Erlent

Flugfreyja smituð og fimm aðrar í sóttkví

Sylvía Hall skrifar
Smitið mun ekki raska flugáætlun Atlantic Airways.
Smitið mun ekki raska flugáætlun Atlantic Airways. Vísir/Getty

Flugfreyja hjá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways greindist með kórónuveiruna og voru fimm aðrar settar í sóttkví á þriðjudagskvöld. Talið er að flugfreyjan hafi smitast í Danmörku.

Frá þessu er greint á vef Portal.fo þar sem er haft eftir Jóhönnu á Bergi, framkvæmdastjóra félagsins, að flugfreyjan hafi umgengist hinar freyjurnar eftir smitið. Farþegar þurfi þó ekki að hafa áhyggjur og gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana vegna smitsins.

„Flugfreyjurnar hafa ekki verið við störf frá því að smitið var staðfest. Við fylgjum öllum verkferlum varðandi smit,“ sagði Jóhanna og bætti við að landlæknir Færeyja hefði leiðbeint félaginu varðandi viðbrögðin.

Sex virk smit eru nú í Færeyjum og sjö eru í sóttkví samkvæmt tölum á korona.fo. Alls hafa 416 greinst með kórónuveiruna þar í landi. 


Tengdar fréttir

Þrír Ólafs­vöku­gestir greindust með Co­vid

Tvö innanlandsmit hafa verið staðfest í Færeyjum og voru báðir einstaklingarnir sem greindust með Covid-19 sjúkdóminn staddir á Ólafsvöku sem fór fram í Þórshöfn um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×