Ganga enn út frá því að mótefni dofni ekki innan fjögurra mánaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2020 12:11 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fréttir af niðurstöðum erlendra rannsókna, sem benda til þess að mótefni við kórónuveirunni hjá einstaklingum sem hafa veikst dofni eftir nokkra mánuði, ekki breyta afstöðu sóttvarnayfirvalda hér á landi. Niðurstöðu tveggja rannsókna, frá Bretlandi annars vegar og Kína hins vegar, benda til þess að mótefni við kórónuveirunni geti dofnað á um einum mánuði. Það er á skjön við niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birtu í New England Journal of Medicine fyrr í september. Þórólfur segir ýmislegt geta útskýrt þennan mun á niðurstöðum rannsóknanna. „Það er nú kannski ekki gott að gefa einhlíta skýringu á því en aðferðafræði milli rannsókna er alltaf eitthvað breytileg og svo kann að vera einhver munur á milli hvernig rannsóknir eru gerðar og svo náttúrulega einstaklingarnir sem taka þátt. Þannig að það getur verið margt sem skýrir það.“ Hann segir niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ánægjulega og að niðurstöður erlendu rannsóknanna bendi ekki endilega til þess að einstaklingar geti sýkst aftur. „Það hefur ekki reynst vera svo, almennt séð, það er ekki mikið um slíkar tilkynningar. Þannig að ég held að það sé óþarfi að leggja of mikið upp úr þessu,“ segir Þórólfur. Breyta ekki afstöðu yfirvalda Þá segir Þórólfur að afstaða íslenskra heilbrigðisyfirvalda miðist við að mótefni dofni ekki innan fjögurra mánaða, líkt og niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til. „Það er alveg óbreytt. Auðvitað lækka mótefni alltaf með tímanum, alltaf í öllum sýkingum. Eftir bólusetningu og annað slíkt. En það er annars konar mótefnasvar eða ónæmi sem myndast, þetta svokallaða frumubundna ónæmi. Í niðurstöðum íslensku rannsóknarinnar kemur fram að 91 prósent þeirra sem höfðu sýkst mynduðu mótefni við veirunni í blóði. Verið sé að kanna hvort hin níu prósentin kunni að hafa myndað frumubundið ónæmi við kórónuveirunni „Nú hinir, þessi 9 prósent, það er verið að kanna hvort þeir hafi myndað frumubundið ónæmi. Það er líka verndandi, þannig að þetta er dálítið flókið mál, svona þegar maður fer að kafa ofan í það,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fréttir af niðurstöðum erlendra rannsókna, sem benda til þess að mótefni við kórónuveirunni hjá einstaklingum sem hafa veikst dofni eftir nokkra mánuði, ekki breyta afstöðu sóttvarnayfirvalda hér á landi. Niðurstöðu tveggja rannsókna, frá Bretlandi annars vegar og Kína hins vegar, benda til þess að mótefni við kórónuveirunni geti dofnað á um einum mánuði. Það er á skjön við niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birtu í New England Journal of Medicine fyrr í september. Þórólfur segir ýmislegt geta útskýrt þennan mun á niðurstöðum rannsóknanna. „Það er nú kannski ekki gott að gefa einhlíta skýringu á því en aðferðafræði milli rannsókna er alltaf eitthvað breytileg og svo kann að vera einhver munur á milli hvernig rannsóknir eru gerðar og svo náttúrulega einstaklingarnir sem taka þátt. Þannig að það getur verið margt sem skýrir það.“ Hann segir niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ánægjulega og að niðurstöður erlendu rannsóknanna bendi ekki endilega til þess að einstaklingar geti sýkst aftur. „Það hefur ekki reynst vera svo, almennt séð, það er ekki mikið um slíkar tilkynningar. Þannig að ég held að það sé óþarfi að leggja of mikið upp úr þessu,“ segir Þórólfur. Breyta ekki afstöðu yfirvalda Þá segir Þórólfur að afstaða íslenskra heilbrigðisyfirvalda miðist við að mótefni dofni ekki innan fjögurra mánaða, líkt og niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til. „Það er alveg óbreytt. Auðvitað lækka mótefni alltaf með tímanum, alltaf í öllum sýkingum. Eftir bólusetningu og annað slíkt. En það er annars konar mótefnasvar eða ónæmi sem myndast, þetta svokallaða frumubundna ónæmi. Í niðurstöðum íslensku rannsóknarinnar kemur fram að 91 prósent þeirra sem höfðu sýkst mynduðu mótefni við veirunni í blóði. Verið sé að kanna hvort hin níu prósentin kunni að hafa myndað frumubundið ónæmi við kórónuveirunni „Nú hinir, þessi 9 prósent, það er verið að kanna hvort þeir hafi myndað frumubundið ónæmi. Það er líka verndandi, þannig að þetta er dálítið flókið mál, svona þegar maður fer að kafa ofan í það,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira