hafa alltaf gert sig út fyrir að vera friðelskandi stjórnmálaflokkur og því ekki stutt þátttöku Íslands í vestrænu öryggis- og varnarsamstarfi. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn sómasamlegur Íslendingur myndi vilja sjá stríðsátök hér á landi. Ekki er þó samasemmerki við það og að einangra sig frá bandaþjóðum okkar og hafa það sem varnarstefnu að leggja allt sitt traust í hendur óvinveittra landa. Hvergi annars staðar lýsir óskhyggja flokksins sér eins vel og í viðtali við þingmann Vinstri grænna, Kolbein Óttarsson Proppé í Harmageddon. Fyrir það fyrsta segir þingmaðurinn að herlaus þjóð eins og okkar hafi ekkert að gera í hernaðarbandalagi. Þar misskilur hann heiftarlega forsenduna fyrir herleysinu okkar. Íslendingar eru stoltir af því að hér sé enginn reiðubúinn her og líta jafnvel niður á nágrannaþjóðir okkar sem eru svo vitlausar að viðhalda slíkum. Ástæðan fyrir herleysi okkar er þó ekki að við Íslendingar séum meira friðelskandi, siðlegri og góðhjartaðir en aðrar þjóðir, heldur vegna þess að önnur lönd hafa samningsbundið sig við að verja okkur gegn árásum óvinveittra landa. Ekki nóg með það heldur eru löndin líka fullviss um að ef slíkt hið sama kæmi fyrir þau þá gæti Ísland ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að verja þau. Bandaþjóðir okkar verja dýrmætum sameiginlegum sjóðum í þjálfun og búnað fyrir ungt fólk á mínum aldri sem er tilbúið að hætta lífi sínu m.a. til þess að ég þurfi ekki að gera það. Svíþjóð og Sviss fengu lof frá þingmanninum fyrir sitt hlutleysi í garð varnarbandalaga. Í fyrsta lagi eru bæði löndin þess vegna með veigamikinn her og herskyldu. Þyngra vegur þó rík saga af samstarfi þessara tveggja landa með Nasistum í sínu meinta hlutleysi. Svíþjóð seldi þeim mikilvægar náttúruafurðir til að viðhalda stríðsrekstrinum og Sviss faldi og þvoði fjármagn Nasista. Allt var þetta réttlætt þar sem löndin vildu ekki gera upp á milli hliða í stríðinu. Hvort sem um ræðir Nasisma fyrir áttatíu árum eða rísandi heimsáhrif kínversks kommúnisma í dag verða þjóðir að taka skýra afstöðu, ellegar stilla þær sér upp með harðræðinu. Þingmaðurinn segir engu að síður að her bandaþjóða myndi nú samt koma til Íslands þótt við værum ekki aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Hann virðist því sammála þeirri nauðsyn að bandaþjóðir komi hverri annarri til bjargar en vill bara ekki hafa neinar reglur, ábyrgð eða aðhald í þeim efnum. Þá vill hann ekki hafa neina tryggingu fyrir því heldur að reiða eingöngu á trúnna. Nú hefur þingmaðurinn skýrt afstöðu sína, hann vill herlausa þjóð utan varnarbandalaga en ætlast samt til þess að aðrar þjóðir komi okkur til bjargar. Vinstri græn og ungliðahreyfing þeirra, Ung vinstri græn, sem ýmist styðja eða styða ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eftir eigin hentisemi, keppast við að hneykslast yfir varnaræfingum hérlendis. Líkt og fram hefur komið þykir þingmanninum sjálfsagt að bandaþjóðir kæmu okkur til bjargar ef óvinveitt lönd gerðu að okkur atlögu. Aftur á móti hæðist hann að því hermenn bandaþjóða æfi við séríslenskar aðstæður til þess að vera undirbúnir björguninni sem hann telur sjálfsagða. Æfingarnar kallar hann „hlutverkaleik til að viðhalda þekkingu og kunnáttu hermanna.“ Hann vill sumsé að þeir sem endurgjaldslaust skulu bjarga okkur hafi ekki þekkingu né kunnáttu á landinu til þess að sinna því verki. Þar fyrir utan er vettvangshernaður einungis lítil hluti varnarmála á 21. öldinni. Hvernig ætla Vinstri græn að verjast tölvu- og netárásir, upplýsingaóreiðu, hryðjuverk og Norðurslóðaágengni Rússlands? Þar hafa engin svör fengist. Í Atlantshafsbandalaginu geta íslenskar sérsveitir í raun- og upplýsingaheiminum lært hvernig sporna eigi gegn því að siðlaust skrímsli gangi berserksgang og myrði hér börn eins og hefur gerst í nágrannalöndunum okkar. Þingmaður VG fordæmir þessar æfingar og spyr hvort við séum ekki tilbúin „að prófa friðarmálin.