Allir sem sinna heilbrigðisþjónustu þurfa að skila gæðauppgjöri á næsta ári Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2020 14:06 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Landlæknisembættið hyggst stórefla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. Embætti landlæknis hefur eftirlit með öllum þeim aðilum sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi – en samkvæmt rekstraraðilaskrá embættisins eru það nú 3094 einingar samtals. Við sögðum frá því í vikunni að embættið hefði ekki unnið formlega úttekt á skimunarstarfsemi Krabbameinsfélags Íslands en hafi í gegnum tíðina óskað eftir upplýsingum um starfsemina. Úttekt á gæðum og öryggi þjónustu Leitarstöðvarinnar er hins vegar hafin nú. Loks vinnur Landlæknir að því að fá aðila erlendis frá til að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. Þá hefur komið fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi ríka eftirlitsskyldu með að þjónustan sé í samræmi við gerða samninga. Fréttastofa hefur óskað eftir þjónustusamningi Sjúkratrygginga við krabbameinsfélagið í dag en hefur ekki fengið svör þaðan. Landlæknir hefur gert um 7-8 úttektir á ári síðustu ár samkvæmt svörum embættisins en á þessu ári hafa einungis tvær skýrslur verið gerðar vegna slíkra útttekta vegna kórónuveirufaraldursins. Það stendur hins vegar til að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu til muna með því að gera gæðauppgjör hjá þeim sem veita þjónustuna. Á þessu ári hefur þegar verið kallað eftir gæðauppgjörum frá 27 aðilum. Á næsta ári er hins vegar stefnt að því að allir veitendur heilbrigðisþjónustu skili gæðauppgjöri og vænst er að það fyrirkomulag verði til þess að efla eftirlit embættisins til muna. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30 Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Landlæknisembættið hyggst stórefla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. Embætti landlæknis hefur eftirlit með öllum þeim aðilum sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi – en samkvæmt rekstraraðilaskrá embættisins eru það nú 3094 einingar samtals. Við sögðum frá því í vikunni að embættið hefði ekki unnið formlega úttekt á skimunarstarfsemi Krabbameinsfélags Íslands en hafi í gegnum tíðina óskað eftir upplýsingum um starfsemina. Úttekt á gæðum og öryggi þjónustu Leitarstöðvarinnar er hins vegar hafin nú. Loks vinnur Landlæknir að því að fá aðila erlendis frá til að ganga úr skugga um að endurskoðun og skoðun sýna sé fullnægjandi að gæðum. Þá hefur komið fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi ríka eftirlitsskyldu með að þjónustan sé í samræmi við gerða samninga. Fréttastofa hefur óskað eftir þjónustusamningi Sjúkratrygginga við krabbameinsfélagið í dag en hefur ekki fengið svör þaðan. Landlæknir hefur gert um 7-8 úttektir á ári síðustu ár samkvæmt svörum embættisins en á þessu ári hafa einungis tvær skýrslur verið gerðar vegna slíkra útttekta vegna kórónuveirufaraldursins. Það stendur hins vegar til að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu til muna með því að gera gæðauppgjör hjá þeim sem veita þjónustuna. Á þessu ári hefur þegar verið kallað eftir gæðauppgjörum frá 27 aðilum. Á næsta ári er hins vegar stefnt að því að allir veitendur heilbrigðisþjónustu skili gæðauppgjöri og vænst er að það fyrirkomulag verði til þess að efla eftirlit embættisins til muna.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30 Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknisembættisins Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku mun eftir helgi senda gögn í tveimur málum sem hann telur sambærileg til landlæknisembættisins. Um er að ræða mál tveggja kvenna sem látist hafa af völdum leghálskrabbameins. 12. september 2020 11:30
Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46