“ Allt eru þetta smámál miðað við sannfæringu þingmannsins sem kom fram í lok viðtalsins. Hann hefur „bara ekki það miklar áhyggjur af því að hér sé einhver að koma og taka okkur yfir.“ Sem sagnfræðingur segist hann vilja læra af sögunni. Hann kýs samt að hunsa lexíu Chamberlain og Halifax á fjórða áratugnum, björgun Suður-Kóreu frá Norður-Kóresku kommúnísku einræði á sjötta áratugnum, og árás Rússlands að lýðræði Bretlands og Bandaríkjanna 2016. Að lokum má þingmaðurinn spyrja Úkraínubúa, sem ekki nýtur fullrar verndar Atlantshafsbandalagsins, hversu fjarstæðukennt honum þyki að óvinveitt land geri innrás. Sér helst til stuðnings velur þingmaðurinn atvik í sögu Atlantshafsbandalagsins sem geta talist vafasöm, siðlaus eða jafnvel glæpsamleg. Ekki verða þau réttlætt hér, enda eru þátttakendur bandalagsins ekki blindir ofsatrúarmenn heldur veita því hart aðhald. Ákvarðanir og gjörðir einstakra manna sem liggja utan stríðsreglna eiga að vera rannsökuð, kærð og málin leidd til lykta. Vinstri græn líta svo á að það útiloki tilvist varnarbandalags, en með þeirri röksæmdarfærslu ætti valdnýðsla lögreglumanns eða mistök læknis að kalla á lokun lögreglustöðvar eða spítala. Churchill hafði betur gegn Halifax, Bretar snéru ekki baki við bandaþjóðum sínum, lögðu ekki öryggi sitt í hendur óvina og sigruðu Nasista. Öryggi Íslands er ekki sjálfsagt, það er ekki falið í því að hverfa frá áratugasamstarfi við nágrannaþjóðir og halda í barnslega trú um að óvinveitt lönd munu ekki ráðskast með okkur eins og þeim hentar. Áhyggjuefni er að stjórnmálaflokkur sem leiðir ríkisstjórn kæri sig jafn lítið um öryggis- og varnarmál landsins. Lærum af sögunni og látum ekki Halifaxana plata okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Lágpunktur seinni heimsstyrjaldarinnar kom þegar Nasistar höfðu hernumið stóran hluta Evrópu í lok maí 1940 og margir leiðtogar Bandamanna sáu fram á fall vestrænnar menningar. Halifax lágvarður, ráðherra í ríkisstjórn Churchills, lagði allt kapp í að semja um frið við Hitler, eins og Chamberlain hafði reynt áður og mistekist sögulega. Churchill var ósammála, sagði Hitler ekki líklegan til að virða neinn samning og slíkt myndi marka endalok Bretlands. Hófst valdaslagur þeirra á milli um hvora leið Bretar ættu að fara. Vinstri græn hafa alltaf gert sig út fyrir að vera friðelskandi stjórnmálaflokkur og því ekki stutt þátttöku Íslands í vestrænu öryggis- og varnarsamstarfi. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn sómasamlegur Íslendingur myndi vilja sjá stríðsátök hér á landi. Ekki er þó samasemmerki við það og að einangra sig frá bandaþjóðum okkar og hafa það sem varnarstefnu að leggja allt sitt traust í hendur óvinveittra landa. Hvergi annars staðar lýsir óskhyggja flokksins sér eins vel og í viðtali við þingmann Vinstri grænna, Kolbein Óttarsson Proppé í Harmageddon. Fyrir það fyrsta segir þingmaðurinn að herlaus þjóð eins og okkar hafi ekkert að gera í hernaðarbandalagi. Þar misskilur hann heiftarlega forsenduna fyrir herleysinu okkar. Íslendingar eru stoltir af því að hér sé enginn reiðubúinn her og líta jafnvel niður á nágrannaþjóðir okkar sem eru svo vitlausar að viðhalda slíkum. Ástæðan fyrir herleysi okkar er þó ekki að við Íslendingar séum meira friðelskandi, siðlegri og góðhjartaðir en aðrar þjóðir, heldur vegna þess að önnur lönd hafa samningsbundið sig við að verja okkur gegn árásum óvinveittra landa. Ekki nóg með það heldur eru löndin líka fullviss um að ef slíkt hið sama kæmi fyrir þau þá gæti Ísland ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að verja þau. Bandaþjóðir okkar verja dýrmætum sameiginlegum sjóðum í þjálfun og búnað fyrir ungt fólk á mínum aldri sem er tilbúið að hætta lífi sínu m.a. til þess að ég þurfi ekki að gera það. Svíþjóð og Sviss fengu lof frá þingmanninum fyrir sitt hlutleysi í garð varnarbandalaga. Í fyrsta lagi eru bæði löndin þess vegna með veigamikinn her og herskyldu. Þyngra vegur þó rík saga af samstarfi þessara tveggja landa með Nasistum í sínu meinta hlutleysi. Svíþjóð seldi þeim mikilvægar náttúruafurðir til að viðhalda stríðsrekstrinum og Sviss faldi og þvoði fjármagn Nasista. Allt var þetta réttlætt þar sem löndin vildu ekki gera upp á milli hliða í stríðinu. Hvort sem um ræðir Nasisma fyrir áttatíu árum eða rísandi heimsáhrif kínversks kommúnisma í dag verða þjóðir að taka skýra afstöðu, ellegar stilla þær sér upp með harðræðinu. Þingmaðurinn segir engu að síður að her bandaþjóða myndi nú samt koma til Íslands þótt við værum ekki aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Hann virðist því sammála þeirri nauðsyn að bandaþjóðir komi hverri annarri til bjargar en vill bara ekki hafa neinar reglur, ábyrgð eða aðhald í þeim efnum. Þá vill hann ekki hafa neina tryggingu fyrir því heldur að reiða eingöngu á trúnna. Nú hefur þingmaðurinn skýrt afstöðu sína, hann vill herlausa þjóð utan varnarbandalaga en ætlast samt til þess að aðrar þjóðir komi okkur til bjargar. Vinstri græn og ungliðahreyfing þeirra, Ung vinstri græn, sem ýmist styðja eða styða ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eftir eigin hentisemi, keppast við að hneykslast yfir varnaræfingum hérlendis. Líkt og fram hefur komið þykir þingmanninum sjálfsagt að bandaþjóðir kæmu okkur til bjargar ef óvinveitt lönd gerðu að okkur atlögu. Aftur á móti hæðist hann að því hermenn bandaþjóða æfi við séríslenskar aðstæður til þess að vera undirbúnir björguninni sem hann telur sjálfsagða. Æfingarnar kallar hann „hlutverkaleik til að viðhalda þekkingu og kunnáttu hermanna.“ Hann vill sumsé að þeir sem endurgjaldslaust skulu bjarga okkur hafi ekki þekkingu né kunnáttu á landinu til þess að sinna því verki. Þar fyrir utan er vettvangshernaður einungis lítil hluti varnarmála á 21. öldinni. Hvernig ætla Vinstri græn að verjast tölvu- og netárásir, upplýsingaóreiðu, hryðjuverk og Norðurslóðaágengni Rússlands? Þar hafa engin svör fengist. Í Atlantshafsbandalaginu geta íslenskar sérsveitir í raun- og upplýsingaheiminum lært hvernig sporna eigi gegn því að siðlaust skrímsli gangi berserksgang og myrði hér börn eins og hefur gerst í nágrannalöndunum okkar. Þingmaður VG fordæmir þessar æfingar og spyr hvort við séum ekki tilbúin „að prófa friðarmálin.“ Allt eru þetta smámál miðað við sannfæringu þingmannsins sem kom fram í lok viðtalsins. Hann hefur „bara ekki það miklar áhyggjur af því að hér sé einhver að koma og taka okkur yfir.“ Sem sagnfræðingur segist hann vilja læra af sögunni. Hann kýs samt að hunsa lexíu Chamberlain og Halifax á fjórða áratugnum, björgun Suður-Kóreu frá Norður-Kóresku kommúnísku einræði á sjötta áratugnum, og árás Rússlands að lýðræði Bretlands og Bandaríkjanna 2016. Að lokum má þingmaðurinn spyrja Úkraínubúa, sem ekki nýtur fullrar verndar Atlantshafsbandalagsins, hversu fjarstæðukennt honum þyki að óvinveitt land geri innrás. Sér helst til stuðnings velur þingmaðurinn atvik í sögu Atlantshafsbandalagsins sem geta talist vafasöm, siðlaus eða jafnvel glæpsamleg. Ekki verða þau réttlætt hér, enda eru þátttakendur bandalagsins ekki blindir ofsatrúarmenn heldur veita því hart aðhald. Ákvarðanir og gjörðir einstakra manna sem liggja utan stríðsreglna eiga að vera rannsökuð, kærð og málin leidd til lykta. Vinstri græn líta svo á að það útiloki tilvist varnarbandalags, en með þeirri röksæmdarfærslu ætti valdnýðsla lögreglumanns eða mistök læknis að kalla á lokun lögreglustöðvar eða spítala. Churchill hafði betur gegn Halifax, Bretar snéru ekki baki við bandaþjóðum sínum, lögðu ekki öryggi sitt í hendur óvina og sigruðu Nasista. Öryggi Íslands er ekki sjálfsagt, það er ekki falið í því að hverfa frá áratugasamstarfi við nágrannaþjóðir og halda í barnslega trú um að óvinveitt lönd munu ekki ráðskast með okkur eins og þeim hentar. Áhyggjuefni er að stjórnmálaflokkur sem leiðir ríkisstjórn kæri sig jafn lítið um öryggis- og varnarmál landsins. Lærum af sögunni og látum ekki Halifaxana plata okkur.
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar